Ekki litli „Ísskápurinn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2017 07:00 Ágúst Birgisson hefur á hálfu öðru ári farið úr því að vera varamaður í Aftureldingu í það að vera í úrvalsliði Olís-deildarinnar. vísir/anton „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar fyrir það sem maður er að gera en á endanum snýst þetta allt um liðið,“ segir Ágúst Birgisson, línumaður FH, sem var kjörinn í úrvalslið Olís-deildar karla í handbolta en bestu leikmennirnir voru verðlaunaðir á kynningarfundi HSÍ fyrir úrslitakeppnina í gær. Ágúst var algjör lykilmaður í FH-liðinu sem varð óvænt deildarmeistari í fyrsta skipti í 25 ár. Fyrir utan að binda saman vörn Hafnarfjarðarliðsins var hann fjórði markahæstur hjá FH með 76 mörk. „Það má segja að þetta sé mitt besta tímabil á ferlinum,“ segir Ágúst og fullyrðir að þó enginn hafi búist við svona árangri hjá FH-liðinu stefndu leikmennirnir í hæstu hæðir á tímabilinu. „Við settum okkur markmið í sumar því við vissum hvað við gátum gert. Við höfðum alltaf trú þótt tímabilið byrjaði brösuglega. Við vissum að þetta myndi koma þannig að við misstum aldrei trúna.“Sannaði fyrir sjálfum sér Ágúst skipti úr Aftureldingu í FH á miðju tímabili í fyrra en hann komst aldrei að hjá strákunum í kjúklingabænum. Það gerði ekkert nema gott fyrir Ágúst að skipta um umhverfi, en hann er nú orðinn einn besti línumaður deildarinnar. Síðustu 18 mánuðir hafa snúið ferli hans á rétta braut. „Dóri [Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, innsk. blm.] sá eitthvað í mér. Ég fékk tækifæri hjá honum til að byrja á núlli fannst mér. Það var mikilvægt fyrir mig sjálfan að sýna og sanna það fyrir mér og öðrum að ég gæti eitthvað í handbolta því mig langar til að geta eitthvað í handbolta. Ég fékk tíma og traust hjá FH til að byrja upp á nýtt fannst mér,“ segir Ágúst sem var orðinn vel þreyttur á fáum tækifærum hjá Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar.„Mér fannst ég ekki fá tækifæri. Þegar ég var hjá Aftureldingu var ég að berjast um stöðuna við Pétur Júníusson sem er auðvitað frábær leikmaður. Hann fékk sénsinn hjá Einari Andra á undan mér og það er ekkert að því enda var Pétur að spila frábærlega. Ég fékk samt aldrei sénsinn. Kannski passaði ég bara ekki inn í spilið hjá Einari, hver veit?“Stærri en gamli „Ísskápurinn“ Ágúst hefur ekki langt að sækja hæfileikana á línunni. Faðir hans er einn besti línumaður efstu deildar frá upphafi, Birgir Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings. „Ég er með tvo þjálfara; einn heima og einn í salnum,“ segir Ágúst og hlær. „Ég leita mikið til pabba og við förum yfir það góða og slæma. Hann bendir mér á rétta hluti og segir mér til. Ég hlusta svo stundum og stundum ekki. Maður getur ekki tekið við öllu en maður tekur það sem maður getur nýtt sér. Hann getur stundum verið erfiður en yfirleitt erum við bara góðir á því, feðgarnir, og spjöllum.“ Birgir var og er algjört heljarmenni og var kallaður „Ísskápurinn“ þegar hann var að spila. Er Ágúst kominn með viðurnefni? „Vallarþulurinn í Krikanum, sem er sá besti á landinu, kallar mig alltaf Ísskápinn eða Frystikistuna,“ segir Ágúst en þarf hann ekki að vera litli ísskápurinn fyrst hann er sonur upprunalega skápsins? „Ég er stærri en hann. Það má ekki gleyma því,“ segir Ágúst og hlær við en er hann orðinn jafn sterkur og faðir hans? „Ég næ því kannski einn daginn. Kallinn er alveg hrikalegur,“ segir Ágúst Birgisson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00 Halldór: Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við orðið Íslandsmeistarar Þjálfari FH var sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn. 4. apríl 2017 21:49 Deildarmeistararnir eiga tvo leikmenn í liði ársins Á blaðamannafundi HSÍ í hádeginu var greint frá því hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið Olís-deildar karla í vetur. 6. apríl 2017 12:15 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Úrslitakeppnin hefst klukkan 17.00 á sunnudaginn Deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta lauk í gær og það þarf ekki að bíða lengi eftir úrslitakeppninni sem hefst strax um næstu helgi. 5. apríl 2017 10:52 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar fyrir það sem maður er að gera en á endanum snýst þetta allt um liðið,“ segir Ágúst Birgisson, línumaður FH, sem var kjörinn í úrvalslið Olís-deildar karla í handbolta en bestu leikmennirnir voru verðlaunaðir á kynningarfundi HSÍ fyrir úrslitakeppnina í gær. Ágúst var algjör lykilmaður í FH-liðinu sem varð óvænt deildarmeistari í fyrsta skipti í 25 ár. Fyrir utan að binda saman vörn Hafnarfjarðarliðsins var hann fjórði markahæstur hjá FH með 76 mörk. „Það má segja að þetta sé mitt besta tímabil á ferlinum,“ segir Ágúst og fullyrðir að þó enginn hafi búist við svona árangri hjá FH-liðinu stefndu leikmennirnir í hæstu hæðir á tímabilinu. „Við settum okkur markmið í sumar því við vissum hvað við gátum gert. Við höfðum alltaf trú þótt tímabilið byrjaði brösuglega. Við vissum að þetta myndi koma þannig að við misstum aldrei trúna.“Sannaði fyrir sjálfum sér Ágúst skipti úr Aftureldingu í FH á miðju tímabili í fyrra en hann komst aldrei að hjá strákunum í kjúklingabænum. Það gerði ekkert nema gott fyrir Ágúst að skipta um umhverfi, en hann er nú orðinn einn besti línumaður deildarinnar. Síðustu 18 mánuðir hafa snúið ferli hans á rétta braut. „Dóri [Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, innsk. blm.] sá eitthvað í mér. Ég fékk tækifæri hjá honum til að byrja á núlli fannst mér. Það var mikilvægt fyrir mig sjálfan að sýna og sanna það fyrir mér og öðrum að ég gæti eitthvað í handbolta því mig langar til að geta eitthvað í handbolta. Ég fékk tíma og traust hjá FH til að byrja upp á nýtt fannst mér,“ segir Ágúst sem var orðinn vel þreyttur á fáum tækifærum hjá Einari Andra Einarssyni, þjálfara Aftureldingar.„Mér fannst ég ekki fá tækifæri. Þegar ég var hjá Aftureldingu var ég að berjast um stöðuna við Pétur Júníusson sem er auðvitað frábær leikmaður. Hann fékk sénsinn hjá Einari Andra á undan mér og það er ekkert að því enda var Pétur að spila frábærlega. Ég fékk samt aldrei sénsinn. Kannski passaði ég bara ekki inn í spilið hjá Einari, hver veit?“Stærri en gamli „Ísskápurinn“ Ágúst hefur ekki langt að sækja hæfileikana á línunni. Faðir hans er einn besti línumaður efstu deildar frá upphafi, Birgir Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings. „Ég er með tvo þjálfara; einn heima og einn í salnum,“ segir Ágúst og hlær. „Ég leita mikið til pabba og við förum yfir það góða og slæma. Hann bendir mér á rétta hluti og segir mér til. Ég hlusta svo stundum og stundum ekki. Maður getur ekki tekið við öllu en maður tekur það sem maður getur nýtt sér. Hann getur stundum verið erfiður en yfirleitt erum við bara góðir á því, feðgarnir, og spjöllum.“ Birgir var og er algjört heljarmenni og var kallaður „Ísskápurinn“ þegar hann var að spila. Er Ágúst kominn með viðurnefni? „Vallarþulurinn í Krikanum, sem er sá besti á landinu, kallar mig alltaf Ísskápinn eða Frystikistuna,“ segir Ágúst en þarf hann ekki að vera litli ísskápurinn fyrst hann er sonur upprunalega skápsins? „Ég er stærri en hann. Það má ekki gleyma því,“ segir Ágúst og hlær við en er hann orðinn jafn sterkur og faðir hans? „Ég næ því kannski einn daginn. Kallinn er alveg hrikalegur,“ segir Ágúst Birgisson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00 Halldór: Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við orðið Íslandsmeistarar Þjálfari FH var sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn. 4. apríl 2017 21:49 Deildarmeistararnir eiga tvo leikmenn í liði ársins Á blaðamannafundi HSÍ í hádeginu var greint frá því hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið Olís-deildar karla í vetur. 6. apríl 2017 12:15 Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52 Úrslitakeppnin hefst klukkan 17.00 á sunnudaginn Deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta lauk í gær og það þarf ekki að bíða lengi eftir úrslitakeppninni sem hefst strax um næstu helgi. 5. apríl 2017 10:52 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. 4. apríl 2017 22:00
Halldór: Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við orðið Íslandsmeistarar Þjálfari FH var sigurreifur eftir að hans menn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn. 4. apríl 2017 21:49
Deildarmeistararnir eiga tvo leikmenn í liði ársins Á blaðamannafundi HSÍ í hádeginu var greint frá því hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið Olís-deildar karla í vetur. 6. apríl 2017 12:15
Þessi lið mætast í úrslitakeppninni Deildarkeppni Olís-deildar karla lauk í kvöld og eftir harða baráttu í allan vetur er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. 4. apríl 2017 21:52
Úrslitakeppnin hefst klukkan 17.00 á sunnudaginn Deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta lauk í gær og það þarf ekki að bíða lengi eftir úrslitakeppninni sem hefst strax um næstu helgi. 5. apríl 2017 10:52