Bíó og sjónvarp

Baltasar gerir kvikmynd eftir spennutrylli Jo Nesbø með hjálp Bond-penna

Birgir Olgeirsson skrifar
Baltasar Kormákur hefur nóg fyrir stafni.
Baltasar Kormákur hefur nóg fyrir stafni. Vísir/EPA
Baltasar Kormákur mun framleiða og leikstýra kvikmynd sem byggð verður á væntanlegri skáldsögu norska rithöfundarins Jo Nesbø.

Greint er frá þessu á vef Deadline en þar segir að höfundar handrits kvikmyndarinnar verði þeir Neal Purvis og Robert Wade en þeir tveir hafa skrifað handrit að sex kvikmyndum um njósnarann James Bond. Myndirnar eru The World Is Not Enough, Die Another Day, Quantum of Solace, Skyfall, Spectre og þá eru þeir sagðir vera með í bígerð handrit að tuttugustu og fimmtu Bond-myndinni.

Skáldsaga Nesbø mun bera titilinn I Am Victor en Baltasar Kormákur er með myndina Adrift í bígerð og munu tökur á henni hefjast á næstunni.

Á Deadline kemur fram að ekki sé víst hvort að I Am Victor verði næst mynd hans á eftir Adrift.

I Am Victor er spennutryllir sem segir frá spilltum og sjálfselskum skilnaðarlögfræðingi. Hann er sakaður um röð hrottalegra morða og þarf að komast að hinu sanna til að hreinsa nafn sitt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.