Ögra Trump og Jinping Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2017 10:41 Kim Jong Un, Donald Trump og Xi Jinping. Vísir/AFP/Getty Enn eitt eldflaugaskotið var framkvæmt í Norður-Kóreu seint í gærkvöldi. Einum degi áður en Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, munu funda, meðal annars um kjarnorkuvopnaáætlun og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Eldflaugin, sem var skotið í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, flaug um 60 kílómetra austur frá hafnarborginni Sinpo á austurströnd landsins. Þar má finna kafbátastöð, samkvæmt Reuters. Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum. Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa náð þó nokkrum árangri með tilraunum sínum. Embættismenn í Suður-Kóreu segja eldflaugina hafa náð um 189 kílómetra hæð. Þeir telja tilganginn hafa verið tvískiptan. Annars vegar hafi nágrannar þeirra í norðri verið að fremja tilraun á getu eldflaugarinnar og hins vegar hafi markmiðið verið að senda skilaboð til Trump og Jinping. Donald Trump vill að Kínverjar beiti Norður-Kóreu efnahagslegum þrýstingi til að draga úr vopnaáætlunum ríkisins. Þá hefur ekki verið útilokað að beita hernaði gegn einræðisríkinu alræmda.Sjá einnig: Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur fordæmt tilraunaskotið og Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu hefur gert það einnig. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Bandaríkin hafa „talað nóg um Norður-Kóreu“ og hann ætlaði ekki að tjá sig frekar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35 Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40 Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29 Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00 Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54 N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Enn eitt eldflaugaskotið var framkvæmt í Norður-Kóreu seint í gærkvöldi. Einum degi áður en Donald Trump og Xi Jinping, forsetar Bandaríkjanna og Kína, munu funda, meðal annars um kjarnorkuvopnaáætlun og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu. Eldflaugin, sem var skotið í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, flaug um 60 kílómetra austur frá hafnarborginni Sinpo á austurströnd landsins. Þar má finna kafbátastöð, samkvæmt Reuters. Sameinuðu þjóðirnar hafa meinað Norður-Kóreu að gera tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkuvopn, en þrátt fyrir það hefur ríkið gert ítrekaðar tilraunir með eldflaugar og sprengt minnst fimm kjarnorkusprengjur á síðustu árum. Norður-Kóreumenn eru sagðir hafa náð þó nokkrum árangri með tilraunum sínum. Embættismenn í Suður-Kóreu segja eldflaugina hafa náð um 189 kílómetra hæð. Þeir telja tilganginn hafa verið tvískiptan. Annars vegar hafi nágrannar þeirra í norðri verið að fremja tilraun á getu eldflaugarinnar og hins vegar hafi markmiðið verið að senda skilaboð til Trump og Jinping. Donald Trump vill að Kínverjar beiti Norður-Kóreu efnahagslegum þrýstingi til að draga úr vopnaáætlunum ríkisins. Þá hefur ekki verið útilokað að beita hernaði gegn einræðisríkinu alræmda.Sjá einnig: Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur fordæmt tilraunaskotið og Utanríkisráðuneyti Suður-Kóreu hefur gert það einnig. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði Bandaríkin hafa „talað nóg um Norður-Kóreu“ og hann ætlaði ekki að tjá sig frekar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35 Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40 Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29 Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00 Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54 N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Auðga úran sem aldrei fyrr Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. 21. mars 2017 10:35
Segir óraunhæft að banna kjarnorkuvopn Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir það ekki raunsætt að setja alfarið á bann við kjarnorkuvopnum um allan heim. 27. mars 2017 23:40
Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu Að þessu sinni sprakk eldflaugin á flugi. 22. mars 2017 10:29
Spenna magnast vegna tilburða Norður-Kóreu Bandaríkin senda flugskeytabúnað til Suður-Kóreu. Öryggisráðið kallað saman til að ræða flugskeytatilraunir Norður-Kóreu. Morðið á hálfbróður Kim Jong-Un eykur spennuna og Norður-Kórea bannar Malasíumönnum að yfirgefa landið. 8. mars 2017 07:00
Kínverjar hvetja Norður Kóreumenn til að hætta öllum eldflaugatilraunum Kínverjar leggja til að Norður Kóreumenn hætti tafarlaust tilraunum sínum með eldflaugar og kjarnorkuvopn. 8. mars 2017 07:54
N-Kóreumenn hreykja sér af sögulegum árangri í þróun eldflauga Norður-Kóreumenn segja að þeir séu komnir langt í þróun eldflaugatækni og vekur það ugg meðal annarra þjóða. 19. mars 2017 16:56