Romo hættur og farinn í sjónvarpið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2017 08:30 Romo kveður Kúrekana en ekki NFL-deildina. vísir/getty Einn feitasti bitinn á leikmannamarkaðnum í NFL-deildinni, leikstjórnandinn Tony Romo, kom mörgum á óvart í gær er hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Hann átti ekki lengur framtíð fyrir sér hjá Dallas Cowboys en slegist var um þjónustu hans. Margir héldu að hann myndi fara til Denver Broncos þar sem fyrir er lið sem myndi gefa honum möguleika á að komast í Super Bowl. Hann hafði líka áhuga á að fara til Houston Texans. Ekkert varð úr því þar sem skórnir fóru upp í hillu og hann samdi við CBS-sjónvarpsstöðina þar sem hann mun lýsa NFL-leikjum með Jim Nantz. Það gerir hann á kostnað Phil Simms sem hefur verið aðalamaðurinn hjá CBS í 20 ár. Óvíst er hvað CBS gerir við hann. Romo mun líklega líka lýsa golfi fyrir CBS eftir einhvern tíma.I guess it's time to start dressing up. #CBSpic.twitter.com/GseSRiyNOo — Tony Romo (@tonyromo) April 4, 2017 „Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég fór nokkrum sinnum fram og til baka. Mér fannst þetta vera rétt ákvörðun á endanum. Eiginkona mín getur staðfest að við erum búin að ræða þetta oft fram á nótt,“ sagði Romo. Romo er að verða 37 ára gamall og hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tvö ár. Í upphafi þessa tímabils fékk nýliðinn Dak Prescott tækifæri er hann meiddist og eignaði sér leikstjórnandastöðuna hjá Kúrekunum. Hann var einstaklega hæfileikaríkur leikstjórnandi og vann marga flotta sigra með Dallas. Aftur á móti er kom út í úrslitakeppnina fór allt út um þúfur hjá honum. Romo fór fjórum sinnum í úrslitakeppnina og vann aðeins tvo leiki og það í fyrstu umferð. Hann á mörg persónuleg met en verður líklega minnst sem hæfileikaríka leikstjórnandans sem klúðraði öllu í úrslitakeppninni. Hér að neðan má sjá hans glæsilegustu endurkomusigra. NFL Mest lesið Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Einn feitasti bitinn á leikmannamarkaðnum í NFL-deildinni, leikstjórnandinn Tony Romo, kom mörgum á óvart í gær er hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Hann átti ekki lengur framtíð fyrir sér hjá Dallas Cowboys en slegist var um þjónustu hans. Margir héldu að hann myndi fara til Denver Broncos þar sem fyrir er lið sem myndi gefa honum möguleika á að komast í Super Bowl. Hann hafði líka áhuga á að fara til Houston Texans. Ekkert varð úr því þar sem skórnir fóru upp í hillu og hann samdi við CBS-sjónvarpsstöðina þar sem hann mun lýsa NFL-leikjum með Jim Nantz. Það gerir hann á kostnað Phil Simms sem hefur verið aðalamaðurinn hjá CBS í 20 ár. Óvíst er hvað CBS gerir við hann. Romo mun líklega líka lýsa golfi fyrir CBS eftir einhvern tíma.I guess it's time to start dressing up. #CBSpic.twitter.com/GseSRiyNOo — Tony Romo (@tonyromo) April 4, 2017 „Þetta var mjög erfið ákvörðun og ég fór nokkrum sinnum fram og til baka. Mér fannst þetta vera rétt ákvörðun á endanum. Eiginkona mín getur staðfest að við erum búin að ræða þetta oft fram á nótt,“ sagði Romo. Romo er að verða 37 ára gamall og hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu tvö ár. Í upphafi þessa tímabils fékk nýliðinn Dak Prescott tækifæri er hann meiddist og eignaði sér leikstjórnandastöðuna hjá Kúrekunum. Hann var einstaklega hæfileikaríkur leikstjórnandi og vann marga flotta sigra með Dallas. Aftur á móti er kom út í úrslitakeppnina fór allt út um þúfur hjá honum. Romo fór fjórum sinnum í úrslitakeppnina og vann aðeins tvo leiki og það í fyrstu umferð. Hann á mörg persónuleg met en verður líklega minnst sem hæfileikaríka leikstjórnandans sem klúðraði öllu í úrslitakeppninni. Hér að neðan má sjá hans glæsilegustu endurkomusigra.
NFL Mest lesið Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira