Hljóp fimmtíu fjallvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 09:45 Stefán í Kjósinni, þar sem leiðin yfir Svínaskarð endar. Mynd/Jón Gauti Jónsson Sextugsafmælið var 18 mars, þá kom bókin Fjallvegahlaup út. Það var veislan. Ég var svo séður að ég lét bókaútgáfuna Sölku halda upp á afmælið fyrir mig,“ segir Stefán Gíslason glaðlega. Bókin hans inniheldur lýsingar á 50 fjallvegum, ljósmyndir, kort og GPS-hnit, auk margs konar fróðleiks. Hann kveðst hafa gefið sér þessi 50 fjallvegahlaup í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Stefán er alinn upp í Gröf í Bitrufirði á Ströndum og kveðst hafa hlaupið sér til gamans frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði að hlaupa á eftir heyvagninum þegar farið var á milli túna og í smalamennskum, svo byrjaði ég að keppa og gerði það um árabil en þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að gera hlaup að lífsstíl. Mér fannst um tvennt að velja, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför, því auðvitað flýr maður ekki aldurinn. Konan mín, Björk Jóhannsdóttir, á mikið í þessu brölti með mér, því hún hefur oft keyrt mig. Fyrir bragðið fórum við út um allt land saman.“ Reglur sem Stefán setti sér voru þær að hlaupa gjarnan leiðir sem sögur væru bundnar við og minnst níu kílómetra langar. Oftast hefur hann haft félagsskap. Sumar leiðir eru honum eftirminnilegri en aðrar, vegna veðurs, fegurðar eða stemningar. Hann nefnir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Reyndalsheiði á milli Fáskrúðsfjarðar og Norðurdals Breiðdals sem dæmi. Báðar yfir 900 metrar yfir sjó og fjölbreyttar. „Svo stendur Sléttuheiði líka upp úr, milli Aðalvíkur og Hesteyrar á Vestfjörðum. Þar býr sagan og bæði gleðin og sorgin,“ segir Stefán og kveðst hafa notað veturna til að velja sér leiðir og grúska í þeim. Verið er að plana hlaup í maí í tengslum við útkomu bókarinnar. Sennilega um Svínaskarð milli Esjumela og Kjósar, sem var aðalleiðin milli Reykjavíkur og Vesturlands, áður en vegur kom um Hvalfjörð og fyrir Hafnarfjall. „Svo verð ég með fleiri hlaup í sumar. Það er ekki hægt að hætta,“ segir hlaupagikkurinn Stefán.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Sextugsafmælið var 18 mars, þá kom bókin Fjallvegahlaup út. Það var veislan. Ég var svo séður að ég lét bókaútgáfuna Sölku halda upp á afmælið fyrir mig,“ segir Stefán Gíslason glaðlega. Bókin hans inniheldur lýsingar á 50 fjallvegum, ljósmyndir, kort og GPS-hnit, auk margs konar fróðleiks. Hann kveðst hafa gefið sér þessi 50 fjallvegahlaup í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Stefán er alinn upp í Gröf í Bitrufirði á Ströndum og kveðst hafa hlaupið sér til gamans frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði að hlaupa á eftir heyvagninum þegar farið var á milli túna og í smalamennskum, svo byrjaði ég að keppa og gerði það um árabil en þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að gera hlaup að lífsstíl. Mér fannst um tvennt að velja, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför, því auðvitað flýr maður ekki aldurinn. Konan mín, Björk Jóhannsdóttir, á mikið í þessu brölti með mér, því hún hefur oft keyrt mig. Fyrir bragðið fórum við út um allt land saman.“ Reglur sem Stefán setti sér voru þær að hlaupa gjarnan leiðir sem sögur væru bundnar við og minnst níu kílómetra langar. Oftast hefur hann haft félagsskap. Sumar leiðir eru honum eftirminnilegri en aðrar, vegna veðurs, fegurðar eða stemningar. Hann nefnir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Reyndalsheiði á milli Fáskrúðsfjarðar og Norðurdals Breiðdals sem dæmi. Báðar yfir 900 metrar yfir sjó og fjölbreyttar. „Svo stendur Sléttuheiði líka upp úr, milli Aðalvíkur og Hesteyrar á Vestfjörðum. Þar býr sagan og bæði gleðin og sorgin,“ segir Stefán og kveðst hafa notað veturna til að velja sér leiðir og grúska í þeim. Verið er að plana hlaup í maí í tengslum við útkomu bókarinnar. Sennilega um Svínaskarð milli Esjumela og Kjósar, sem var aðalleiðin milli Reykjavíkur og Vesturlands, áður en vegur kom um Hvalfjörð og fyrir Hafnarfjall. „Svo verð ég með fleiri hlaup í sumar. Það er ekki hægt að hætta,“ segir hlaupagikkurinn Stefán.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning