Sjötíu hælisleitendur sendir úr landi með vasapening Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 19. apríl 2017 06:30 Hælisleitendunum er flogið heim aftur og fá þeir vasapening. Þrjátíu pláss eru eftir samkvæmt núgildandi samningi. vísir/eyþór Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðastliðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælisumsókn sína til baka. Ferðalagið heim er borgað fyrir hælisleitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhagslegan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi en eiga hefta för með einhverjum hætti, eru til dæmis vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkislögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar um að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælisleitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Fullorðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutningastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljónir króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutning 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endurnýta eða framlengja samninginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira
Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðastliðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælisumsókn sína til baka. Ferðalagið heim er borgað fyrir hælisleitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhagslegan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi en eiga hefta för með einhverjum hætti, eru til dæmis vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkislögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar um að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælisleitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Fullorðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutningastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljónir króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutning 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endurnýta eða framlengja samninginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Sjá meira
Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00