Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2017 20:45 Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Myndir af svæðinu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur. Fyrr á öldum var hann þó í alfaraleið og sagt er að Brúará taki nafn sitt af steinboga sem þar var yfir ána. Vegna konungskomunnar árið 1907 var slóðinn endurbættur og kallaður Kóngsvegur eftir það og má enn ganga hann á köflum. Gömul ljósmynd sýnir hvernig farið var á trébrú yfir gljúfrið í miðjum fossinum þegar þjóðleiðin lá þar um.Frá því Friðrik áttundi Danakonungur fór um forðum sáust fáir útlendingur við fossinn, - þar til nýlega að einhver bloggaði um staðinn og ljósmyndaði. Og síðan hefur fjandinn verið laus. Ljósmyndir tóku að birtast á netinu á hverri vefsíðunni á fætur annarri og Brúarfossi þar meðal annars líst sem fullkomnum áningarstað allan ársins hring á leiðinni að Gullfossi og Geysi. Fossinn er nú kominn á topp tíu lista yfir fegurstu fossa Íslands og á ferðasíðunni Tripadvisor er hann nú í tíunda sæti yfir það áhugaverðasta sem hægt sé að skoða í Reykjavík og í fyrsta sæti yfir náttúruskoðun, þótt hann sé 90 kílómetra í burtu. Þessi ferðahópur frá Asíu kom með litlum hópferðabíl sem lagði utan vegar við sumarbústaði. Þaðan er um 10-15 mínútna gangur um illa farna moldarslóða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Bændurnir á Efri-Reykjum og á Brekku, sem eiga landið, segja að þetta hafi byrjað að ráði í fyrrasumar en í vetur hafi orðið sprenging. Áætla má að yfir páskahelgina hafi á annað þúsund ferðamenn farið að fossinum. Sumir gista í húsbílum yfir nótt og þar sem engin eru bílastæðin verða til ný moldarstæði þar sem áður var gróðurþekja. Ein vefsíðan vísar ferðamönnum á að aka í gegnum sumarbústaðalönd og segir óþarft að taka mark á skiltum sem á stendur einkavegur og óviðkomandi umferð bönnuð. Önnur síða vísar með korti á bílastæði sumarhúsa.Þar sem áður var mjór gönguslóði er nú drullusvað.Mynd/Þorgerður Sigurðardóttir.Verstu ummerkin sjást þó á nýjum stígum sem eru að verða til þegar ferðamennirnir brjóta sér leið í gegnum skógarkjarrið og þar sem engin eru salernin er skeinipappír orðinn áberandi í rjóðrum. Mjóir og áður fáfarnir skógarstígar eru á skömmum tíma orðnir moldarsvað sem breikkar hratt og étur sífellt meira af skóginum. En nú reyna menn að grípa til varna. Bóndinn á Brekku íhugar að loka veginum um Brekkuskóg með rafmagnshliði og bóndinn á Efri Reykjum er búinn að fá þrettánhundruð þúsund króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Styrkurinn dugar þó sennilega skammt upp í það verkefni að leggja þriggja kílómetra göngustíg frá þjóðveginum og meðfram árbakkanum að fossinum.Brúarfoss í Brúará. Þar til nýlega var hann óþekktur sem ferðamannastaður.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meira má heyra um málið í umfjöllun þáttarins Reykjavík síðdegis. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Myndir af svæðinu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur. Fyrr á öldum var hann þó í alfaraleið og sagt er að Brúará taki nafn sitt af steinboga sem þar var yfir ána. Vegna konungskomunnar árið 1907 var slóðinn endurbættur og kallaður Kóngsvegur eftir það og má enn ganga hann á köflum. Gömul ljósmynd sýnir hvernig farið var á trébrú yfir gljúfrið í miðjum fossinum þegar þjóðleiðin lá þar um.Frá því Friðrik áttundi Danakonungur fór um forðum sáust fáir útlendingur við fossinn, - þar til nýlega að einhver bloggaði um staðinn og ljósmyndaði. Og síðan hefur fjandinn verið laus. Ljósmyndir tóku að birtast á netinu á hverri vefsíðunni á fætur annarri og Brúarfossi þar meðal annars líst sem fullkomnum áningarstað allan ársins hring á leiðinni að Gullfossi og Geysi. Fossinn er nú kominn á topp tíu lista yfir fegurstu fossa Íslands og á ferðasíðunni Tripadvisor er hann nú í tíunda sæti yfir það áhugaverðasta sem hægt sé að skoða í Reykjavík og í fyrsta sæti yfir náttúruskoðun, þótt hann sé 90 kílómetra í burtu. Þessi ferðahópur frá Asíu kom með litlum hópferðabíl sem lagði utan vegar við sumarbústaði. Þaðan er um 10-15 mínútna gangur um illa farna moldarslóða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Bændurnir á Efri-Reykjum og á Brekku, sem eiga landið, segja að þetta hafi byrjað að ráði í fyrrasumar en í vetur hafi orðið sprenging. Áætla má að yfir páskahelgina hafi á annað þúsund ferðamenn farið að fossinum. Sumir gista í húsbílum yfir nótt og þar sem engin eru bílastæðin verða til ný moldarstæði þar sem áður var gróðurþekja. Ein vefsíðan vísar ferðamönnum á að aka í gegnum sumarbústaðalönd og segir óþarft að taka mark á skiltum sem á stendur einkavegur og óviðkomandi umferð bönnuð. Önnur síða vísar með korti á bílastæði sumarhúsa.Þar sem áður var mjór gönguslóði er nú drullusvað.Mynd/Þorgerður Sigurðardóttir.Verstu ummerkin sjást þó á nýjum stígum sem eru að verða til þegar ferðamennirnir brjóta sér leið í gegnum skógarkjarrið og þar sem engin eru salernin er skeinipappír orðinn áberandi í rjóðrum. Mjóir og áður fáfarnir skógarstígar eru á skömmum tíma orðnir moldarsvað sem breikkar hratt og étur sífellt meira af skóginum. En nú reyna menn að grípa til varna. Bóndinn á Brekku íhugar að loka veginum um Brekkuskóg með rafmagnshliði og bóndinn á Efri Reykjum er búinn að fá þrettánhundruð þúsund króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Styrkurinn dugar þó sennilega skammt upp í það verkefni að leggja þriggja kílómetra göngustíg frá þjóðveginum og meðfram árbakkanum að fossinum.Brúarfoss í Brúará. Þar til nýlega var hann óþekktur sem ferðamannastaður.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meira má heyra um málið í umfjöllun þáttarins Reykjavík síðdegis.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira