Ekki lengur þörf á auknu eftirliti vegna hugsanlegra hryðjuverka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 15:42 "Þetta er síðasti dagurinn í dag," segir Haraldur Johannessen. vísir/vilhelm Ekki er talin þörf á að halda áfram auknu eftirliti hér á landi vegna hryðjuverka, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Eftirlit var aukið eftir árásina í Svíþjóð í byrjun mánaðar en í því fólst að sérsveitarmönnum á vakt var fjölgað og lögreglulið beðin um að vera sérstaklega á varðbergi. „Þetta er síðasti dagurinn í dag. Það var okkar mat að það væri ekki þörf á auknu eftirliti lengur heldur en var. Síðan getur það breyst snögglega, en það er ekkert sem bendir til þess núna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Haraldur segir ekkert benda til þess að ódæðisverk séu yfirvofandi, en tekur fram að lögreglan sé ávallt á varðbergi. Verklag vegna hryðjuverka hafi verið virkjað hérlendis þar sem ekki hafi verið vitað í fyrstu hverjir stóðu að baki voðaverkinu. „Við vildum að sjálfsögðu vera við öllu búin þar sem ekki lá ljóst fyrir hver hefði staðið að þessu ódæði í Stokkhólmi og hvort það beindist eitthvað út fyrir Svíþjóð og til annarra Norðurlanda,“ segir hann. Greiningardeild ríkislögreglustjóra ákvað að 7. apríl síðastliðinn að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms, þar sem fjórir létu lífið. Viðbúnaðarstig var ekki hækkað. Var því beint til lögreglunnar á Suðurnesjum að vera sérstaklega vakandi fyrir flugi frá Svíþjóð og var sérsveitarmönnum á vakt fjölgað. Þá var því beint til lögregluliða að vera á varðbergi fyrir grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi., Jafnframt fylgdist greiningardeild og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra með samskiptakerfum við erlend lögreglulið og öryggisstofnanir. Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Ekki er talin þörf á að halda áfram auknu eftirliti hér á landi vegna hryðjuverka, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Eftirlit var aukið eftir árásina í Svíþjóð í byrjun mánaðar en í því fólst að sérsveitarmönnum á vakt var fjölgað og lögreglulið beðin um að vera sérstaklega á varðbergi. „Þetta er síðasti dagurinn í dag. Það var okkar mat að það væri ekki þörf á auknu eftirliti lengur heldur en var. Síðan getur það breyst snögglega, en það er ekkert sem bendir til þess núna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Haraldur segir ekkert benda til þess að ódæðisverk séu yfirvofandi, en tekur fram að lögreglan sé ávallt á varðbergi. Verklag vegna hryðjuverka hafi verið virkjað hérlendis þar sem ekki hafi verið vitað í fyrstu hverjir stóðu að baki voðaverkinu. „Við vildum að sjálfsögðu vera við öllu búin þar sem ekki lá ljóst fyrir hver hefði staðið að þessu ódæði í Stokkhólmi og hvort það beindist eitthvað út fyrir Svíþjóð og til annarra Norðurlanda,“ segir hann. Greiningardeild ríkislögreglustjóra ákvað að 7. apríl síðastliðinn að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms, þar sem fjórir létu lífið. Viðbúnaðarstig var ekki hækkað. Var því beint til lögreglunnar á Suðurnesjum að vera sérstaklega vakandi fyrir flugi frá Svíþjóð og var sérsveitarmönnum á vakt fjölgað. Þá var því beint til lögregluliða að vera á varðbergi fyrir grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi., Jafnframt fylgdist greiningardeild og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra með samskiptakerfum við erlend lögreglulið og öryggisstofnanir.
Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10