Le Pen heitir því að halda hlífðarskildi yfir Frökkum verði hún kjörin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 23:30 Marine Le Pen, á fjöldasamkomunni í gær. Vísir/EPA Leiðtogi og forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, hefur heitið því að vernda franska kjósendur, verði hún kjörinn forseti í komandi kosningum. Ummælin lét hún falla í ræðu á fjöldasamkomu með stuðningsmönnum sínum nú á dögunum. Forkosningar fara fram í landinu næstkomandi sunnudag, 23. apríl og sýna skoðanakannanir að Le Pen, ásamt miðjumanninum Emmanuel Macron, eru líklegust til þess að fá brautargengi til þess að kljást í aðalkosningunum, sem haldnar verða 7. maí næstkomandi.Kannanir sýna að Le Pen með 23 prósent fylgi, á meðan 22 prósent segjast ætla að kjósa Macron. Það er þó ekki langt í næstu frambjóðenda, en Jean-Luc Mélenchon, forsetaframbjóðandi kommúnista og Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, mælast báðir með 19 til 21 prósent fylgi.Ég mun vernda ykkur. Það fyrsta sem ég geri sem forseti verður að koma á frönskum landamærum á ný. Ummælin vöktu mikla hrifningu stuðningsmanna hennar. Hún sakaði andstæðinga sína í kosningunum um að vera hallir undir „gegndarlausa hnattvæðingu.“ Þá sagði hún jafnframt að mikill fjöldi innflytjenda „væri ekki tækifæri fyrir Frakkland, heldur stórslys fyrir Frakkland.“Valkostirnir á sunnudag eru einfaldir. Það er valkostur á milli Frakklands sem rís aftur og Frakklands sem sekkur. Hún fór jafnframt hörðum orðum um Evrópusambandið og Schengen samstarfið og hefur hún heitið því að Frakkland muni undir hennar stjórn hætta þátttöku í hvoru tveggja. Rúmlega 400 mótmælendur mótmæltu fyrir utan tónleikahöllina þar sem Le Pen hélt fjöldasamkomu sína og varð lögregla að beita táragasi til þess að halda þeim í skefjum. Frakkland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Leiðtogi og forsetaframbjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, hefur heitið því að vernda franska kjósendur, verði hún kjörinn forseti í komandi kosningum. Ummælin lét hún falla í ræðu á fjöldasamkomu með stuðningsmönnum sínum nú á dögunum. Forkosningar fara fram í landinu næstkomandi sunnudag, 23. apríl og sýna skoðanakannanir að Le Pen, ásamt miðjumanninum Emmanuel Macron, eru líklegust til þess að fá brautargengi til þess að kljást í aðalkosningunum, sem haldnar verða 7. maí næstkomandi.Kannanir sýna að Le Pen með 23 prósent fylgi, á meðan 22 prósent segjast ætla að kjósa Macron. Það er þó ekki langt í næstu frambjóðenda, en Jean-Luc Mélenchon, forsetaframbjóðandi kommúnista og Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, mælast báðir með 19 til 21 prósent fylgi.Ég mun vernda ykkur. Það fyrsta sem ég geri sem forseti verður að koma á frönskum landamærum á ný. Ummælin vöktu mikla hrifningu stuðningsmanna hennar. Hún sakaði andstæðinga sína í kosningunum um að vera hallir undir „gegndarlausa hnattvæðingu.“ Þá sagði hún jafnframt að mikill fjöldi innflytjenda „væri ekki tækifæri fyrir Frakkland, heldur stórslys fyrir Frakkland.“Valkostirnir á sunnudag eru einfaldir. Það er valkostur á milli Frakklands sem rís aftur og Frakklands sem sekkur. Hún fór jafnframt hörðum orðum um Evrópusambandið og Schengen samstarfið og hefur hún heitið því að Frakkland muni undir hennar stjórn hætta þátttöku í hvoru tveggja. Rúmlega 400 mótmælendur mótmæltu fyrir utan tónleikahöllina þar sem Le Pen hélt fjöldasamkomu sína og varð lögregla að beita táragasi til þess að halda þeim í skefjum.
Frakkland Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira