Frakkland

Fréttamynd

Leggur til að frí­dögum verði fækkað um tvo

François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, hefur lagt til að tveir hátíðisdagar verði venjulegir vinnudagar. Tillagan var lögð fram samhliða fjárlögum ársins 2026 og endurspeglra viðleitni til að auka framleiðni og draga úr skuldasöfnun ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðurs­orðu Frakka

Gisèle Pelicot verður sæmd Heiðursorðunni, æðstu heiðursorðu Frakka, á mánudag auk 588 annarra. Pelicot öðlaðist heimsfrægð þegar hún bar vitni í réttarhöldum yfir manni sínum og tugum annarra manna vegna hópnauðgunar hennar.

Erlent
Fréttamynd

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Erlent
Fréttamynd

Súrrealísk upp­lifun í prinsessuleik í Ver­sölum

„Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, betur þekkt sem Heiða. Hún skellti sér á mjög svo einstakan viðburð í Versölum fyrir utan París nú á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Stálu senunni í París

Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hyggst eftir­láta á annað hundrað börnum sínum Telegram-auðinn

Pavel Durov, stofnandi samskiptaforritsins Telegram, segir að öll þau rúmlega hundrað börn sem hann hafi feðrað í gegnum árin muni skipta jafnt með sér auðæfum hans að honum gengnum. Auður Durovs er nú metinn á tæplega 14 milljarða bandaríkjadala, rúmlega 1.700 milljarða króna.

Erlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráð­herrar funda um Íran í Genf

Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið.

Erlent
Fréttamynd

Frönsk kona grunuð um að bana dóttur sinni og eigin­manni

Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Frakk­lands­for­seti heim­sækir Græn­land

Emmanuel Macron Frakklandsforseti fer í heimsókn til Grænlands í boði landstjórnarinnar í sumar. Utanríkisráðherra landstjórnarinnar heimsótti París í maí og bauð þar frönskum ráðamönnum til Grænlands.

Erlent
Fréttamynd

Fögnuðu með skrúð­göngu í skugga ó­eirða

Þrátt fyrir óeirðir í París á laugardagskvöld þar sem tveir létust og vel yfir fimm hundruð voru handteknir hélt Paris Saint-Germain skrúðgöngu í gær þar sem liðið fagnaði Meistaradeildartitlinum. Hátíðarhöldin fóru að mestu vel fram en minniháttar ofbeldi braust út og lögreglan beitti táragasi. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hjónaerjur í opin­berri heim­sókn Macrons

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og eiginkona hans Brigitte virðast hafa verið fönguð á filmu í einhverskonar rifrildi við lendingu hjónanna í Víetnam í morgun. Þegar dyrnar að forsetaflugvélinni voru opnaðar sást Brigitte ýta eða slá í andlit forsetans með báðum höndum.

Erlent
Fréttamynd

Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum

Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes opinberuðu í morgun nýja reglu um að leikarar sem hafa verið sakaðir um kynferðislegt ofbeldi, megi ekki ganga eftir rauða dreglinum. Reglan nýja snýr beint að franska leikaranum Théo Navarro-Mussy, sem leikur í Dossier 137.

Lífið
Fréttamynd

Sendi ræningjunum skýr skila­boð þakin demöntum

Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dómsal í París fyrr í vikunni þar sem hún mætti mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Hún sendi þeim skýr skilaboð með því að mæta þakin demöntum að andvirði sjö milljón dollara.

Lífið
Fréttamynd

Mætir ræningjunum í fyrsta sinn

Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dag í dómsal í París þar sem hún mætir mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Kardashian hefur sagt frá því að hún hafi verið sannfærð um að hún myndi deyja og segir ránið hafa haft gífurlega mikil og slæm áhrif á hana.

Erlent