Aukið eftirlit vegna tilrauna til að tæla börn upp í bíl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. apríl 2017 18:30 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði Karlmaður reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Níu slík tilvik hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á síðustu fjórum vikum og þar af fimm í Hafnarfirði. Faðir drengsins segir hann hafa brugðist hárrétt við. Drengurinn var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur, hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Atvikið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum. Drengurinn lýsti manninum sem þrekvöxnum karlmanni í kringum fimmtugt með skegg. Atvikið í gær er ekki það fyrsta sem kemur upp í hverfinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að fimm mál hafi komið upp í Hafnarfirði á síðustu fórum vikum þar sem tilkynnt hefur verið um tilraun til að reyna tæla barn upp í bíl. Málin séu níu á höfuðborgarsvæðinu. Enginn hafi verið handtekinn vegna málanna en rætt hafi verið við einn mann sem talinn er eiga aðild að einhverjum málanna. „Sem við teljum að eigi allavega tvær tilkynningar hér í Hafnarfirði og eitthvað annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur komið við sögu áður í svipuðum málum,“ segir Margeir og bætir við að lögreglan hafi aukið eftirlit á þeim svæðum sem tilkynningarnar hafa borist frá. Margeir segir að rannsókn málsins sem kom upp á Völlunum í gær sé í fullum gangi. Tengdar fréttir Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. 16. apríl 2017 13:45 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Karlmaður reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl til sín á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Níu slík tilvik hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á síðustu fjórum vikum og þar af fimm í Hafnarfirði. Faðir drengsins segir hann hafa brugðist hárrétt við. Drengurinn var á leið heim til vinar síns þegar atvikið átti sér stað á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði. Faðir drengsins, sem ekki vill koma fram undir nafni drengsins vegna, segir hann hafa brugðist hárrétt við. „Hann var að fara að hlaupa til vinar síns. Við búum á Völlunum í Hafnarfirði en vinur hans býr í Áslandinu. Þetta gerist neðst í götunni okkar. Það er maður á vinnubíl sem reynir að lokka hann til sín og segist vera með fullt af nammi í bílnum og fartölvur, hvort hann vilji ekki koma til sín. Sem betur fer brást hann hárrétt við og hljóp eins og fætur toguðu upp í Ásland,“ segir faðir drengsins. Atvikið var tilkynnt til lögreglu skömmu síðar sem tók skýrslu af drengnum. Drengurinn lýsti manninum sem þrekvöxnum karlmanni í kringum fimmtugt með skegg. Atvikið í gær er ekki það fyrsta sem kemur upp í hverfinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, segir að fimm mál hafi komið upp í Hafnarfirði á síðustu fórum vikum þar sem tilkynnt hefur verið um tilraun til að reyna tæla barn upp í bíl. Málin séu níu á höfuðborgarsvæðinu. Enginn hafi verið handtekinn vegna málanna en rætt hafi verið við einn mann sem talinn er eiga aðild að einhverjum málanna. „Sem við teljum að eigi allavega tvær tilkynningar hér í Hafnarfirði og eitthvað annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur komið við sögu áður í svipuðum málum,“ segir Margeir og bætir við að lögreglan hafi aukið eftirlit á þeim svæðum sem tilkynningarnar hafa borist frá. Margeir segir að rannsókn málsins sem kom upp á Völlunum í gær sé í fullum gangi.
Tengdar fréttir Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. 16. apríl 2017 13:45 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Reyndi að lokka níu ára dreng upp í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú nokkur slík mál. 16. apríl 2017 13:45