Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 15. apríl 2017 19:29 Óskar Bjarni og strákarnir hans eru komnir í undanúrslit. vísir/anton Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. „Eyjamenn eru með flott lið og þessi leikur var stórkostlegur. Þeir virtust alltaf vera skrefi á undan en svo komumst við einu marki yfir og setjum pressuna á Eyjamenn og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Óskar Bjarni eftir leik. Valsmenn hafa yfirleitt verið undir mestmegnis af leikjunum, var það planið í dag að vera nokkrum undir og eiga nóg eftir á lokamínútunum? „Já, það var þannig, mér fannst við vera verri í fyrsta leiknum en við viljum alveg vera 2-3 mörkum undir í hálfleik, það er allt í lagi en þeir eru svo fljótir að fara í í 6-7. Þetta snýst stundum um að reyna að halda ró og halda í þá, þó það þýði ekki endilega að þú vinnir þá þannig,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum betri varnarleik í seinni hálfleik, það er erfitt að spila á móti sjö sóknarmönnum, mér finnst þeir útfæra það mjög vel. Þeir eru með menn sem geta skorað úr öllum stöðum, það kom smá neisti í okkur þegar við fáum rauða spjaldið.“ Margir Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag og markvarslan í seinni hálfleik var mjög léleg sem Valsmenn nýttu sér. „Við skutum nokkuð vel, ég hélt að Stephen myndi loka þessu þegar hann kom aftur inn. Kolli átti nokkrar góðar vörslur en Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag, 45 ára eitthvað svoleiðis. Hann verður bara betri og betri ef hann fær að spila hálftíma og hálftíma,“ sagði Óskar Bjarni. Fyrirfram var ÍBV talið sigurstranglegra liðið og sagði Óskar að það hefði hentað sínu liði ágætlega. „Það er oft erfitt fyrir okkur Íslendingana að vera í þessari stöðu, ÍBV var að mínu mati liðið sem þurfti að fara í gegnum hvort það sem það var í 8-liða eða undanúrslitum. Það er þægilegra að þurfa bara að vinna þá tvisvar og eru líklega með sterkasta byrjunarliðið,“ sagði Óskar Bjarni. „Þeir voru rosa heitir fyrir úrslitakeppnina þannig að þetta var enginn draumur, ég skal viðurkenna það. Fyrir okkur er þetta líka erfitt andlega því við erum að fara í undanúrslit Evrópukeppni næsta laugardag. Þetta er skemmtilegt vandamál sem við erum að glíma við.“ Óskar Bjarni sagði að hann hefði þegið þetta fyrir mót. „Að sjálfsögðu, við getum oft verið sjálfum okkur verstir en þegar við náum að halda planinu okkar þá erum við mjög góðir,“ sagði þjálfarinn. Josip Juric Grgic fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleik en það virtist gefa gestunum byr undir báða vængi. „Ég sá ekki brotið hjá honum þannig að ég get ekki tjáð mig um það en við höfum góða breidd. Alex kom sterkur inn, við áttum Anton til að koma vinstra megin og við eigum Ými inni. Það er oft óþægilegt fyrir liðin þegar hitt liðið fær rautt spjald og ég held að orkan fari ef eitthvað er til okkar þegar þetta gerist,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. „Eyjamenn eru með flott lið og þessi leikur var stórkostlegur. Þeir virtust alltaf vera skrefi á undan en svo komumst við einu marki yfir og setjum pressuna á Eyjamenn og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Óskar Bjarni eftir leik. Valsmenn hafa yfirleitt verið undir mestmegnis af leikjunum, var það planið í dag að vera nokkrum undir og eiga nóg eftir á lokamínútunum? „Já, það var þannig, mér fannst við vera verri í fyrsta leiknum en við viljum alveg vera 2-3 mörkum undir í hálfleik, það er allt í lagi en þeir eru svo fljótir að fara í í 6-7. Þetta snýst stundum um að reyna að halda ró og halda í þá, þó það þýði ekki endilega að þú vinnir þá þannig,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum betri varnarleik í seinni hálfleik, það er erfitt að spila á móti sjö sóknarmönnum, mér finnst þeir útfæra það mjög vel. Þeir eru með menn sem geta skorað úr öllum stöðum, það kom smá neisti í okkur þegar við fáum rauða spjaldið.“ Margir Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag og markvarslan í seinni hálfleik var mjög léleg sem Valsmenn nýttu sér. „Við skutum nokkuð vel, ég hélt að Stephen myndi loka þessu þegar hann kom aftur inn. Kolli átti nokkrar góðar vörslur en Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag, 45 ára eitthvað svoleiðis. Hann verður bara betri og betri ef hann fær að spila hálftíma og hálftíma,“ sagði Óskar Bjarni. Fyrirfram var ÍBV talið sigurstranglegra liðið og sagði Óskar að það hefði hentað sínu liði ágætlega. „Það er oft erfitt fyrir okkur Íslendingana að vera í þessari stöðu, ÍBV var að mínu mati liðið sem þurfti að fara í gegnum hvort það sem það var í 8-liða eða undanúrslitum. Það er þægilegra að þurfa bara að vinna þá tvisvar og eru líklega með sterkasta byrjunarliðið,“ sagði Óskar Bjarni. „Þeir voru rosa heitir fyrir úrslitakeppnina þannig að þetta var enginn draumur, ég skal viðurkenna það. Fyrir okkur er þetta líka erfitt andlega því við erum að fara í undanúrslit Evrópukeppni næsta laugardag. Þetta er skemmtilegt vandamál sem við erum að glíma við.“ Óskar Bjarni sagði að hann hefði þegið þetta fyrir mót. „Að sjálfsögðu, við getum oft verið sjálfum okkur verstir en þegar við náum að halda planinu okkar þá erum við mjög góðir,“ sagði þjálfarinn. Josip Juric Grgic fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleik en það virtist gefa gestunum byr undir báða vængi. „Ég sá ekki brotið hjá honum þannig að ég get ekki tjáð mig um það en við höfum góða breidd. Alex kom sterkur inn, við áttum Anton til að koma vinstra megin og við eigum Ými inni. Það er oft óþægilegt fyrir liðin þegar hitt liðið fær rautt spjald og ég held að orkan fari ef eitthvað er til okkar þegar þetta gerist,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30
Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08