Danir reyna að verjast trukkaárásum með steinsteyptum tálmum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 13:00 Miðbær Kaupmannahafnar. vísir/getty Danir hafa stillt upp steinsteyptum tálmum víða um miðborg Danmerkur en tilgangurinn með þeim er að vernda gangandi vegfarendur fyrir hryðjuverkamönnum sem nota stór ökutæki sem drápstæki. Niðurstöður árekstrarprófana hafa þó valdið vonbrigðum. Samkvæmt Jyllands Posten hefur mönnum nú orðið ljóst að tálmarnir veita ekki þá vernd sem þeim er ætlað. Fjórir létust í árás í Stokkhólmi síðustu helgi.vísir/getty39 ára gamall Úsbeki er grunaður um að hafa orðið fjórum að bana með því að hafa ekið vörubifreið inn í mannþvögu á Dronninggatan, stærstu verslunargötu Stokkhólms um síðustu helgi. Þá létust fimm manns í Lundúnum í síðasta mánuði er sama aðferð var notuð á Westminster-brúnni nálægt þinghúsinu. Í desember síðastliðnum ók maður vörubíl á jólamarkað í Berlín og varð tólf manns að bana. 86 létu lífið í Nice síðasta sumar þegar hryðjuverkamaður ók nítján tonna vöruflutningabíl á vegfarendur á Promenade des Anglais, vinsælli göngugötu meðfram ströndinni. Í árekstrarprófununum var tíu tonna vörubifreið ekið á 50 kílómetra hraða á 2,4 tonna þunga tálma. Kom í ljós að þeir færðust að minnsta kosti 25 metra úr stað við áreksturinn. „Ekkert – ekki einu sinni steinsteyptir tálmar á götum úti – getur hindrað óðan mann í að keyra bíl upp á gangstéttir í Kaupmannahöfn,“ sagði Peter Dahl, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn í samtali við Jyllands Posten.Steinsteyptum tálmum komið fyrir á jólamarkaðnum við Breitscheidplatz torg í Berlín er hann var opnaður á ný eftir árásina þann 22. desember.vísir/gettySteinsteypta tálma, á borð við þá sem komið hefur verið fyrir í auknum mæli í Kaupmannahöfn, má víða finna þar sem öryggisgæsla er mikil. Til að mynda er verðbréfahöllin í New York afgirt með massífum tálmum og stæðilega tálma er einnig að finna við þinghúsið í Lundúnum. Árásin á jólamarkaðinn í Berlín í desember síðastliðnum varð til þess að Bretar hrundu af stað áætlun til þess að koma í veg fyrir mannfall ef sambærilega árás bæri að garði. Steinsteyptum tálmum var komið fyrir víða á mannmörgum stöðum, til dæmis á jólamörkuðum í stórum borgum á Bretlandseyjum. Fulltrúi almannaöryggissviðs í Bretlandi fullyrti í samtali við BBC í desember síðastliðnum, eftir árásina í Berlín, að aðgerðir Breta gerðu það að verkum að Bretland væri umtalsvert betur í stakk búið til þess að verjast vörubifreiðaárásum en önnur ríki Evrópu. Aðeins þremur mánuðum síðar var árás gerð við þinghúsið í Lundúnum af ökumanni á vörubifreið. Bifreið ökumannsins stöðvaðist eftir að hann hafði ekið á grindverk umhverfis þinghúsið og hraðaði hann sér þá út úr bílnum og réðst á lögregluþjón með hníf. Eftir árásina við Westminster var steyptum tálmum meðal annars komið fyrir umhverfis Buckingham-höll.Á myndbandinu hér að neðan má sjá árekstrarprófanirnar en þær voru framkvæmdar af þýska fyrirtækinu MDR Umschau. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Danir hafa stillt upp steinsteyptum tálmum víða um miðborg Danmerkur en tilgangurinn með þeim er að vernda gangandi vegfarendur fyrir hryðjuverkamönnum sem nota stór ökutæki sem drápstæki. Niðurstöður árekstrarprófana hafa þó valdið vonbrigðum. Samkvæmt Jyllands Posten hefur mönnum nú orðið ljóst að tálmarnir veita ekki þá vernd sem þeim er ætlað. Fjórir létust í árás í Stokkhólmi síðustu helgi.vísir/getty39 ára gamall Úsbeki er grunaður um að hafa orðið fjórum að bana með því að hafa ekið vörubifreið inn í mannþvögu á Dronninggatan, stærstu verslunargötu Stokkhólms um síðustu helgi. Þá létust fimm manns í Lundúnum í síðasta mánuði er sama aðferð var notuð á Westminster-brúnni nálægt þinghúsinu. Í desember síðastliðnum ók maður vörubíl á jólamarkað í Berlín og varð tólf manns að bana. 86 létu lífið í Nice síðasta sumar þegar hryðjuverkamaður ók nítján tonna vöruflutningabíl á vegfarendur á Promenade des Anglais, vinsælli göngugötu meðfram ströndinni. Í árekstrarprófununum var tíu tonna vörubifreið ekið á 50 kílómetra hraða á 2,4 tonna þunga tálma. Kom í ljós að þeir færðust að minnsta kosti 25 metra úr stað við áreksturinn. „Ekkert – ekki einu sinni steinsteyptir tálmar á götum úti – getur hindrað óðan mann í að keyra bíl upp á gangstéttir í Kaupmannahöfn,“ sagði Peter Dahl, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn í samtali við Jyllands Posten.Steinsteyptum tálmum komið fyrir á jólamarkaðnum við Breitscheidplatz torg í Berlín er hann var opnaður á ný eftir árásina þann 22. desember.vísir/gettySteinsteypta tálma, á borð við þá sem komið hefur verið fyrir í auknum mæli í Kaupmannahöfn, má víða finna þar sem öryggisgæsla er mikil. Til að mynda er verðbréfahöllin í New York afgirt með massífum tálmum og stæðilega tálma er einnig að finna við þinghúsið í Lundúnum. Árásin á jólamarkaðinn í Berlín í desember síðastliðnum varð til þess að Bretar hrundu af stað áætlun til þess að koma í veg fyrir mannfall ef sambærilega árás bæri að garði. Steinsteyptum tálmum var komið fyrir víða á mannmörgum stöðum, til dæmis á jólamörkuðum í stórum borgum á Bretlandseyjum. Fulltrúi almannaöryggissviðs í Bretlandi fullyrti í samtali við BBC í desember síðastliðnum, eftir árásina í Berlín, að aðgerðir Breta gerðu það að verkum að Bretland væri umtalsvert betur í stakk búið til þess að verjast vörubifreiðaárásum en önnur ríki Evrópu. Aðeins þremur mánuðum síðar var árás gerð við þinghúsið í Lundúnum af ökumanni á vörubifreið. Bifreið ökumannsins stöðvaðist eftir að hann hafði ekið á grindverk umhverfis þinghúsið og hraðaði hann sér þá út úr bílnum og réðst á lögregluþjón með hníf. Eftir árásina við Westminster var steyptum tálmum meðal annars komið fyrir umhverfis Buckingham-höll.Á myndbandinu hér að neðan má sjá árekstrarprófanirnar en þær voru framkvæmdar af þýska fyrirtækinu MDR Umschau.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29
Lögreglan í London birtir mynd af árásarmanninum Khalid Masood varð fjórum að bana í árás fyrir utan breska þingið á miðvikudag. 24. mars 2017 14:59
Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00