Stórveldi hyggjast ekki beita Rússa þvingunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Utanríkisráðherrar Japans, Þýskalands og Bretlands sjást hér á bak við Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. vísir/epa G7 ríkin höfnuðu í gær tillögu Breta um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna stuðnings þeirra við ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi. Var krafan sett fram í kjölfar efnavopnaárásar á bæinn Khan Sheikhoun sem talið er að sýrlenski herinn hafi staðið að. Alls féllu 89 í árásinni. Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands, Japans, Ítalíu, Þýskalands, Frakklands og Kanada, auk Evrópusambandsins, funduðu á Ítalíu í gær. Angelino Alfano, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði ríkin frekar vilja leysa úr deilunni með diplómatískum hætt. „Við teljum Rússa hafa það vogarafl sem þarf til að fá Assad til að standa við vopnahléssamninga sem hafa verið gerðir,“ sagði Alfano. Í kjölfar efnavopnaárásarinnar réðust Bandaríkjamenn á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Talið er að efnavopnaárásarliðið hafi flogið þaðan og til Khan Sheikhoun. Var 59 Tomahawk-eldflaugum skotið á flugvöllinn. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um gagnárásina í gær. Sagði hann að árásin hefði ónýtt töluvert af eldsneytis- og skotfærabirgðum Sýrlandshers, skaðað loftvarnarkerfi þeirra og eyðilagt fimmtung herflugvéla. Á blaðamannafundi í gær sagði Tillerson að sú árás hefði verið nauðsynleg til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. „Við viljum ekki að efnavopnabúr sýrlenska hersins falli í hendur ISIS eða annarra hryðjuverkasamtaka sem gætu viljað ráðast á Bandaríkin eða bandamenn okkar,“ sagði Tillerson. „Bandaríkin sjá ekki fyrir sér að ríkisstjórn Assads geti setið lengur þar sem hún hefur tapað réttmæti sínu með þessum árásum,“ sagði hann enn fremur. Um helgina tók Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í sama streng og sagði Bandaríkin vilja koma Assad frá. Sama dag sagði Tillerson það ekki forgangsatriði. Aðalatriðið væri að sigrast á ISIS. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta virðist því hafa skipt um skoðun. Sjálfur sagði Trump áður en hann tók við embætti að Bandaríkin ættu ekki að standa að því að koma fleiri leiðtogum Mið-Austurlanda frá völdum. Eftir fundinn á Ítalíu hélt Tillerson til Moskvu til fundar við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Greinandi BBC segir ólíklegt að Tillerson takist að fá Rússa til að snúa baki við Assad þar sem Sýrlendingar eru helstu bandamenn Rússa í Mið-Austurlöndum. Einnig hafi Rússar varið miklum tíma og fé í stuðning sinn við Assad. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
G7 ríkin höfnuðu í gær tillögu Breta um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna stuðnings þeirra við ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi. Var krafan sett fram í kjölfar efnavopnaárásar á bæinn Khan Sheikhoun sem talið er að sýrlenski herinn hafi staðið að. Alls féllu 89 í árásinni. Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna, Bandaríkjanna, Bretlands, Japans, Ítalíu, Þýskalands, Frakklands og Kanada, auk Evrópusambandsins, funduðu á Ítalíu í gær. Angelino Alfano, utanríkisráðherra Ítalíu, sagði ríkin frekar vilja leysa úr deilunni með diplómatískum hætt. „Við teljum Rússa hafa það vogarafl sem þarf til að fá Assad til að standa við vopnahléssamninga sem hafa verið gerðir,“ sagði Alfano. Í kjölfar efnavopnaárásarinnar réðust Bandaríkjamenn á Shayrat-herflugvöllinn í Sýrlandi. Talið er að efnavopnaárásarliðið hafi flogið þaðan og til Khan Sheikhoun. Var 59 Tomahawk-eldflaugum skotið á flugvöllinn. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um gagnárásina í gær. Sagði hann að árásin hefði ónýtt töluvert af eldsneytis- og skotfærabirgðum Sýrlandshers, skaðað loftvarnarkerfi þeirra og eyðilagt fimmtung herflugvéla. Á blaðamannafundi í gær sagði Tillerson að sú árás hefði verið nauðsynleg til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. „Við viljum ekki að efnavopnabúr sýrlenska hersins falli í hendur ISIS eða annarra hryðjuverkasamtaka sem gætu viljað ráðast á Bandaríkin eða bandamenn okkar,“ sagði Tillerson. „Bandaríkin sjá ekki fyrir sér að ríkisstjórn Assads geti setið lengur þar sem hún hefur tapað réttmæti sínu með þessum árásum,“ sagði hann enn fremur. Um helgina tók Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, í sama streng og sagði Bandaríkin vilja koma Assad frá. Sama dag sagði Tillerson það ekki forgangsatriði. Aðalatriðið væri að sigrast á ISIS. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta virðist því hafa skipt um skoðun. Sjálfur sagði Trump áður en hann tók við embætti að Bandaríkin ættu ekki að standa að því að koma fleiri leiðtogum Mið-Austurlanda frá völdum. Eftir fundinn á Ítalíu hélt Tillerson til Moskvu til fundar við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Greinandi BBC segir ólíklegt að Tillerson takist að fá Rússa til að snúa baki við Assad þar sem Sýrlendingar eru helstu bandamenn Rússa í Mið-Austurlöndum. Einnig hafi Rússar varið miklum tíma og fé í stuðning sinn við Assad.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Sean Spicer segir Hitler skárri en Assad vegna þess að hann hafi ekki notað efnavopn Blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, virðist hafa gleymt dauða þeirra milljóna gyðinga, sem létust af hendi efnavopna gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, á blaðamannafundi í dag. 11. apríl 2017 19:58
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent