Juventus er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 3-0 sigur á Barcelona í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum í kvöld. Frábær og sannfærandi sigur hjá Ítalíumeisturunum á móti Spánarmeisturunum.
Paulo Dybala hóf veisluna með marki á 7. mínútu leiksins þegar hann skoraði úr kyrrstöðu í teignum eftir sendingu frá Juan Cuadrado. Skömmu áður átti Gonzalo Higuaín skalla beint á markið eftir fast leikatriði en Juventus-liðið byrjaði vel.
Dybala bætti öðru marki sínu við og öðru marki heimamanna á 22. mínútu þegar hann afgreiddi boltann frábærlega í netið með viðstöðulausu skoti úr teignum. Staðan 2-0 í hálfleik.
Barcelona sótti í seinni hálfleik en komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn Juventus. Giorgio Chiellini kom heimamönnum svo í 3-0 með skallamarki eftir hornspyrnu og þar við sat, 3-0.
Það er auðvitað ekki hægt að afskrifa Barcelona en liðið tapaði eins og allir vita, 4-0, á móti Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum. Barcelona svaraði því með 6-1 sigri á heimavelli.
Juventus í frábærum málum eftir 3-0 sigur á Börsungum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn


Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn