Deilt um borðbúnað í Brautarholti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. apríl 2017 07:51 "Það hljómar dálítið sérstakt að kaupa eigi borðbúnað af Kvenfélagi Skeiðahrepps sem félagið ætlar væntanlega að nýta sér áfram í sinni fjáröflun." vísir/magnús hlynur Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samþykkt að kaupa borðbúnað og skápa af kvenfélagi Skeiðahrepps fyrir 1,75 milljónir króna í félagsheimilið og leikskólann Brautarholt. Kvenfélagið vildi tæplega 2,7 milljónir króna fyrir leirtauið en fulltrúi F-listans sagði kaupin sæta furðu meðal annars því félagið hafi sjálft afnot af borðbúnaðnum. Tveir fulltrúar F-listans greiddu atkvæði á móti kaupunum. „Það verður að teljast hæpið að sveitarfélagið sé að leggja í kostnað sem þennan þar sem veitingarrekstur telst varla til þeirrar starfsemi sem sveitarfélagið á að standa í, það sama má í raun segja um ýmsa aðra starfsemi sem rekin er í eigum sveitarfélagsins þar sem skattgreiðendur hafa verið að greiða með rekstri einstaklinga,“ sagði Gunnar Örn Marteinsson, fulltrúi F-listans framsýnar og uppbyggingar, í bókun sinni. Þá sagði Gunnar engan skort vera á borðbúnaði. „Það hljómar dálítið sérstakt að kaupa eigi borðbúnað af Kvenfélagi Skeiðahrepps sem félagið ætlar væntanlega að nýta sér áfram í sinni fjáröflun, bent hefur verið á að stundum séu haldin ættarmót í húsinu og þá sé þörf á auknum borðbúnaði umfram það sem til er á staðnum. Slík starfsemi stendur varla undir kostnaði hjá sveitarfélaginu og spurning hvernig hún fer saman með rekstri leikskólans.“ Sveitarstjórnin samþykkti að endingu, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að kaupa leirtau og skápa af kvenfélaginu á 1.750.000. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur samþykkt að kaupa borðbúnað og skápa af kvenfélagi Skeiðahrepps fyrir 1,75 milljónir króna í félagsheimilið og leikskólann Brautarholt. Kvenfélagið vildi tæplega 2,7 milljónir króna fyrir leirtauið en fulltrúi F-listans sagði kaupin sæta furðu meðal annars því félagið hafi sjálft afnot af borðbúnaðnum. Tveir fulltrúar F-listans greiddu atkvæði á móti kaupunum. „Það verður að teljast hæpið að sveitarfélagið sé að leggja í kostnað sem þennan þar sem veitingarrekstur telst varla til þeirrar starfsemi sem sveitarfélagið á að standa í, það sama má í raun segja um ýmsa aðra starfsemi sem rekin er í eigum sveitarfélagsins þar sem skattgreiðendur hafa verið að greiða með rekstri einstaklinga,“ sagði Gunnar Örn Marteinsson, fulltrúi F-listans framsýnar og uppbyggingar, í bókun sinni. Þá sagði Gunnar engan skort vera á borðbúnaði. „Það hljómar dálítið sérstakt að kaupa eigi borðbúnað af Kvenfélagi Skeiðahrepps sem félagið ætlar væntanlega að nýta sér áfram í sinni fjáröflun, bent hefur verið á að stundum séu haldin ættarmót í húsinu og þá sé þörf á auknum borðbúnaði umfram það sem til er á staðnum. Slík starfsemi stendur varla undir kostnaði hjá sveitarfélaginu og spurning hvernig hún fer saman með rekstri leikskólans.“ Sveitarstjórnin samþykkti að endingu, með þremur atkvæðum gegn tveimur, að kaupa leirtau og skápa af kvenfélaginu á 1.750.000.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira