Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. apríl 2017 23:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. „Það eru líkur á því að það verði flýtt fyrir einhverjum hluta,“ er haft eftir bandarískum embættismanni í frétt Reuters. „Eitthvað sem er nú þegar búið að undirbúa og er fullmótað.“ Til að mynda gætu bandarísk hernaðaryfirvöld sent fleiri skip og flugvélar á svæðið. Nú þegar hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskipið USS Carl Vinson og fylgiskip þess. Þá bættist kjarnorkukafbáturinn USS Michigan í flotann á dögunum en um borð í honum eru 154 Tomahawk flugskeyti og sextíu sérsveitarmenn.Vilja stöðva allar tilraunir Greint var frá því í vikunni að Bandaríkin hygðust herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-K‘oreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi með það að markmiði að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir ríkisins. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Stjórnvöld Kína hafa varað stjórnendur Norður-Kóreu við því að framkvæma frekari kjarnorkuvopnatilraunir. Ef það yrði gert myndu Kínverjar beita einræðisríkið viðskiptaþvingunum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea framkvæmir enn eina eldflaugatilraunina Hernaðaryfirvöld í Norður-Kóreu reyndu í dag að sprengja flugskeyti í tilraunarskyni en án árangurs. 28. apríl 2017 21:54 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. „Það eru líkur á því að það verði flýtt fyrir einhverjum hluta,“ er haft eftir bandarískum embættismanni í frétt Reuters. „Eitthvað sem er nú þegar búið að undirbúa og er fullmótað.“ Til að mynda gætu bandarísk hernaðaryfirvöld sent fleiri skip og flugvélar á svæðið. Nú þegar hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskipið USS Carl Vinson og fylgiskip þess. Þá bættist kjarnorkukafbáturinn USS Michigan í flotann á dögunum en um borð í honum eru 154 Tomahawk flugskeyti og sextíu sérsveitarmenn.Vilja stöðva allar tilraunir Greint var frá því í vikunni að Bandaríkin hygðust herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-K‘oreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi með það að markmiði að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir ríkisins. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Þá hafa yfirvöld framkvæmt fimm kjarnorkutilraunir á undanförnum árum auk þess sem eldflaugum hefur ítrekað verið skotið á loft. Stjórnvöld Kína hafa varað stjórnendur Norður-Kóreu við því að framkvæma frekari kjarnorkuvopnatilraunir. Ef það yrði gert myndu Kínverjar beita einræðisríkið viðskiptaþvingunum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea framkvæmir enn eina eldflaugatilraunina Hernaðaryfirvöld í Norður-Kóreu reyndu í dag að sprengja flugskeyti í tilraunarskyni en án árangurs. 28. apríl 2017 21:54 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Norður-Kórea framkvæmir enn eina eldflaugatilraunina Hernaðaryfirvöld í Norður-Kóreu reyndu í dag að sprengja flugskeyti í tilraunarskyni en án árangurs. 28. apríl 2017 21:54