Ómar Örn: Þeir bara góla á mig og ég hlýði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2017 16:30 Ómar Örn Sævarsson átti frábæran leik þegar Grindavík vann góðan sigur á KR í Röstinni í gærkvöldi og tryggði sér þar með oddaleik í lokarimmunni í Domino's-deild karla um Íslandsmeistaratitilinn. Sá leikur fer fram á sunnudagskvöld. Ómar Örn var gestur í Körfuboltakvöldi eftir leik og fór á kostum í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann fer yfir sinn þátt í leiknum, sem var afar mikilvægur, og ræðir stöðu Grindavíkur liðsins í rimmunni. Hann sló einnig á létta strengi þegar kom að því að ræða hans hlutverk í liði Grindavíkur. „Ég held að það sé alveg rosalega langt síðan að ég hef haft jafn gaman að því að spila körfubolta,“ sagði Ómar Örn. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég er ekkert gáfaðasti körfuboltamaður sem uppi hefur verið. Það er gólað á mig á hliðarlínunni, hvort ég eigi að fara upp eða undir eða eitthvað svoleiðis.“ „Ég veit ekkert af hverju Jóhann [Þór Ólafsson, þjálfari] eða Lalli [Þorleifur Ólafsson, fyrirliði] eru að ákveða þessi kerfi. Þeir bara góla á mig og ég hlýði bara. Þetta er eins og að spila tölvuleik.“ Ómar Örn fékk skurð rétt fyrir ofan auga í leiknum og þurfti að fá myndarlegan vafning um höfuðið til að stöðva blæðinguna. „Ég er að sjá þetta í fyrsta sinn. Þetta er flott og felur kollvikin,“ sagði Ómar enn frekar. Viðtalið allt má sjá í efst í fréttinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-66 | Grindvíkingar náðu fram oddaleik Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR sem verður Íslandsmeistari með sigri í kvöld. 27. apríl 2017 21:45 KR-ingar vilja fá fleiri í húsið en árið 2009 KR-ingar eru komnir á fullt í undirbúningi fyrir oddaleikinn í Dominos-deild karla sem fer fram í Vesturbænum á sunnudagskvöldið. Þá spila KR og Grindavík hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 28. apríl 2017 14:30 Grindavík henti KR út í horn Grindavík er búið að koma íslenska körfuboltaheiminum heldur betur á óvart með því að vinna tvo leiki í röð gegn KR og tryggja sér oddaleik um titilinn á sunnudag. Þeir voru miklu betri en KR-ingar í gærkvöldi. 28. apríl 2017 06:30 Gæsahúðarmyndband frá úrslitaleiknum árið 2009 "Það er ekki hægt að koma einu einasta kvikindi í viðbót fyrir inn í íþróttahúsinu,“ sagði Guðjón "Gaupi“ Guðmundsson fyrir oddaleik KR og Grindavíkur árið 2009. 28. apríl 2017 15:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Sjá meira
Ómar Örn Sævarsson átti frábæran leik þegar Grindavík vann góðan sigur á KR í Röstinni í gærkvöldi og tryggði sér þar með oddaleik í lokarimmunni í Domino's-deild karla um Íslandsmeistaratitilinn. Sá leikur fer fram á sunnudagskvöld. Ómar Örn var gestur í Körfuboltakvöldi eftir leik og fór á kostum í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann fer yfir sinn þátt í leiknum, sem var afar mikilvægur, og ræðir stöðu Grindavíkur liðsins í rimmunni. Hann sló einnig á létta strengi þegar kom að því að ræða hans hlutverk í liði Grindavíkur. „Ég held að það sé alveg rosalega langt síðan að ég hef haft jafn gaman að því að spila körfubolta,“ sagði Ómar Örn. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég er ekkert gáfaðasti körfuboltamaður sem uppi hefur verið. Það er gólað á mig á hliðarlínunni, hvort ég eigi að fara upp eða undir eða eitthvað svoleiðis.“ „Ég veit ekkert af hverju Jóhann [Þór Ólafsson, þjálfari] eða Lalli [Þorleifur Ólafsson, fyrirliði] eru að ákveða þessi kerfi. Þeir bara góla á mig og ég hlýði bara. Þetta er eins og að spila tölvuleik.“ Ómar Örn fékk skurð rétt fyrir ofan auga í leiknum og þurfti að fá myndarlegan vafning um höfuðið til að stöðva blæðinguna. „Ég er að sjá þetta í fyrsta sinn. Þetta er flott og felur kollvikin,“ sagði Ómar enn frekar. Viðtalið allt má sjá í efst í fréttinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-66 | Grindvíkingar náðu fram oddaleik Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR sem verður Íslandsmeistari með sigri í kvöld. 27. apríl 2017 21:45 KR-ingar vilja fá fleiri í húsið en árið 2009 KR-ingar eru komnir á fullt í undirbúningi fyrir oddaleikinn í Dominos-deild karla sem fer fram í Vesturbænum á sunnudagskvöldið. Þá spila KR og Grindavík hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 28. apríl 2017 14:30 Grindavík henti KR út í horn Grindavík er búið að koma íslenska körfuboltaheiminum heldur betur á óvart með því að vinna tvo leiki í röð gegn KR og tryggja sér oddaleik um titilinn á sunnudag. Þeir voru miklu betri en KR-ingar í gærkvöldi. 28. apríl 2017 06:30 Gæsahúðarmyndband frá úrslitaleiknum árið 2009 "Það er ekki hægt að koma einu einasta kvikindi í viðbót fyrir inn í íþróttahúsinu,“ sagði Guðjón "Gaupi“ Guðmundsson fyrir oddaleik KR og Grindavíkur árið 2009. 28. apríl 2017 15:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-66 | Grindvíkingar náðu fram oddaleik Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR sem verður Íslandsmeistari með sigri í kvöld. 27. apríl 2017 21:45
KR-ingar vilja fá fleiri í húsið en árið 2009 KR-ingar eru komnir á fullt í undirbúningi fyrir oddaleikinn í Dominos-deild karla sem fer fram í Vesturbænum á sunnudagskvöldið. Þá spila KR og Grindavík hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 28. apríl 2017 14:30
Grindavík henti KR út í horn Grindavík er búið að koma íslenska körfuboltaheiminum heldur betur á óvart með því að vinna tvo leiki í röð gegn KR og tryggja sér oddaleik um titilinn á sunnudag. Þeir voru miklu betri en KR-ingar í gærkvöldi. 28. apríl 2017 06:30
Gæsahúðarmyndband frá úrslitaleiknum árið 2009 "Það er ekki hægt að koma einu einasta kvikindi í viðbót fyrir inn í íþróttahúsinu,“ sagði Guðjón "Gaupi“ Guðmundsson fyrir oddaleik KR og Grindavíkur árið 2009. 28. apríl 2017 15:00