Freyr: Höfum engu að tapa á móti Þýskalandi sem enginn vildi mæta Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 12:00 Freyr Alexandersson var líklega ekki kátur með dráttinn í gær. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var ekki beint heppið með drátt í gær þegar dregið var til undankeppni HM 2019 í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Mótið fer fram í Frakklandi. Stelpurnar okkar voru í öðrum styrkleikaflokki og fengu Evrópu- og Ólympíumeistara Þýskalands með sér í riðil úr efsta styrkleikaflokknum. Þýskaland hefur um árabil verið eitt allra besta lið heims og eru áttfaldi Evrópumeistarar. Auk Þýskalands eru í riðlinum Slóvenar, sem Ísland var með í riðli í undankeppni EM 2017, Tékkar og Færeyingar. „Þýskaland er auðvitað lið sem enginn vildi fá en við lítum svo á að við höfum engu að tapa í þeim leik og það væri ágætt að vera sú þjóð sem sér til þess að Þýskaland fari ekki á HM,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í viðtali á heimasíðu KSÍ. Íslenska liðið hefur aldrei komist á HM en leiðin þangað er mjög erfið. Aðeins efstu liðin í þeim sjö fimm liða riðlum sem dregið var í komast til Frakklands eftir tvö ár og fjögur bestu liðin í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sæti Evrópu á heimsmeistaramótinu. „Það eru alltaf möguleikar til staðar og okkar möguleiki er sá að verða eitt af þeim fjórum liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti og við verðum að einbeita okkur að því til að komast í lokakeppni HM í Frakklandi,“ segir Freyr. „Á sama tíma munum við láta Þjóðverja hafa verulega fyrir hlutunum í baráttunni um efsta sætið. Við þekkjum lið Slóveníu mjög vel og Tékkland er með gott lið sem er á uppleið,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta var ekki beint heppið með drátt í gær þegar dregið var til undankeppni HM 2019 í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Mótið fer fram í Frakklandi. Stelpurnar okkar voru í öðrum styrkleikaflokki og fengu Evrópu- og Ólympíumeistara Þýskalands með sér í riðil úr efsta styrkleikaflokknum. Þýskaland hefur um árabil verið eitt allra besta lið heims og eru áttfaldi Evrópumeistarar. Auk Þýskalands eru í riðlinum Slóvenar, sem Ísland var með í riðli í undankeppni EM 2017, Tékkar og Færeyingar. „Þýskaland er auðvitað lið sem enginn vildi fá en við lítum svo á að við höfum engu að tapa í þeim leik og það væri ágætt að vera sú þjóð sem sér til þess að Þýskaland fari ekki á HM,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, í viðtali á heimasíðu KSÍ. Íslenska liðið hefur aldrei komist á HM en leiðin þangað er mjög erfið. Aðeins efstu liðin í þeim sjö fimm liða riðlum sem dregið var í komast til Frakklands eftir tvö ár og fjögur bestu liðin í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sæti Evrópu á heimsmeistaramótinu. „Það eru alltaf möguleikar til staðar og okkar möguleiki er sá að verða eitt af þeim fjórum liðum sem er með bestan árangur í 2. sæti og við verðum að einbeita okkur að því til að komast í lokakeppni HM í Frakklandi,“ segir Freyr. „Á sama tíma munum við láta Þjóðverja hafa verulega fyrir hlutunum í baráttunni um efsta sætið. Við þekkjum lið Slóveníu mjög vel og Tékkland er með gott lið sem er á uppleið,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Stelpurnar með Evrópumeisturunum í riðli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er með Evrópumeisturum Þýskalands í riðli í undankeppni HM 2019. 25. apríl 2017 12:00