Óskar: Skömmin er hjá dómaramafíunni Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2017 22:19 Óskar Ármannsson þjálfari Hauka gagnrýndi dómara harðlega eftir tapið gegn Fram í kvöld. Vísir/Eyþór Óskar Ármannsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir að hans lið féll úr leik gegn Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Hann sagði að hallað hefði á hans lið allt einvígið og talaði um dómaramafíu HSÍ. „Fyrst og fremst langar mig að nefna gríðarlegt þakklæti til minna leikmanna fyrir að leggja svona mikið á sig. Þær eru búnar að standa sig gríðarlega vel og ég hef aldrei á mínum ferli séð lið standa í eins miklu mótlæti og þetta lið hefur þurft að gera í þessu einvígi. Ég vil skrifa það á ónákvæma dómaravinnslu á móti okkur,“ sagði Óskar í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég er búinn að taka saman aragrúa af atriðum þar sem við áttum að fá fjöldan allan af vítaköstum auk brottrekstra sem við höfum fengið. Nefndu það bara. Það er þessari dómaramafíu til háborinnar skammar og í raun algjör skandall að þetta skuli líðast leik eftir leik,“ bætti Óskar við. Undir lok fyrri framlengingar fékk Sigrún Jóhannsdóttir leikmaður Hauka tækifæri til að koma Haukum tveimur mörkum yfir og tryggja sigur. Guðrún Ósk Maríasdóttir í marki Fram varði hins vegar frá henni og Fram tókst að jafna. Gestirnir voru afar ósáttir við að ekki skyldi vera dæmt víti þegar Sigrún fór í gegn og höfðu töluvert til síns máls. „Eins og svo margt annað bæði í þessum leik og síðustu leikjum þá get ég ekki annað en talað um hreinan og beinan skandal. Þetta er algjör vanvirðing við mitt lið og mér finnst með ólíkindum, með ólíkindum að menn skuli ekki funda eftir hvern einasta leik og drullast til að taka sig saman í andlitinu. Þetta er gjörsamlega óþolandi að vinna undir svona kringumstæðum. Ég vil ítreka að Framliðið er fínt lið en mitt lið stóð sig eins og hetjur í þessu einvígi. Dómaramafíunnar er mesta skömmin í þessu.“ Óskar hélt áfram að tala um atriði sem hann vildi meina að hefðu komið niður á hans liði og meðal annars atvik í fyrsta leik liðanna þar sem Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmark Fram beint úr aukakasti eftir að tíminn rann út. „Í fyrsta leiknum skora þær tvo síðustu mörkin ólögleg. Það er með ólíkindum að Fram byrjar allar sínar hröðu miðjur með því að vera komnar 3-4 metrum innfyrir og skora þannig mörk í hverjum leik. Við erum að komast á milli þeirra og fáum brot og það eru fimm, sex eða sjö víti í hverjum einasta leik sem við fáum ekki. Svona er þetta búið að vera og miðað við það finnst mér með ólíkindum að stelpurnar hafi haldið haus. Mig langar bara að ítreka þakklæti og virðingu fyrir þessu liði.“ Eftir fyrri hálfleikinn í dag leiddu Haukar með sex mörkum en höfðu þá farið illa með nokkur dauðafæri og meðal annars þrjú hraðaupphlaup. „Þegar maður fer að greina svona leiki þá eru svona atriði sem telja líka. Burt séð frá öllu tali um dómgæslu þá erum við með einhver tólf dauðafæri sem við klikkum á maður á móti markmanni. Bara helmingur af þeim hefði tryggt okkur eitthvað meira. Maður getur tekið svona atriði saman þegar er tapað með minnsta mun." „Í lokin er auðvitað smá sök hjá sjálfum mér að fá tveggja mínútna brottvísun. Mér fannst ég fá þá brottvísun fyrir saklausa ábendingu. Auðvitað á ég sem reynslumikill þjálfari að vera skynsamari,“ bætti Óskar við en hann fékk brottvísun undir lok fyrri framlengingar og einum færri lentu Haukar þremur mörkum undir í upphafi seinni framlengingar. Óskar mun nú hætta þjálfun Haukaliðsins og Elías Már Halldórsson tekur við en hann hefur leikið með karlaliði Hauka um árabil. Óskar átti ekki von á miklum breytingum á liðinu. „Mér skilst að beinagrindin að liðinu verði sú sama, ég veit ekki með Ramune og hún verður að svara því sjálf hvað hún gerir. Hún er einstakur leikmaður en ég hef bent á og við höfum hugað að því að það þarf að byggja upp nýtt lið án hennar,“ sagði Óskar og var alveg með á hreinu hvaða lið myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum þegar blaðamaður spurði. „Ég held að Grótta hampi titlinum,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 31-28 | Fram komið í úrslit eftir sigur í maraþonleik Fram er komið í úrslit Olís-deildar kvenna í handknattleik eftir þriggja marka sigur á Haukum. Lokatölur urðu 31-28 eftir tvíframlengdan maraþonleik og Fram vinnur því einvígið 3-0. 25. apríl 2017 23:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Óskar Ármannsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir að hans lið féll úr leik gegn Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Hann sagði að hallað hefði á hans lið allt einvígið og talaði um dómaramafíu HSÍ. „Fyrst og fremst langar mig að nefna gríðarlegt þakklæti til minna leikmanna fyrir að leggja svona mikið á sig. Þær eru búnar að standa sig gríðarlega vel og ég hef aldrei á mínum ferli séð lið standa í eins miklu mótlæti og þetta lið hefur þurft að gera í þessu einvígi. Ég vil skrifa það á ónákvæma dómaravinnslu á móti okkur,“ sagði Óskar í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég er búinn að taka saman aragrúa af atriðum þar sem við áttum að fá fjöldan allan af vítaköstum auk brottrekstra sem við höfum fengið. Nefndu það bara. Það er þessari dómaramafíu til háborinnar skammar og í raun algjör skandall að þetta skuli líðast leik eftir leik,“ bætti Óskar við. Undir lok fyrri framlengingar fékk Sigrún Jóhannsdóttir leikmaður Hauka tækifæri til að koma Haukum tveimur mörkum yfir og tryggja sigur. Guðrún Ósk Maríasdóttir í marki Fram varði hins vegar frá henni og Fram tókst að jafna. Gestirnir voru afar ósáttir við að ekki skyldi vera dæmt víti þegar Sigrún fór í gegn og höfðu töluvert til síns máls. „Eins og svo margt annað bæði í þessum leik og síðustu leikjum þá get ég ekki annað en talað um hreinan og beinan skandal. Þetta er algjör vanvirðing við mitt lið og mér finnst með ólíkindum, með ólíkindum að menn skuli ekki funda eftir hvern einasta leik og drullast til að taka sig saman í andlitinu. Þetta er gjörsamlega óþolandi að vinna undir svona kringumstæðum. Ég vil ítreka að Framliðið er fínt lið en mitt lið stóð sig eins og hetjur í þessu einvígi. Dómaramafíunnar er mesta skömmin í þessu.“ Óskar hélt áfram að tala um atriði sem hann vildi meina að hefðu komið niður á hans liði og meðal annars atvik í fyrsta leik liðanna þar sem Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sigurmark Fram beint úr aukakasti eftir að tíminn rann út. „Í fyrsta leiknum skora þær tvo síðustu mörkin ólögleg. Það er með ólíkindum að Fram byrjar allar sínar hröðu miðjur með því að vera komnar 3-4 metrum innfyrir og skora þannig mörk í hverjum leik. Við erum að komast á milli þeirra og fáum brot og það eru fimm, sex eða sjö víti í hverjum einasta leik sem við fáum ekki. Svona er þetta búið að vera og miðað við það finnst mér með ólíkindum að stelpurnar hafi haldið haus. Mig langar bara að ítreka þakklæti og virðingu fyrir þessu liði.“ Eftir fyrri hálfleikinn í dag leiddu Haukar með sex mörkum en höfðu þá farið illa með nokkur dauðafæri og meðal annars þrjú hraðaupphlaup. „Þegar maður fer að greina svona leiki þá eru svona atriði sem telja líka. Burt séð frá öllu tali um dómgæslu þá erum við með einhver tólf dauðafæri sem við klikkum á maður á móti markmanni. Bara helmingur af þeim hefði tryggt okkur eitthvað meira. Maður getur tekið svona atriði saman þegar er tapað með minnsta mun." „Í lokin er auðvitað smá sök hjá sjálfum mér að fá tveggja mínútna brottvísun. Mér fannst ég fá þá brottvísun fyrir saklausa ábendingu. Auðvitað á ég sem reynslumikill þjálfari að vera skynsamari,“ bætti Óskar við en hann fékk brottvísun undir lok fyrri framlengingar og einum færri lentu Haukar þremur mörkum undir í upphafi seinni framlengingar. Óskar mun nú hætta þjálfun Haukaliðsins og Elías Már Halldórsson tekur við en hann hefur leikið með karlaliði Hauka um árabil. Óskar átti ekki von á miklum breytingum á liðinu. „Mér skilst að beinagrindin að liðinu verði sú sama, ég veit ekki með Ramune og hún verður að svara því sjálf hvað hún gerir. Hún er einstakur leikmaður en ég hef bent á og við höfum hugað að því að það þarf að byggja upp nýtt lið án hennar,“ sagði Óskar og var alveg með á hreinu hvaða lið myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum þegar blaðamaður spurði. „Ég held að Grótta hampi titlinum,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 31-28 | Fram komið í úrslit eftir sigur í maraþonleik Fram er komið í úrslit Olís-deildar kvenna í handknattleik eftir þriggja marka sigur á Haukum. Lokatölur urðu 31-28 eftir tvíframlengdan maraþonleik og Fram vinnur því einvígið 3-0. 25. apríl 2017 23:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 31-28 | Fram komið í úrslit eftir sigur í maraþonleik Fram er komið í úrslit Olís-deildar kvenna í handknattleik eftir þriggja marka sigur á Haukum. Lokatölur urðu 31-28 eftir tvíframlengdan maraþonleik og Fram vinnur því einvígið 3-0. 25. apríl 2017 23:00