Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 10:01 Úr leik Stjörnunnar og Gróttu. vísir/ernir „Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Í kjölfarið var málið tekið fyrir og Gróttu dæmdur 10-0 sigur. Stjarnan hafði unnið leikinn sjálfan. Málið snýst um að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Um mannleg mistök var að ræða og tóku eftirlitsmenn á málinu á staðnum. Viðkomandi leikmaður var sendur af velli og eðlilega útilokaður frá frekari þátttöku enda ekki á skýrslu. Leikmaðurinn var engu að síður ólöglegur og hafði ekki leikheimild. Mótanefnd HSÍ úrskurðaði því Gróttu sigur í leiknum. „Það voru tveir eftirlitsmenn á leiknum sem og 400 manns. Reyndar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt að við þurfum að tilkynna þetta inn. Það er hins vegar annað mál,“ segir Kristín. Grótta þurfti reyndar ekki að tilkynna málið inn frekar en félagið vildi. Hver sem er hefði í raun getað gert það. Nonni á bolnum hefði getað gert það rétt eins og Grótta. En Grótta gerði það og fannst mörgum það ekki drengilegt af félaginu þar sem liðið tapaði leiknum og ólöglegi leikmaðurinn hafði ekki nein áhrif á leikinn. Þvert á móti skoraði Grótta nokkur mörk í röð eftir að ólöglegi leikmaðurinn var rekinn af velli. „Við ræddum hvort ætti að gera þetta og við ákváðum að gera það. Sjá svo hverju hún myndi skila. Þetta er bara atvik og enginn vafi að ólöglegur leikmaður var notaður. Mér finnst ekkert að því að tilkynna um málið en ég get alveg tekið undir að refsingin er ansi hörð. Það situr samt ekki hjá okkur og við vissum ekki hvaða niðurstaða yrði í málinu,“ segir Kristín og bætir við að það sé ekki gaman að vinna leik á þennan hátt. „Að sjálfsögðu er það ekki skemmtilegt. Það er skemmtilegra að vinna á vellinum. Okkur finnst málið standa hjá HSÍ og finnst óeðlilegt ef félög geta haft áhrif á niðurstöðu HSÍ. Það er sagt að við hefðum getað skrifað undir einhverja yfirlýsingu um að úrslit ættu að standa. Þarna voru gerð mistök og málið tilkynnt. HSÍ úrskurðar. Okkur finnst óeðlilegt að við getum haft áhrif á úrskurð HSÍ. Það var ákveðið innanhúss hjá okkur að tilkynna þetta og við stöndum og föllum með því.“ Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Gróttu eftir þennan úrskurð og þriðji leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira
„Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Í kjölfarið var málið tekið fyrir og Gróttu dæmdur 10-0 sigur. Stjarnan hafði unnið leikinn sjálfan. Málið snýst um að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Um mannleg mistök var að ræða og tóku eftirlitsmenn á málinu á staðnum. Viðkomandi leikmaður var sendur af velli og eðlilega útilokaður frá frekari þátttöku enda ekki á skýrslu. Leikmaðurinn var engu að síður ólöglegur og hafði ekki leikheimild. Mótanefnd HSÍ úrskurðaði því Gróttu sigur í leiknum. „Það voru tveir eftirlitsmenn á leiknum sem og 400 manns. Reyndar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt að við þurfum að tilkynna þetta inn. Það er hins vegar annað mál,“ segir Kristín. Grótta þurfti reyndar ekki að tilkynna málið inn frekar en félagið vildi. Hver sem er hefði í raun getað gert það. Nonni á bolnum hefði getað gert það rétt eins og Grótta. En Grótta gerði það og fannst mörgum það ekki drengilegt af félaginu þar sem liðið tapaði leiknum og ólöglegi leikmaðurinn hafði ekki nein áhrif á leikinn. Þvert á móti skoraði Grótta nokkur mörk í röð eftir að ólöglegi leikmaðurinn var rekinn af velli. „Við ræddum hvort ætti að gera þetta og við ákváðum að gera það. Sjá svo hverju hún myndi skila. Þetta er bara atvik og enginn vafi að ólöglegur leikmaður var notaður. Mér finnst ekkert að því að tilkynna um málið en ég get alveg tekið undir að refsingin er ansi hörð. Það situr samt ekki hjá okkur og við vissum ekki hvaða niðurstaða yrði í málinu,“ segir Kristín og bætir við að það sé ekki gaman að vinna leik á þennan hátt. „Að sjálfsögðu er það ekki skemmtilegt. Það er skemmtilegra að vinna á vellinum. Okkur finnst málið standa hjá HSÍ og finnst óeðlilegt ef félög geta haft áhrif á niðurstöðu HSÍ. Það er sagt að við hefðum getað skrifað undir einhverja yfirlýsingu um að úrslit ættu að standa. Þarna voru gerð mistök og málið tilkynnt. HSÍ úrskurðar. Okkur finnst óeðlilegt að við getum haft áhrif á úrskurð HSÍ. Það var ákveðið innanhúss hjá okkur að tilkynna þetta og við stöndum og föllum með því.“ Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Gróttu eftir þennan úrskurð og þriðji leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Sjá meira
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33
Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04