Skoðað að meta snjóflóðahættu við höfuðborgarsvæðið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 20:00 Margir göngumenn vanmeta hætturnar sem leynast á Esjunni vísir/Anton Brink Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni. Fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á ári hverju. Talið er nokkuð öruggt að fara göngustíg upp að Steini í góðu veðri en þar fyrir utan er fjallið ekki á allra færi. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fólk þurfi að átta sig á að Esjan sé alvöru fjall á veturna og fólk þurfi að vera vel búið. „Það þarf að meta hvort það þurfi að vera með ísexi og annan búnað til að bregðast við snjóflóðum. Einnig þarf fólk að hafa þekkingu til að geta metið hvort það sé hætta á snjóflóði," segir hann. Eftir að banaslys varð í Esjunni í janúar síðastliðnum var mikið rætt um hvort ekki þurfi að gera mat á snjóflóðahættu í Esjunni. Veðurstofan hefur formlega það hlutverk að vakta snjóflóðahættu í byggð og eru með snjóflóðaathugunarmenn víða um land en ekki á fjöllum á höfuðborgarsvæðinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofunni, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við fjalllendi við höfuðborgarsvæðið næsta vetur. „Til þess þarf ýmislegt að gera, hafa snjóathugunarmann á svæðinu og annað. Hins vegar er svæðisbundið mat á aðstæðum gert fyrir stórt svæði og breytileiki innan svæðisins getur verið mikill," segir hún og bætir við að snjóflóðaspá sé ekki gerð fyrir einstaka fjöll og því yrði slík spá eingöngu til viðmiðunar fyrir göngumenn Esjunnar. Þannig að það breyti því ekki að göngumenn sem stunda fjallamennsku á veturna þurfi að kunna að meta og bregðast við snjóflóðum. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Göngumaður var hætt kominn þegar hann lenti í snjóflóði á Esjunni í gær. Veðurstofa skoðar í samstarfi við umhverfisráðuneytið að hefja mat á snjóflóðahættu á fjöllum í kringum höfuðborgarsvæðið en bent er á að göngumenn vanmeti oft hættur á Esjunni. Fjölmargir leggja leið sína á Esjuna á ári hverju. Talið er nokkuð öruggt að fara göngustíg upp að Steini í góðu veðri en þar fyrir utan er fjallið ekki á allra færi. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að fólk þurfi að átta sig á að Esjan sé alvöru fjall á veturna og fólk þurfi að vera vel búið. „Það þarf að meta hvort það þurfi að vera með ísexi og annan búnað til að bregðast við snjóflóðum. Einnig þarf fólk að hafa þekkingu til að geta metið hvort það sé hætta á snjóflóði," segir hann. Eftir að banaslys varð í Esjunni í janúar síðastliðnum var mikið rætt um hvort ekki þurfi að gera mat á snjóflóðahættu í Esjunni. Veðurstofan hefur formlega það hlutverk að vakta snjóflóðahættu í byggð og eru með snjóflóðaathugunarmenn víða um land en ekki á fjöllum á höfuðborgarsvæðinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofunni, segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að bæta við fjalllendi við höfuðborgarsvæðið næsta vetur. „Til þess þarf ýmislegt að gera, hafa snjóathugunarmann á svæðinu og annað. Hins vegar er svæðisbundið mat á aðstæðum gert fyrir stórt svæði og breytileiki innan svæðisins getur verið mikill," segir hún og bætir við að snjóflóðaspá sé ekki gerð fyrir einstaka fjöll og því yrði slík spá eingöngu til viðmiðunar fyrir göngumenn Esjunnar. Þannig að það breyti því ekki að göngumenn sem stunda fjallamennsku á veturna þurfi að kunna að meta og bregðast við snjóflóðum.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira