Ricky Gervais kom til landsins og var fyndinn. Stjörnurnar á Íslandsmótinu í fitness slógu í gegn og þú hefur öll tækifærin til þess að spara fyrir íbúð.
Stefán og Tryggvi fóru síðan vel yfir listina að leggja sig. Lögnin er eitthvað sem margir Íslendingar eiga að kannast við og hvað er betra en að leggja sig í skammdeginu eftir erfiðan dag.
Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á 22. þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Að þessu sinni var Tryggvi Páll Tryggvason gestastjórnandi. (@tryggvipall)