Madrídarslagur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. apríl 2017 10:15 Eyrnastór er í boði fyrir sigurvegarann. vísir/afp Það verður endurtekning á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra í undanúrslitum þetta tímabilið því Madrídarliðin Real og Atlético drógust saman í undanúrslitunum. Dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum Nyon í Sviss í dag. Þar komu Evrópumeistararnir fyrstir upp úr skálinni. Real vann Atlético í úrslitum í fyrra og einnig árið 2014. Í hinum leiknum mætast spútniklið Monaco og Ítalíumeistarar Juventus sem voru síðast í úrslitum fyrir tveimur árum þegar þeir töpuðu fyrir Barcelona í Berlín. Sigurvegarinn úr viðureign Juventus og Monaco verður á heimavelli í úrslitaleiknum á Þúsaldarvellinum í Cardiff þegar hann fer fram 3. júní. Fyrri leikirnir í undanúrslitum fara fram 2. og 3. maí. Hér að neðan má fylgjast með textalýsingu blaðamanns frá drættinum.Undanúrslitin: Real Madrid - Atletico Madrid Monaco - Juventus10.19 Sigurvegarinn úr rimmu Monaco og Juventus telst sem heimaliðið í úrslitaleiknum í Cardiff þann 3. júní.10.18 Rush gat ekki opnað þriðju kúluna. Marchetto kom til aðstoðar. Monaco kom upp úr krafsinu. Monaco gegn Juventus.10.17Real gegn Atletico Madrid. Ekki endurtekning á spænska úrslitaleiknum í Meistaradeildinni.10.17 Af stað! Real Madrid fyrst upp úr skálinni.10.15 Rush gefur álit sitt á liðunum fjórum. Skemmtilegt spjall á milli Marchetti og Rush. Við skulum vona að Rush gangi betur að opna kúlurnar en síðast. Hann var í smá basli með það.10.13 Walesverjinn Ian Rush er kallaður upp á svið. Hann er sendiherra Cardiff vegna úrslitaleiksins sem fer þar fram í vor.10.12 Marchetto fordæmir sprengjutilræðið á liðsrútu Dortmund, en í morgun var verðbréfasali handtekinn sem ætlaði að gengisfella virði Dortmund með því að myrða sem flesta leikmenn liðsins, eins ótrúlega og það kann að hljóma. Meira um það hér.10.11 Giorgio Marchetti, sérfræðingur UEFA í svona málum, er kominn upp á svið til að stýra drættinum.10.10 Butrgueno bendir á að Real Madrid sé í undanúrslitunum sjöunda árið í röð og vilji verða fyrsta liðið sem vinnur Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð.10.08 Þá koma fjórir öflugir upp á svip. Pavel Nedved (Juventus), Ludovic Giuly (Monaco), Emilio Butragueno (Real Madrid) og Clemente Villaverde (Atletico Madrid).10.06 Þá koma stemningsmyndböndin. Byrjað á Monaco, einu allra skemmtilegasta liði Meistaradeildarinnar í vetur.10.03 Við byrjum á myndbandi sem sýnir svipmyndir frá Cardiff, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í vor.10.02 Pedro Pinto er mættur og þá getur þetta loksins farið at stað. Það verður þó sjálfsagt einhver bið enn eftir drættinum sjálfum enda venjan að byggja upp smá stemningu í salnum með góðum gestum og upphitunarmyndböndum.10.00 Klukkan slær tíu og við bíðum spennt eftir því að athöfnin hefjist. Ekkert er byrjað enn en það hlýtur að styttast í það.09.44 Atlético Madrid kveður heimavöll sinn, Vincente Calderón, eftir þetta tímabil þannig leikur liðsins heima í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verður síðasti Evrópuleikurinn á þessum skemmtilega velli.09.35 Monaco er líklega liðið sem kemur hvað flestum á óvart að sé komið alla leið í undanúrslitin en það lagði Manchester City í 16 iða úrslitum og Dortmund í átta liða úrslitum. Monaco er einfaldlega eitt allra skemmtilegasta fótboltalið Evrópu í dag. Það er á toppnum í Frakklandi þar sem það er búið að skora 90 mörk í 32 leikjum.09.30 Real Madrid og Atlético mættust í úrslitaleiknum í fyrra og þar hafði Real betur alveg eins og þegar sömu lið mættust árið 2014. Atlético er nú fimmta árið í röð komið í undanúrslitin. Juventus spilaði til úrslita árið 2015 og tapaði þá fyrir Barcelona. Gamla konan hefndi fyrir það með því að leggja Börsunga í undanúrslitum.09.30 Góðan daginn. Það er hálftími í að veislan hefjist í Nyon þar sem dregið verður til undanúrslita í Meistaradeildinni. Liðin sem eftir eru í pottinum eru Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus og Monaco. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Atletico Madrid - Barcelona | Toppslagur í Madríd „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Sjá meira
Það verður endurtekning á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra í undanúrslitum þetta tímabilið því Madrídarliðin Real og Atlético drógust saman í undanúrslitunum. Dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum Nyon í Sviss í dag. Þar komu Evrópumeistararnir fyrstir upp úr skálinni. Real vann Atlético í úrslitum í fyrra og einnig árið 2014. Í hinum leiknum mætast spútniklið Monaco og Ítalíumeistarar Juventus sem voru síðast í úrslitum fyrir tveimur árum þegar þeir töpuðu fyrir Barcelona í Berlín. Sigurvegarinn úr viðureign Juventus og Monaco verður á heimavelli í úrslitaleiknum á Þúsaldarvellinum í Cardiff þegar hann fer fram 3. júní. Fyrri leikirnir í undanúrslitum fara fram 2. og 3. maí. Hér að neðan má fylgjast með textalýsingu blaðamanns frá drættinum.Undanúrslitin: Real Madrid - Atletico Madrid Monaco - Juventus10.19 Sigurvegarinn úr rimmu Monaco og Juventus telst sem heimaliðið í úrslitaleiknum í Cardiff þann 3. júní.10.18 Rush gat ekki opnað þriðju kúluna. Marchetto kom til aðstoðar. Monaco kom upp úr krafsinu. Monaco gegn Juventus.10.17Real gegn Atletico Madrid. Ekki endurtekning á spænska úrslitaleiknum í Meistaradeildinni.10.17 Af stað! Real Madrid fyrst upp úr skálinni.10.15 Rush gefur álit sitt á liðunum fjórum. Skemmtilegt spjall á milli Marchetti og Rush. Við skulum vona að Rush gangi betur að opna kúlurnar en síðast. Hann var í smá basli með það.10.13 Walesverjinn Ian Rush er kallaður upp á svið. Hann er sendiherra Cardiff vegna úrslitaleiksins sem fer þar fram í vor.10.12 Marchetto fordæmir sprengjutilræðið á liðsrútu Dortmund, en í morgun var verðbréfasali handtekinn sem ætlaði að gengisfella virði Dortmund með því að myrða sem flesta leikmenn liðsins, eins ótrúlega og það kann að hljóma. Meira um það hér.10.11 Giorgio Marchetti, sérfræðingur UEFA í svona málum, er kominn upp á svið til að stýra drættinum.10.10 Butrgueno bendir á að Real Madrid sé í undanúrslitunum sjöunda árið í röð og vilji verða fyrsta liðið sem vinnur Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð.10.08 Þá koma fjórir öflugir upp á svip. Pavel Nedved (Juventus), Ludovic Giuly (Monaco), Emilio Butragueno (Real Madrid) og Clemente Villaverde (Atletico Madrid).10.06 Þá koma stemningsmyndböndin. Byrjað á Monaco, einu allra skemmtilegasta liði Meistaradeildarinnar í vetur.10.03 Við byrjum á myndbandi sem sýnir svipmyndir frá Cardiff, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í vor.10.02 Pedro Pinto er mættur og þá getur þetta loksins farið at stað. Það verður þó sjálfsagt einhver bið enn eftir drættinum sjálfum enda venjan að byggja upp smá stemningu í salnum með góðum gestum og upphitunarmyndböndum.10.00 Klukkan slær tíu og við bíðum spennt eftir því að athöfnin hefjist. Ekkert er byrjað enn en það hlýtur að styttast í það.09.44 Atlético Madrid kveður heimavöll sinn, Vincente Calderón, eftir þetta tímabil þannig leikur liðsins heima í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verður síðasti Evrópuleikurinn á þessum skemmtilega velli.09.35 Monaco er líklega liðið sem kemur hvað flestum á óvart að sé komið alla leið í undanúrslitin en það lagði Manchester City í 16 iða úrslitum og Dortmund í átta liða úrslitum. Monaco er einfaldlega eitt allra skemmtilegasta fótboltalið Evrópu í dag. Það er á toppnum í Frakklandi þar sem það er búið að skora 90 mörk í 32 leikjum.09.30 Real Madrid og Atlético mættust í úrslitaleiknum í fyrra og þar hafði Real betur alveg eins og þegar sömu lið mættust árið 2014. Atlético er nú fimmta árið í röð komið í undanúrslitin. Juventus spilaði til úrslita árið 2015 og tapaði þá fyrir Barcelona. Gamla konan hefndi fyrir það með því að leggja Börsunga í undanúrslitum.09.30 Góðan daginn. Það er hálftími í að veislan hefjist í Nyon þar sem dregið verður til undanúrslita í Meistaradeildinni. Liðin sem eftir eru í pottinum eru Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus og Monaco.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Atletico Madrid - Barcelona | Toppslagur í Madríd „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Sjá meira