"Fátækt er ekki aumingjaskapur“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2017 20:00 Ásta er í félagi fólks í fátækt og segir fólk eiga erfitt með að stíga fram og viðurkenna vandann Vísir/skjáskot Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og félagi í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd. Á síðunni 1. maí Ísland á Facebook er verið að hvetja fólk til að mæta í kröfugöngu á morgun og hafa verið birt áhrifamikil myndbönd þar sem fólk lýsir reynslu sinni af fátækt. Í september á síðasta ári birti Hagstofa Íslands skýrslu um sárafátækt á Íslandi. Þar kom fram að árið 2015 mældust 1,3 prósent þjóðarinnar sárafátækt eða fjögur til fimm þúsund Íslendingar. Þeir sem búa við sárafátækt samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í skýrslunni eru þeir sem búa á heimili þar sem fernt af eftirfarandi á við: 1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum. 2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni. 3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag. 4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. 5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma. 6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki. 7. Hefur ekki efni á þvottavél. 8. Hefur ekki efni á bíl. 9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu. PEPP Ísland er samtök fólks í fátækt. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði til að ræða málin og veita hverju öðru styrk. Mun fleiri konur eru í samtökunum jafnvel þótt jafnt hlutfall kynja sé sárafátækt. „Kannski er erfiðara fyrir karlmenn að viðurkenna fátækt. Það getur verið því karlmannsímyndin er sú að menn séu sterkir og duglegir og sjálfum sér nægir," segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, sem er samhæfingarstjóri PEPP á Íslandi. Félagsskapurinn er fyrir þá sem hafa verið fátækir og eru fátækir nú. „Ef við tökum mig sem dæmi. Ég bjó við fátækt og geri það ekki lengur en það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Það er svo sterkt í minningunni að ég get ekki látið það vera að taka þátt í þessari baráttu," segir Ásta. Á Íslandi hefur því oft verið fleygt fram að hér sé enginn fátækur, hvað þá að hann búi við sárafátækt. Ásta segir að það sé kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd en margir eigi erfitt með að stíga fram og viðurkenna það. „Við ölumst upp við það viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur. Einhver sem nenni ekki að vinna, í vímuefnaneyslu. Og þar sem við ölumst upp við þetta viðhorf, þá erum við jafnvel sjálf með þetta viðhorf. Þannig að við þurfum ekki síður að takast á við eigin fordóma," segir hún. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og félagi í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd. Á síðunni 1. maí Ísland á Facebook er verið að hvetja fólk til að mæta í kröfugöngu á morgun og hafa verið birt áhrifamikil myndbönd þar sem fólk lýsir reynslu sinni af fátækt. Í september á síðasta ári birti Hagstofa Íslands skýrslu um sárafátækt á Íslandi. Þar kom fram að árið 2015 mældust 1,3 prósent þjóðarinnar sárafátækt eða fjögur til fimm þúsund Íslendingar. Þeir sem búa við sárafátækt samkvæmt þeirri skilgreiningu sem lögð er til grundvallar í skýrslunni eru þeir sem búa á heimili þar sem fernt af eftirfarandi á við: 1. Hefur lent í vanskilum húsnæðislána eða annarra lána vegna fjárskorts á síðastliðnum 12 mánuðum. 2. Hefur ekki efni á að fara árlega í vikulangt frí með fjölskyldunni. 3. Hefur ekki efni á kjöti, fiski eða sambærilegri grænmetismáltíð að minnsta kosti annan hvern dag. 4. Getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. 5. Hefur hvorki efni á heimasíma né farsíma. 6. Hefur ekki efni á sjónvarpstæki. 7. Hefur ekki efni á þvottavél. 8. Hefur ekki efni á bíl. 9. Hefur ekki efni á að halda húsnæðinu nægjanlega heitu. PEPP Ísland er samtök fólks í fátækt. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði til að ræða málin og veita hverju öðru styrk. Mun fleiri konur eru í samtökunum jafnvel þótt jafnt hlutfall kynja sé sárafátækt. „Kannski er erfiðara fyrir karlmenn að viðurkenna fátækt. Það getur verið því karlmannsímyndin er sú að menn séu sterkir og duglegir og sjálfum sér nægir," segir Ásta Dís Guðjónsdóttir, sem er samhæfingarstjóri PEPP á Íslandi. Félagsskapurinn er fyrir þá sem hafa verið fátækir og eru fátækir nú. „Ef við tökum mig sem dæmi. Ég bjó við fátækt og geri það ekki lengur en það er eitthvað sem ég gleymi aldrei. Það er svo sterkt í minningunni að ég get ekki látið það vera að taka þátt í þessari baráttu," segir Ásta. Á Íslandi hefur því oft verið fleygt fram að hér sé enginn fátækur, hvað þá að hann búi við sárafátækt. Ásta segir að það sé kominn tími til að horfast í augu við þá staðreynd en margir eigi erfitt með að stíga fram og viðurkenna það. „Við ölumst upp við það viðhorf að fátækt sé aumingjaskapur. Einhver sem nenni ekki að vinna, í vímuefnaneyslu. Og þar sem við ölumst upp við þetta viðhorf, þá erum við jafnvel sjálf með þetta viðhorf. Þannig að við þurfum ekki síður að takast á við eigin fordóma," segir hún.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira