Stórskrýtin ákvörðun besta leikmanns vallarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2017 16:15 Það er óhætt að segja að lokamínútan í viðureign Stjörnunnar og Fram í fyrsta leik liðanna í Olísdeild-kvenna hafi verið farsakennd. Fram hafði ekki skorað í þrettán mínútur og leiddi með einu marki, 25-24, þegar síðasta mínútan var runnin upp. Liðið hafði boltann og Stefán Arnarsson, þjálfari liðsins, tók leikhlé. Hvað það var sem Stefán sagði við sínar stelpur þegar þær lögðu af stað í það sem átti að vera síðasta sókn leiksins er ómögulegt fyrir blaðamann að segja. Planið var að minnsta kosti ekki að Guðrún Ósk Maríasdóttir, besti leikmaður vallarins, myndi drippla boltanum upp völlinn, að vítateig Stjörnunnar og reyna þar línusendingu. Sem er það sem gerðist. „Hún er mikill íþróttamaður og finnst gaman að hlaupa,“ sagði Stefán þjálfari í leikslok um uppákomuna og brosti. Sem betur fer fyrir Guðrúnu og Framara náðu Stjörnustelpur ekki að nýta sér þennan klaufagang Framara sem lönduðu sigri eftir stórskrýtna lokamínútu sem sjá má í spilaranum að ofan. Óhætt er að segja að spretturinn hafi vakið mikla kátínu Framara eftir að sigurinn var í höfn. Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir fara að skellihlæja eins og Guðrún sem var væntanlega létt þegar flautað var til leiksloka. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 24-25 | Háspenna lífshætta þegar Fram tók forystuna Safamýrarstúlkur unnu dramatískan sigur á Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 8. maí 2017 21:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Það er óhætt að segja að lokamínútan í viðureign Stjörnunnar og Fram í fyrsta leik liðanna í Olísdeild-kvenna hafi verið farsakennd. Fram hafði ekki skorað í þrettán mínútur og leiddi með einu marki, 25-24, þegar síðasta mínútan var runnin upp. Liðið hafði boltann og Stefán Arnarsson, þjálfari liðsins, tók leikhlé. Hvað það var sem Stefán sagði við sínar stelpur þegar þær lögðu af stað í það sem átti að vera síðasta sókn leiksins er ómögulegt fyrir blaðamann að segja. Planið var að minnsta kosti ekki að Guðrún Ósk Maríasdóttir, besti leikmaður vallarins, myndi drippla boltanum upp völlinn, að vítateig Stjörnunnar og reyna þar línusendingu. Sem er það sem gerðist. „Hún er mikill íþróttamaður og finnst gaman að hlaupa,“ sagði Stefán þjálfari í leikslok um uppákomuna og brosti. Sem betur fer fyrir Guðrúnu og Framara náðu Stjörnustelpur ekki að nýta sér þennan klaufagang Framara sem lönduðu sigri eftir stórskrýtna lokamínútu sem sjá má í spilaranum að ofan. Óhætt er að segja að spretturinn hafi vakið mikla kátínu Framara eftir að sigurinn var í höfn. Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn Björnsdóttir fara að skellihlæja eins og Guðrún sem var væntanlega létt þegar flautað var til leiksloka.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 24-25 | Háspenna lífshætta þegar Fram tók forystuna Safamýrarstúlkur unnu dramatískan sigur á Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 8. maí 2017 21:45 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 24-25 | Háspenna lífshætta þegar Fram tók forystuna Safamýrarstúlkur unnu dramatískan sigur á Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. 8. maí 2017 21:45