Advocaat og Gullit taka við hollenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2017 10:00 Dick Advocaat og Jose Mourinho. Vísir/Getty Hollenska fótboltalandsliðið er enn að jafna sig eftir töpin tvö á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 og hefur verið að leita sér að nýjum þjálfara síðustu tvo mánuði. Nú er sá þjálfari fundinn en Dick Advocaat, fyrrum stjóri Rangers og Sunderland, mun taka við hollenska landsliðinu. Hollenska knattspyrnusambandið kynnti nýja þjálfarann á blaðamannafundi í morgun. Danny Blind var rekinn í mars eftir slaka byrjun á undankeppni HM 2018 þar sem Hollendingar eiga á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð. Þeir skiptu einnig um þjálfara í miðri síðustu undankeppni en það dugði ekki til að koma þeim á EM í Frakklandi. Dick Advocaat hefur með sér góðan aðstoðarmann en Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, mun verða hans hægri hönd. Gullit hefur verið rólegur síðustu ár en var síðan með Terek Grozny árið 2011 og þar á undan með LA Galaxy frá 2007-08. Þetta verður í þriðja sinn sem Dick Advocaat tekur við hollenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1992 til 1994 og frá 2002 til 2004. Þetta er því ekki beint frumleg ráðning hjá þeim hollensku. Undir stjórn Dick Advocaat komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994 og í undanúrslit á EM í Portúgal 2004. Dick Advocaat er í öðru starfi en hann stýrir tyrkneska liðinu Fenerbahce og er á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Advocaat mun stýra hollenska landsliðinu út undankeppnina og í úrslitakeppninni í Rússlandi komist liðið þangað. Takist honum ekki að koma Hollandi á HM 2018 þá munu menn fá nýjan þjálfara á hollenska landsliðið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Advocaat verða væntanlega vináttulandsleikir á móti Marokkó 31.maí og Fílabeinsströndinni 4. Júní. Fyrsti keppnisleikurinn verður síðan á móti Lúxemborg 9. júní. Holland er í fjórða sæti í sínum riðli og þarf að vinna alla sína leiki sem eftir eru til þess að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári.Heb je de persconferentie van de KNVB gemist?Niet getreurd, luister hem hier terug. https://t.co/Gt8YCSUGPE— VI (@VI_nl) May 9, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Hollenska fótboltalandsliðið er enn að jafna sig eftir töpin tvö á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 og hefur verið að leita sér að nýjum þjálfara síðustu tvo mánuði. Nú er sá þjálfari fundinn en Dick Advocaat, fyrrum stjóri Rangers og Sunderland, mun taka við hollenska landsliðinu. Hollenska knattspyrnusambandið kynnti nýja þjálfarann á blaðamannafundi í morgun. Danny Blind var rekinn í mars eftir slaka byrjun á undankeppni HM 2018 þar sem Hollendingar eiga á hættu að missa af öðru stórmótinu í röð. Þeir skiptu einnig um þjálfara í miðri síðustu undankeppni en það dugði ekki til að koma þeim á EM í Frakklandi. Dick Advocaat hefur með sér góðan aðstoðarmann en Ruud Gullit, fyrrum fyrirliði hollenska landsliðsins, mun verða hans hægri hönd. Gullit hefur verið rólegur síðustu ár en var síðan með Terek Grozny árið 2011 og þar á undan með LA Galaxy frá 2007-08. Þetta verður í þriðja sinn sem Dick Advocaat tekur við hollenska landsliðinu en hann þjálfaði landsliðið einnig frá 1992 til 1994 og frá 2002 til 2004. Þetta er því ekki beint frumleg ráðning hjá þeim hollensku. Undir stjórn Dick Advocaat komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit á HM í Bandaríkjunum 1994 og í undanúrslit á EM í Portúgal 2004. Dick Advocaat er í öðru starfi en hann stýrir tyrkneska liðinu Fenerbahce og er á sínu fyrsta tímabilið með liðið. Advocaat mun stýra hollenska landsliðinu út undankeppnina og í úrslitakeppninni í Rússlandi komist liðið þangað. Takist honum ekki að koma Hollandi á HM 2018 þá munu menn fá nýjan þjálfara á hollenska landsliðið. Fyrsti leikurinn undir stjórn Advocaat verða væntanlega vináttulandsleikir á móti Marokkó 31.maí og Fílabeinsströndinni 4. Júní. Fyrsti keppnisleikurinn verður síðan á móti Lúxemborg 9. júní. Holland er í fjórða sæti í sínum riðli og þarf að vinna alla sína leiki sem eftir eru til þess að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins á næsta ári.Heb je de persconferentie van de KNVB gemist?Niet getreurd, luister hem hier terug. https://t.co/Gt8YCSUGPE— VI (@VI_nl) May 9, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira