Higuain sýndi að hann getur verið maður stóru leikjanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 20:30 Higuain fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Juventus vann leikinn 2-0 og stendur því ansi vel að vígi enda á liðið eftir heimaleikinn og Juventus tapar aldrei á heimavelli. Higuain hafði ekki skorað í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðan í apríl árið 2013. Mörkin í kvöld voru númer þrjú og fjögur í 25 leikjum í útsláttarkeppninni. Eðlilega er því mikið búið að gagnrýna hann síðustu árin og því hafa mörk kvöldsins líklega verið sérstaklega sæt fyrir hann. Monaco hefur nánast skorað að vild í Meistaradeildinni í vetur en liðið keyrði á vegg í kvöld. Ef Monaco fékk færi þá varði bara Gianluigi Buffon sem var að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Ótrúlegt eintak. Juve var ekki búið að fá á sig mark í 531 mínútu fyrir leikinn og staðan er því nú að liðið hefur ekki fengið á sig mark í 621 mínútu í Meistaradeildinni. Ekki einu sinni Barcelona náði að skora gegn Juve í tveimur leikjum. Hér fyrir neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.34: Leik lokið. Juve í frábærum málum og með annan fótinn í úrslitaleiknum.20.29: Þetta er að fjara út.20.11: 20 mínútur eftir. Þetta er erfitt fyrir Monaco. Það virðist vera fyrirmunað að skora hjá Juventus.19.59: MARK !!!!! Aftur er það Gonzalo Higuain eftir undirbúning frá Dani Alves. Önnur geggjuð sending og annað mark. Juve komið langleiðina í úrslit með þessari stöðu. 0-2 fyrir Juventus.19.47: Síðari hálfleikur hafinn. Falcao kemst fljótt í gott færi en Buffon ver. Er hægt að skora hjá honum?19.30: Hálfleikur. Dómarinn ekki að bæta neinu við. 1-0 fyrir Juventus í leikhléi.19.24: Monaco er ekki að ná að opna vörn Juventus að neinu viti. Stemninginn í stúkunni er svo gott sem dáin. Samt er nóg eftir.19.13: MARK !!!!!!!!!! Var vart búinn að sleppa því að tala um Higuain er hann skorar á 29. mínútu. Dani Alves með geggjaðan undirbúning. Hælsending og klassaafgreiðsla. Juve komið með útivallarmarkið og Guð hjálpi nú Monaco.19.11: Higuain er búinn að gera sig líklegan í tvígang í framlínu Juve en við bíðum samt enn eftir fyrsta marki leiksins.19.03: Juve mun meira með boltann eða 66 prósent. Ekki að gera mikið við boltann annað en að bíða eftir að komast aftur til Tórínó með hann.19.01: Mbappé kemst í sitt fyrsta færi í kvöld. Fékk geggjaða sendingu í teiginn þar sem hann var einn en Buffon varði frábærlega. Ekkert óvænt þar.18.54: Juve ekki að gefa nein færi á sér og sækir svo hratt er tækifæri gefst. Ítalarnir fara sér í engu óðslega og bera mikla virðingu fyrir Monaco.18.45: Leikur hafinn. Buffon er að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Það er magnað.18.42: Allt að verða klárt. Juve líklega með aukamann í vörn. Hafa áhyggjur af sóknarleik Monaco.18.37: Tólf leikmenn hafa spilað með báðum þessum liðum. Einn þeirra, Thierry Henry, er á vellinum að vinna fyrir BT Sport. Framherja Monaco, Mbappé, er einmitt oft líkt við Henry.18.34: Það er ekki bara Monaco sem getur skorað mikið því Paulo Dybala hefur raðað inn mörkum fyrir Juve og verða heimamenn að hafa góðar gætur á honum.18.32: Það er mikil stemning á þessum annars sérstaka velli. Stuðningsmenn Monaco eru að upplifa spennandi tíma á ný og ætla að standa þétt við bak sinna manna.18.01: Komiði sæl og blessuð. Meistaradeildarkvöld fram undan. Þessi rimma verður afar áhugaverð. Ef eitthvað lið getur stöðvað sóknarþunga Monaco þá er það Juventus. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Juventus vann leikinn 2-0 og stendur því ansi vel að vígi enda á liðið eftir heimaleikinn og Juventus tapar aldrei á heimavelli. Higuain hafði ekki skorað í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðan í apríl árið 2013. Mörkin í kvöld voru númer þrjú og fjögur í 25 leikjum í útsláttarkeppninni. Eðlilega er því mikið búið að gagnrýna hann síðustu árin og því hafa mörk kvöldsins líklega verið sérstaklega sæt fyrir hann. Monaco hefur nánast skorað að vild í Meistaradeildinni í vetur en liðið keyrði á vegg í kvöld. Ef Monaco fékk færi þá varði bara Gianluigi Buffon sem var að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Ótrúlegt eintak. Juve var ekki búið að fá á sig mark í 531 mínútu fyrir leikinn og staðan er því nú að liðið hefur ekki fengið á sig mark í 621 mínútu í Meistaradeildinni. Ekki einu sinni Barcelona náði að skora gegn Juve í tveimur leikjum. Hér fyrir neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.34: Leik lokið. Juve í frábærum málum og með annan fótinn í úrslitaleiknum.20.29: Þetta er að fjara út.20.11: 20 mínútur eftir. Þetta er erfitt fyrir Monaco. Það virðist vera fyrirmunað að skora hjá Juventus.19.59: MARK !!!!! Aftur er það Gonzalo Higuain eftir undirbúning frá Dani Alves. Önnur geggjuð sending og annað mark. Juve komið langleiðina í úrslit með þessari stöðu. 0-2 fyrir Juventus.19.47: Síðari hálfleikur hafinn. Falcao kemst fljótt í gott færi en Buffon ver. Er hægt að skora hjá honum?19.30: Hálfleikur. Dómarinn ekki að bæta neinu við. 1-0 fyrir Juventus í leikhléi.19.24: Monaco er ekki að ná að opna vörn Juventus að neinu viti. Stemninginn í stúkunni er svo gott sem dáin. Samt er nóg eftir.19.13: MARK !!!!!!!!!! Var vart búinn að sleppa því að tala um Higuain er hann skorar á 29. mínútu. Dani Alves með geggjaðan undirbúning. Hælsending og klassaafgreiðsla. Juve komið með útivallarmarkið og Guð hjálpi nú Monaco.19.11: Higuain er búinn að gera sig líklegan í tvígang í framlínu Juve en við bíðum samt enn eftir fyrsta marki leiksins.19.03: Juve mun meira með boltann eða 66 prósent. Ekki að gera mikið við boltann annað en að bíða eftir að komast aftur til Tórínó með hann.19.01: Mbappé kemst í sitt fyrsta færi í kvöld. Fékk geggjaða sendingu í teiginn þar sem hann var einn en Buffon varði frábærlega. Ekkert óvænt þar.18.54: Juve ekki að gefa nein færi á sér og sækir svo hratt er tækifæri gefst. Ítalarnir fara sér í engu óðslega og bera mikla virðingu fyrir Monaco.18.45: Leikur hafinn. Buffon er að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Það er magnað.18.42: Allt að verða klárt. Juve líklega með aukamann í vörn. Hafa áhyggjur af sóknarleik Monaco.18.37: Tólf leikmenn hafa spilað með báðum þessum liðum. Einn þeirra, Thierry Henry, er á vellinum að vinna fyrir BT Sport. Framherja Monaco, Mbappé, er einmitt oft líkt við Henry.18.34: Það er ekki bara Monaco sem getur skorað mikið því Paulo Dybala hefur raðað inn mörkum fyrir Juve og verða heimamenn að hafa góðar gætur á honum.18.32: Það er mikil stemning á þessum annars sérstaka velli. Stuðningsmenn Monaco eru að upplifa spennandi tíma á ný og ætla að standa þétt við bak sinna manna.18.01: Komiði sæl og blessuð. Meistaradeildarkvöld fram undan. Þessi rimma verður afar áhugaverð. Ef eitthvað lið getur stöðvað sóknarþunga Monaco þá er það Juventus.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira