Lífið

Sjáðu Paper á táknmáli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Félag heyrnarlausra fór í liðinni viku í samstarf með táknmálsþýðendunum Kolbrúnu Völkudóttur og Elsu G. Björnsdóttur um að þýða Eurovision-lag okkar Íslendinga, Paper, eftir Svölu Björgvinsdóttur á táknmál.

„Félagið fékk starfsmann sinn til að leikstýra tónlistarmyndbandi þar sem tveir táknmálsþýðendur flytja lagið á alþjóðlegu táknmáli og þetta gefur döff fólki tækifæri að njóta íslenska lagsins áður en Eurovision hefst,“ segir í frétt á vef Félags heyrnarlausra.

Sjá má Paper á táknmáli í spilaranum hér að neðan.

Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga.

Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina.

Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.