Dansandi górillan er vinur Stellu Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 16. maí 2017 08:00 Danshöfundurinn Stella Rósenkranz fylgdi Svölu út til Kænugarðs. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar. Mér fannst ekkert dansatriði skara fram úr í ár en ég hafði gaman af sænsku kóreógrafíunni á hlaupabrettunum. Kannski aðallega af því að ég fíla lagið alveg massa vel en líka bara af því að ég er svo ánægð með að einhverjir eru að koma með Ok!Go stemninguna til baka,“ segir Stella, danshöfundur og deildarstjóri Dansstúdíós World Class, sem hefur starfað með Svölu Björgvinsdóttur í gegnum allt Eurovision-ferlið. Stella segir gaman að sjá þegar fólk lærir dansana sem hún semur.„Það er rosalega gaman að vinna svona lengi að atriði og sjá það svo á svona massívu sviði. Það er líka æðislegt að sjá að viðbrögðin eru jákvæð, fólk að fíla hreyfingarnar, læra þær og herma og svona. Svo eru auðvitað einhverjir sem fíla þetta ekki, það er alltaf þannig. En ég elska að sjá myndbönd af fólki sem hefur lært hreyfingarnar sem við bjuggum til.“ Henni þykir mjög vænt um lagið Paper og atriðið sjálft. „Það er geggjað að fara í svona risa verkefni með vinum sínum, lag sem Svala og Einar semja og skiptir þau miklu máli. Svo er alltaf gaman þegar við Svala hittumst og prófum okkur áfram á æfingum, rosa mikil samvinna og auðvelt að ná saman. Ég var með gæsahúð allan tímann í undanúrslitunum þegar hún flutti lagið og negldi það. Hún var bara eins og einhver ninja þarna uppi, ég fæ gæsahúð aftur núna bara við tilhugsunina.“ Hissa að hitta vin sin í EurovisionVinur Stellu vakti athygli sem dansandi górilla í atriði hins ítalska Francesco Gabbani.NORDICPHOTOS/GETTYStella segist ekki hafa kynnst neinum öðrum danshöfundum úti í Kænugarði. „En ég kynntist einum af sænsku dönsurunum. Svo var pínu gaman að því að ítalskur félagi minn var dansandi górillan í atriði Ítala. Við hittumst óvart á opnunarhátíðinni og vorum bæði mega hissa að hittast þarna, ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í Eurovision. Við vorum alltaf á sömu dansnámskeiðunum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þannig að þetta var skemmtileg. Hvað framhaldið varðar þá var ýmislegt rætt, skipst á símanúmerum og svona en ekkert neglt ennþá.“ Stella er að fara að vinna í nokkrum verkefnum á næstunni. „Það eru nokkur tónlistarmyndbönd uppi á borðinu sem ég get ekki rætt strax. En svo er ég að fara að undirbúa tónleikana hans Palla í Laugardalshöll í haust. 16 dansarar og yfir 20 lög, svo það er mikið að gera hjá mér í því.“ Eurovision Tónlist Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar. Mér fannst ekkert dansatriði skara fram úr í ár en ég hafði gaman af sænsku kóreógrafíunni á hlaupabrettunum. Kannski aðallega af því að ég fíla lagið alveg massa vel en líka bara af því að ég er svo ánægð með að einhverjir eru að koma með Ok!Go stemninguna til baka,“ segir Stella, danshöfundur og deildarstjóri Dansstúdíós World Class, sem hefur starfað með Svölu Björgvinsdóttur í gegnum allt Eurovision-ferlið. Stella segir gaman að sjá þegar fólk lærir dansana sem hún semur.„Það er rosalega gaman að vinna svona lengi að atriði og sjá það svo á svona massívu sviði. Það er líka æðislegt að sjá að viðbrögðin eru jákvæð, fólk að fíla hreyfingarnar, læra þær og herma og svona. Svo eru auðvitað einhverjir sem fíla þetta ekki, það er alltaf þannig. En ég elska að sjá myndbönd af fólki sem hefur lært hreyfingarnar sem við bjuggum til.“ Henni þykir mjög vænt um lagið Paper og atriðið sjálft. „Það er geggjað að fara í svona risa verkefni með vinum sínum, lag sem Svala og Einar semja og skiptir þau miklu máli. Svo er alltaf gaman þegar við Svala hittumst og prófum okkur áfram á æfingum, rosa mikil samvinna og auðvelt að ná saman. Ég var með gæsahúð allan tímann í undanúrslitunum þegar hún flutti lagið og negldi það. Hún var bara eins og einhver ninja þarna uppi, ég fæ gæsahúð aftur núna bara við tilhugsunina.“ Hissa að hitta vin sin í EurovisionVinur Stellu vakti athygli sem dansandi górilla í atriði hins ítalska Francesco Gabbani.NORDICPHOTOS/GETTYStella segist ekki hafa kynnst neinum öðrum danshöfundum úti í Kænugarði. „En ég kynntist einum af sænsku dönsurunum. Svo var pínu gaman að því að ítalskur félagi minn var dansandi górillan í atriði Ítala. Við hittumst óvart á opnunarhátíðinni og vorum bæði mega hissa að hittast þarna, ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í Eurovision. Við vorum alltaf á sömu dansnámskeiðunum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þannig að þetta var skemmtileg. Hvað framhaldið varðar þá var ýmislegt rætt, skipst á símanúmerum og svona en ekkert neglt ennþá.“ Stella er að fara að vinna í nokkrum verkefnum á næstunni. „Það eru nokkur tónlistarmyndbönd uppi á borðinu sem ég get ekki rætt strax. En svo er ég að fara að undirbúa tónleikana hans Palla í Laugardalshöll í haust. 16 dansarar og yfir 20 lög, svo það er mikið að gera hjá mér í því.“
Eurovision Tónlist Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira