Regla Verndar standi föngum fyrir þrifum og sé gagnslaus Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 Fangar hafa heimild til að afplána hluta dóms síns á áfangaheimilinu Vernd. Vísir/GVA Afstaða, félag fanga, hefur sent Fangelsismálastofnun erindi þar sem þess er farið á leit að reglu um afplánun á áfangaheimilinu Vernd verði breytt, því að hún gangi í berhögg við yfirlýst markmið áfangaheimilisins, að aðlaga fangann samfélaginu síðustu mánuði refsivistar hans. Reglan, sem Afstaða vill breyta, kveður á um að fangi skuli mæta í hús á kvöldverðartíma, mánudaga til föstudaga, fyrir klukkan 18 og dvelja þar til klukkan 19. Er þetta sagt liður í eftirliti með föngum. Afstaða segir þetta standa föngum fyrir þrifum. Þá hefur umboðsmaður barna hefur sent bréf til Fangelsismálastofnunar og spurt hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglan var sett.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir ljóst að reglan sé vond fyrir fjölskyldumenn. „Að meina föngum að vera á heimili sínu með fjölskyldunni á kvöldmatartíma, hlýtur að gera föngum erfiðara fyrir að aðlagast samfélagi sínu að nýju," útskýrir hann. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segist vilja tryggja að þessi barnvænu sjónarmið séu höfð með. „Okkur hefur þótt vanta upp á að fangelsisyfirvöld hafi í huga að fangar eiga líka börn.” Guðmundur Ingi segir regluna einnig standa í vegi fyrir atvinnumöguleikum fanga. „Og ekki síst framþróun í starfi. Margir fanganna hafa áhuga á að vinna í veitingageiranum, þar sem er mikla vinnu að fá um þessar mundir, en fá hreinlega ekki vinnu því þeir geta ekki unnið á matmálstíma.“ Hann bendir á að viðveruskyldan á milli kl. 18 og 19 hafi í einhverjum tilvikum leitt til þess að fangar hafi ekki getað sótt kvöldnámskeið, til dæmis til að öðlast ökuréttindi. Guðmundur segist skilja vel að eftirlit þurfi að hafa með föngum, meðal annars þeim sem eiga við fíknivanda að stríða. „En með því að setjast niður og ræða málin hlýtur að vera hægt að komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þetta er í raun gagnslaust eftirlit sem hamlar þessu fólki sem er að reyna að komast út í samfélagið á nýjan leik. Staðreyndin er sú að á milli kl. 18 og 19 frá mánudögum til föstudaga taka þeir fangar sem borða kvöldverð kannski 10 mínútur í það og hitta þar fyrir matráðskonu, en að því loknu fara þeir til herbergja sinna þar sem þeir dvelja þar til þeir mega fara aftur. Þegar hins vegar um er að ræða lögbundna frídaga sem ekki eru á laugardögum eða sunnudögum fara fangar beint til herbergja sinna. Eftirlitið er ekki meira en þetta,“ segir Guðmundur og kallar eftir breytingum. Samkvæmt lögum getur Fangelsismálastofnun leyft fanga að afplána, til að mynda á Vernd, sem er utan fangelsis hluta refsitímans, að því gefnu að hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem stofnunin hefur samþykkt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur sent Fangelsismálastofnun erindi þar sem þess er farið á leit að reglu um afplánun á áfangaheimilinu Vernd verði breytt, því að hún gangi í berhögg við yfirlýst markmið áfangaheimilisins, að aðlaga fangann samfélaginu síðustu mánuði refsivistar hans. Reglan, sem Afstaða vill breyta, kveður á um að fangi skuli mæta í hús á kvöldverðartíma, mánudaga til föstudaga, fyrir klukkan 18 og dvelja þar til klukkan 19. Er þetta sagt liður í eftirliti með föngum. Afstaða segir þetta standa föngum fyrir þrifum. Þá hefur umboðsmaður barna hefur sent bréf til Fangelsismálastofnunar og spurt hvort barnvæn sjónarmið hafi verið höfð til hliðsjónar þegar reglan var sett.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir ljóst að reglan sé vond fyrir fjölskyldumenn. „Að meina föngum að vera á heimili sínu með fjölskyldunni á kvöldmatartíma, hlýtur að gera föngum erfiðara fyrir að aðlagast samfélagi sínu að nýju," útskýrir hann. Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, segist vilja tryggja að þessi barnvænu sjónarmið séu höfð með. „Okkur hefur þótt vanta upp á að fangelsisyfirvöld hafi í huga að fangar eiga líka börn.” Guðmundur Ingi segir regluna einnig standa í vegi fyrir atvinnumöguleikum fanga. „Og ekki síst framþróun í starfi. Margir fanganna hafa áhuga á að vinna í veitingageiranum, þar sem er mikla vinnu að fá um þessar mundir, en fá hreinlega ekki vinnu því þeir geta ekki unnið á matmálstíma.“ Hann bendir á að viðveruskyldan á milli kl. 18 og 19 hafi í einhverjum tilvikum leitt til þess að fangar hafi ekki getað sótt kvöldnámskeið, til dæmis til að öðlast ökuréttindi. Guðmundur segist skilja vel að eftirlit þurfi að hafa með föngum, meðal annars þeim sem eiga við fíknivanda að stríða. „En með því að setjast niður og ræða málin hlýtur að vera hægt að komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þetta er í raun gagnslaust eftirlit sem hamlar þessu fólki sem er að reyna að komast út í samfélagið á nýjan leik. Staðreyndin er sú að á milli kl. 18 og 19 frá mánudögum til föstudaga taka þeir fangar sem borða kvöldverð kannski 10 mínútur í það og hitta þar fyrir matráðskonu, en að því loknu fara þeir til herbergja sinna þar sem þeir dvelja þar til þeir mega fara aftur. Þegar hins vegar um er að ræða lögbundna frídaga sem ekki eru á laugardögum eða sunnudögum fara fangar beint til herbergja sinna. Eftirlitið er ekki meira en þetta,“ segir Guðmundur og kallar eftir breytingum. Samkvæmt lögum getur Fangelsismálastofnun leyft fanga að afplána, til að mynda á Vernd, sem er utan fangelsis hluta refsitímans, að því gefnu að hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem stofnunin hefur samþykkt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira