Alls 349 Íslendingar í 61 aflandsfélagi í skattagögnunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 11:11 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Alls eru 349 íslenskar kennitölur í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattrannsóknarstjóri keypti sumarið 2015. Fjöldi aflandsfélaga með íslenska kennitölu er 61 talsins. Í sumum tilfellum nema undandregnir skattstofnar allt að nokkrum hundruðum milljóna króna.Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um skattrannsókn á grundvelli keyptra gagna. Benedikt segir að alls hafi 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna grunns um skattalagabrot sem tengjast Panamagögnunum. Þá hafi eitt mál verið tekið til rannsóknar eftir að skattrannsóknarstjóri keypti gögnin. Fyrirséð sé að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum.Engin ákæra verið gefin út Grunur um skattalagabrot í sex öðrum málum hefur vaknað við rannsóknina, að sögn Benedikts. Rannsókn er lokið í þremur málum; tveimur hefur verið vísað til héraðssaksóknara og ákvörðun verið tekin um að gera kröfu um sekt hjá yfirskattamál í þriðja málinu. Engin ákæra hefur verið gefin út. Rannsóknir á sjö málum eru á lokastigi og þá hefur rannsókn átta mála verið felld niður. Í svari Benedikts segir að þegar hafi verið send út bréf til 229 einstaklinga í tengslum við hin keyptu gögn og til viðbótar þeim sem hafi fengið bréf hafi fleiri íslenskir aðilar, sem komu fram í gögnunum, verið skoðaðir hjá embættinu. Það sé þó án þess að formlegar bréfaskriftir hafi átt sér stað. Þá segir hann að útilokað sé að segja með nákvæmni um hversu háar fjárhæðir sé að ræða í óloknum málum. Hins vegar nemi undandregnir skattstofnar í einstökum málum allt að nokkrum hundruðum milljónum króna. Þá sé fyrirséð að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum, þar sem grunur liggi fyrir um skattlagabrot, en rannsókn ekki formlega hafin. Tengdar fréttir Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01 Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Alls eru 349 íslenskar kennitölur í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattrannsóknarstjóri keypti sumarið 2015. Fjöldi aflandsfélaga með íslenska kennitölu er 61 talsins. Í sumum tilfellum nema undandregnir skattstofnar allt að nokkrum hundruðum milljóna króna.Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um skattrannsókn á grundvelli keyptra gagna. Benedikt segir að alls hafi 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna grunns um skattalagabrot sem tengjast Panamagögnunum. Þá hafi eitt mál verið tekið til rannsóknar eftir að skattrannsóknarstjóri keypti gögnin. Fyrirséð sé að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum.Engin ákæra verið gefin út Grunur um skattalagabrot í sex öðrum málum hefur vaknað við rannsóknina, að sögn Benedikts. Rannsókn er lokið í þremur málum; tveimur hefur verið vísað til héraðssaksóknara og ákvörðun verið tekin um að gera kröfu um sekt hjá yfirskattamál í þriðja málinu. Engin ákæra hefur verið gefin út. Rannsóknir á sjö málum eru á lokastigi og þá hefur rannsókn átta mála verið felld niður. Í svari Benedikts segir að þegar hafi verið send út bréf til 229 einstaklinga í tengslum við hin keyptu gögn og til viðbótar þeim sem hafi fengið bréf hafi fleiri íslenskir aðilar, sem komu fram í gögnunum, verið skoðaðir hjá embættinu. Það sé þó án þess að formlegar bréfaskriftir hafi átt sér stað. Þá segir hann að útilokað sé að segja með nákvæmni um hversu háar fjárhæðir sé að ræða í óloknum málum. Hins vegar nemi undandregnir skattstofnar í einstökum málum allt að nokkrum hundruðum milljónum króna. Þá sé fyrirséð að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum, þar sem grunur liggi fyrir um skattlagabrot, en rannsókn ekki formlega hafin.
Tengdar fréttir Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01 Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01
Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48