Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. janúar 2026 09:44 Pétur Marteinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir keppast um oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Vísir/samsett Oddvitaefni Samfylkingarinnar eru ósammála um hvort sitjandi borgarstjóri sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki. Þau segja prófkjörsbaráttuna hafa einkennst af virðingu og hafa ekki upplifað ljótan eða harkalegan oddvitaslag. Þá segjast þau sammála um að það skipti máli að Samfylkingin gangi sameinuð til kosninga í vor, hvort sem sitjandi borgarstjóri eða nýliði með ferska sýn leiði flokkinn í borginni. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Þau Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson mættust í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á laugardaginn fer fram prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík og þau hafa bæði gefið kost á sér í fyrsta sætið. Mikið í símanum, en ekki að smala „Ég er nú ekki mikið að smala, ég er nú meira að tala við fólk sem ég þekki í flokknum,“ sagði Heiða, spurð hvernig „smölunin“ gangi. Hún hafi starfað lengi í Samfylkingunni, þekki flokkinn vel og almennt hafi hún helgað sitt starf því að styrkja starf flokksins og ræða málefnin. Hún finni áhuga hjá fólki að ganga í Samfylkinguna að undanförnu og það sé ekki aðeins bundið við prófkjörið framundan. Pétur viðurkennir að það sé allt öðruvísi fyrir hann að taka oddvitaslaginn, komandi utan frá, á móti sitjandi borgarstjóra. „Þetta er rosalega bratt og nýtt allt fyrir mér. Ég hef ekki verið í grasrótinni í Samfylkingunni og kem hérna inn bara um áramótin og ég skil mjög vel að þetta sé bratt, að fara beint í oddvitann,“ sagði Pétur. Hann hafi undanfarna daga verið að hringja í fólk í flokknum og kynna sig. Hann hafi haft gaman af því að tala við alls konar fólk í flokknum, meðal annars „gamla flokkshesta,“ og segir að sér hafi almennt verið mjög vel tekið, líka af Heiðu sjálfri. Engin leiðindi milli Péturs og Heiðu Sextán gefa kost á sér í prófkjörinu þar sem valið verður um efstu sex sætin á lista flokksins í borginni. Raðað verður upp í hin sætin á listanum. Spurð hvort þau muni styðja hvort annað, ef þau vinni ekki prófkjörið sjálf, segjast Pétur og Heiða sammála um að hvort þeirra sem vinnur oddvitaslaginn, þá muni Samfylkingin snúa bökum saman í komandi kosningum. „Við erum að bjóða okkur fram fyrir Samfylkinguna, ekki fyrir okkur,“ sagði Heiða. Pétur tók undir og segir að liðsheildin skipti hann miklu máli, alveg sama hver niðurstaðan verður á laugardaginn. Hvorugt þeirra sé að pæla í því núna hvort þau myndu taka sæti neðar á lista ef þau tapi. „Það hefur farið vel á með okkur. Við erum bara að kynnast í svona þáttum, við þekktumst ekkert fyrir þetta. Það er nú oft þannig þegar það er slagur á milli oddvita að hann verður dálítið ljótur, aggressívur,“ sagði Pétur. Það eigi hins vegar alls ekki við í þeirra tilfelli. Þótt hann segist ekki bjóða sig fram „til höfuðs“ Heiðu, þá vilji hann bjóða upp á breytingar og „ferskan lista“ sem byggi þó á grunngildum jafnaðarstefnunnar. Hann telji sig geta tekið við og boðið upp á „ferskari sýn á hlutina.“ Heiða segist algjörlega óhrædd við að leggja sín verk í dóm kjósenda en það hafi ekki komið henni á óvart að fá mótframboð. Hún taki því ekki persónulega en það hafi komið á óvart að mótframbjóðandinn kæmi utan frá, en ekki innan úr Samfylkingunni. „Þetta er eitt mitt stærsta pólitíska afrek,“ sagði Heiða um það þegar henni tókst að mynda nýjan meirihluta í Reykjavík eftir að Framsóknarflokkurinn sleit meirihlutasamstarfi. Hún vill meina að nýr meirihluti sem hún leiðir sé betri og hafi komið fleiri málum til leiðar en meirihlutinn sem var á undan, og Samfylkingin átti einnig aðild að. Atvinnupólitíkus eða ekki? Pétur vill meina að það sé styrkleikamerki fyrir flokkinn að flokksfólk fái sjálft að velja sér oddvita. Þá setti hann Samfylkinguna í samhengi við sambærilega flokka á Norðurlöndum. „Sósíaldemókratískur flokkur á að vera stór flokkur, á að vera breiður flokkur. Og það sem Kristrún hefur gert í landsmálunum er einmitt að stækka flokkinn og ég held að það séu tækifæri í borginni í því,“ sagði Pétur. Heiða virtist ekki líta þetta alveg sömu augum og Pétur, en þó. „Já,“ sagði Heiða hugsi, „en ég held að það sé mikilvægt líka að halda fókus á hvað það er sem er að vera jafnaðarmaður. Og þegar öfgarnar aukast í báðar áttir, að þá sé sterk miðja það besta,“ sagði Heiða. Hvað sem öðru líður leggur Pétur áherslu á að setja saman sterkt lið fyrir Samfylkinguna í vor. „Vera með tvo valkosti, hún kemur innan úr kerfinu, er sitjandi borgarstjóri. Ég kem utan að frá með allt aðra reynslu, er ekki atvinnupólitíkus. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er stór ákvörðun fyrir fólk í Samfylkingunni að ákveða að velja mig. En ég held að það gæti verið stemning fyrir breytingum fyrir kosningarnar í vor,“ sagði Pétur. Heiða segist biðja um stuðning til að fá að leiða listann í vor. „Ég er enginn atvinnupólitíkus. Ég er bara fjögurra barna móðir úr Laugardalnum, hef reynt ýmislegt. Ég hef sagt að ég sé fjölþjónustunotandi Reykjavíkurborgar, hef búið hérna lengi. Mér finnst mikilvægt að fólk sem að þekkir borgina vel bjóði sig vel bjóði sig fram. Fólk sem þekkir bæði hvernig borgin starfar og hvernig borgin virkar fyrir okkur íbúa. Eftir að ég tók við þá hefur fylgið aukist,“ sagði Heiða. Heiða hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar síðan 2014, var um tíma varaformaður Samfylkingarinnar og var kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélgaga árið 2022. Hún hætti sem formaður samtakanna þegar hún tók við sem borgarstjóri 2025. Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Þau Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson mættust í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun en á laugardaginn fer fram prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík og þau hafa bæði gefið kost á sér í fyrsta sætið. Mikið í símanum, en ekki að smala „Ég er nú ekki mikið að smala, ég er nú meira að tala við fólk sem ég þekki í flokknum,“ sagði Heiða, spurð hvernig „smölunin“ gangi. Hún hafi starfað lengi í Samfylkingunni, þekki flokkinn vel og almennt hafi hún helgað sitt starf því að styrkja starf flokksins og ræða málefnin. Hún finni áhuga hjá fólki að ganga í Samfylkinguna að undanförnu og það sé ekki aðeins bundið við prófkjörið framundan. Pétur viðurkennir að það sé allt öðruvísi fyrir hann að taka oddvitaslaginn, komandi utan frá, á móti sitjandi borgarstjóra. „Þetta er rosalega bratt og nýtt allt fyrir mér. Ég hef ekki verið í grasrótinni í Samfylkingunni og kem hérna inn bara um áramótin og ég skil mjög vel að þetta sé bratt, að fara beint í oddvitann,“ sagði Pétur. Hann hafi undanfarna daga verið að hringja í fólk í flokknum og kynna sig. Hann hafi haft gaman af því að tala við alls konar fólk í flokknum, meðal annars „gamla flokkshesta,“ og segir að sér hafi almennt verið mjög vel tekið, líka af Heiðu sjálfri. Engin leiðindi milli Péturs og Heiðu Sextán gefa kost á sér í prófkjörinu þar sem valið verður um efstu sex sætin á lista flokksins í borginni. Raðað verður upp í hin sætin á listanum. Spurð hvort þau muni styðja hvort annað, ef þau vinni ekki prófkjörið sjálf, segjast Pétur og Heiða sammála um að hvort þeirra sem vinnur oddvitaslaginn, þá muni Samfylkingin snúa bökum saman í komandi kosningum. „Við erum að bjóða okkur fram fyrir Samfylkinguna, ekki fyrir okkur,“ sagði Heiða. Pétur tók undir og segir að liðsheildin skipti hann miklu máli, alveg sama hver niðurstaðan verður á laugardaginn. Hvorugt þeirra sé að pæla í því núna hvort þau myndu taka sæti neðar á lista ef þau tapi. „Það hefur farið vel á með okkur. Við erum bara að kynnast í svona þáttum, við þekktumst ekkert fyrir þetta. Það er nú oft þannig þegar það er slagur á milli oddvita að hann verður dálítið ljótur, aggressívur,“ sagði Pétur. Það eigi hins vegar alls ekki við í þeirra tilfelli. Þótt hann segist ekki bjóða sig fram „til höfuðs“ Heiðu, þá vilji hann bjóða upp á breytingar og „ferskan lista“ sem byggi þó á grunngildum jafnaðarstefnunnar. Hann telji sig geta tekið við og boðið upp á „ferskari sýn á hlutina.“ Heiða segist algjörlega óhrædd við að leggja sín verk í dóm kjósenda en það hafi ekki komið henni á óvart að fá mótframboð. Hún taki því ekki persónulega en það hafi komið á óvart að mótframbjóðandinn kæmi utan frá, en ekki innan úr Samfylkingunni. „Þetta er eitt mitt stærsta pólitíska afrek,“ sagði Heiða um það þegar henni tókst að mynda nýjan meirihluta í Reykjavík eftir að Framsóknarflokkurinn sleit meirihlutasamstarfi. Hún vill meina að nýr meirihluti sem hún leiðir sé betri og hafi komið fleiri málum til leiðar en meirihlutinn sem var á undan, og Samfylkingin átti einnig aðild að. Atvinnupólitíkus eða ekki? Pétur vill meina að það sé styrkleikamerki fyrir flokkinn að flokksfólk fái sjálft að velja sér oddvita. Þá setti hann Samfylkinguna í samhengi við sambærilega flokka á Norðurlöndum. „Sósíaldemókratískur flokkur á að vera stór flokkur, á að vera breiður flokkur. Og það sem Kristrún hefur gert í landsmálunum er einmitt að stækka flokkinn og ég held að það séu tækifæri í borginni í því,“ sagði Pétur. Heiða virtist ekki líta þetta alveg sömu augum og Pétur, en þó. „Já,“ sagði Heiða hugsi, „en ég held að það sé mikilvægt líka að halda fókus á hvað það er sem er að vera jafnaðarmaður. Og þegar öfgarnar aukast í báðar áttir, að þá sé sterk miðja það besta,“ sagði Heiða. Hvað sem öðru líður leggur Pétur áherslu á að setja saman sterkt lið fyrir Samfylkinguna í vor. „Vera með tvo valkosti, hún kemur innan úr kerfinu, er sitjandi borgarstjóri. Ég kem utan að frá með allt aðra reynslu, er ekki atvinnupólitíkus. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er stór ákvörðun fyrir fólk í Samfylkingunni að ákveða að velja mig. En ég held að það gæti verið stemning fyrir breytingum fyrir kosningarnar í vor,“ sagði Pétur. Heiða segist biðja um stuðning til að fá að leiða listann í vor. „Ég er enginn atvinnupólitíkus. Ég er bara fjögurra barna móðir úr Laugardalnum, hef reynt ýmislegt. Ég hef sagt að ég sé fjölþjónustunotandi Reykjavíkurborgar, hef búið hérna lengi. Mér finnst mikilvægt að fólk sem að þekkir borgina vel bjóði sig vel bjóði sig fram. Fólk sem þekkir bæði hvernig borgin starfar og hvernig borgin virkar fyrir okkur íbúa. Eftir að ég tók við þá hefur fylgið aukist,“ sagði Heiða. Heiða hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar síðan 2014, var um tíma varaformaður Samfylkingarinnar og var kjörin formaður Sambands íslenskra sveitarfélgaga árið 2022. Hún hætti sem formaður samtakanna þegar hún tók við sem borgarstjóri 2025.
Samfylkingin Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira