Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni henti hvorki fylgdarlausum börnum né fórnarlömbum mansals Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 10:29 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Vísir/Ernir Útlendingastofnun telur móttökuúrræði sitt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, sem hugsað er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, ófullnægjandi. Það geti ekki tekið nægilega vel á móti einstaklingum í viðkvæmri stöðu og hefur stofnunin þurft að grípa til ýmissa bráðabirgðaúrræða.Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um fórnarlömb mansals. Sigríður segir að stofnunin telji sig ekki geta tekið nægilega vel á móti fylgdarlausum börnum og fórnarlömbum mansals, eða ákveðnum fjölskyldusamsetningum, svo sem einstæðum mæðrum sem eigi hálfstálpaða drengi eða einstæðum feðrum með ung börn eða unglingsstúlkur. „Grípa hefur þurft til annarra bráðabirgðaúrræða fyrir þessa einstaklinga, t.d með vistun fylgdarlausra barna hjá fósturfjölskyldum. Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni er ekki nægjanlega stórt og ræður ekki við fjölbreyttan hóp umsækjenda um vernd eins og móttökumiðstöð þarf að gera,“ segir Sigríður. Þá tekur hún fram að ekkert rými sé í húsnæðinu til tómstundaiðkana eða afþreyingar fyrir fullorðna eða börn, hvorki innanhúss né utan. Viðtalsherbergi séu ekki til staðar og engin móttaka fyrir gesti. „Það er vilji Útlendingastofnunar að tekin verði í notkun móttökumiðstöð sem fullnægir þeim þörfum sem hér hafa verið tíundaðar og getur hýst margfalt fleiri einstaklinga en Bæjarhraunið gerir í dag. Rétt er að árétta að móttökukerfið í heild sinni þarf að vera sveigjanlegt og geta bæði stækkað og dregist saman eftir þörfum. Reynsla síðasta hausts sýnir að snörp aukning getur haft áhrif á þá þjónustu og það húsnæði sem þarf að vera til staðar.“ Sigríður tekur undir með Útlendingastofnun um nauðsyn þess að tekin sé í notkun viðunandi móttökumiðstöð sem komi til móts við mismunandi þarfir hælisleitenda á hverjum tíma. Útfærsla móttökumiðstöðva séu í stöðugri skoðun með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Útlendingastofnun telur móttökuúrræði sitt í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, sem hugsað er fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, ófullnægjandi. Það geti ekki tekið nægilega vel á móti einstaklingum í viðkvæmri stöðu og hefur stofnunin þurft að grípa til ýmissa bráðabirgðaúrræða.Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um fórnarlömb mansals. Sigríður segir að stofnunin telji sig ekki geta tekið nægilega vel á móti fylgdarlausum börnum og fórnarlömbum mansals, eða ákveðnum fjölskyldusamsetningum, svo sem einstæðum mæðrum sem eigi hálfstálpaða drengi eða einstæðum feðrum með ung börn eða unglingsstúlkur. „Grípa hefur þurft til annarra bráðabirgðaúrræða fyrir þessa einstaklinga, t.d með vistun fylgdarlausra barna hjá fósturfjölskyldum. Móttökuúrræðið í Bæjarhrauni er ekki nægjanlega stórt og ræður ekki við fjölbreyttan hóp umsækjenda um vernd eins og móttökumiðstöð þarf að gera,“ segir Sigríður. Þá tekur hún fram að ekkert rými sé í húsnæðinu til tómstundaiðkana eða afþreyingar fyrir fullorðna eða börn, hvorki innanhúss né utan. Viðtalsherbergi séu ekki til staðar og engin móttaka fyrir gesti. „Það er vilji Útlendingastofnunar að tekin verði í notkun móttökumiðstöð sem fullnægir þeim þörfum sem hér hafa verið tíundaðar og getur hýst margfalt fleiri einstaklinga en Bæjarhraunið gerir í dag. Rétt er að árétta að móttökukerfið í heild sinni þarf að vera sveigjanlegt og geta bæði stækkað og dregist saman eftir þörfum. Reynsla síðasta hausts sýnir að snörp aukning getur haft áhrif á þá þjónustu og það húsnæði sem þarf að vera til staðar.“ Sigríður tekur undir með Útlendingastofnun um nauðsyn þess að tekin sé í notkun viðunandi móttökumiðstöð sem komi til móts við mismunandi þarfir hælisleitenda á hverjum tíma. Útfærsla móttökumiðstöðva séu í stöðugri skoðun með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira