Minni peningar en fleiri gæðastundir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2017 08:15 Katrín og Kristín bjuggu til nýtt eldhús þar sem áður var svefnherbergi og tóku niður vegg milli þess og stofunnar. Vísir/GVA Þingholtin, járnhlið og tröppur. Kristín Eysteinsdóttir kemur til dyra, Katrín Oddsdóttir, kölluð Kata, hefur nýlokið við að hella á könnuna og býður til sætis við borðstofuborðið. Eru þær miðbæjarrottur? Kristín verður fyrir svörum – hugsandi til baka: „Ja, Kata ólst upp í Skjólunum og ég var mikið að leika mér þar, ég hef örugglega hitt hana í Einarsbúð og strítt henni. Svo fór ég í Kvennó og Kata í MR. Við bjuggum saman í Hlíðunum í fimm ár og svo á Lindargötunni þannig að radíusinn er ekkert rosalega stór. Það á fáránlega vel við okkur að vera nálægt miðbænum.“ Kristín: „Þessi hluti Þingholtanna er líka bara eins og dásamlegur smábær úti á landi. Hér eru litlir leikvellir og leynigarðar víða og bara falleg og góð stemning. Maður þekkir alla nágrannana, fær lánaða hluti og stutt á leikskólann. Allt rólegt. Svipað og að vera á Seyðisfirði nema með þeim kosti að geta farið niður í bæ á átta mínútum.“ Katrín: „Ég hélt það væri eitthvert snobb að búa í Þingholtunum en það eru alveg falleg gildi bak við það. Að vera nærri hringiðu menningar og sjá líf þegar maður kemur út en samt ekki í sollinum.“ Kristín og Katrín keyptu húsið nýlega af þriðju kynslóð frá þeim sem byggðu það. Þær eru búnar að breyta eldhúsi í baðherbergi, svefnherbergi í eldhús, taka niður veggi milli þess og stofu og stækka dyr inn í aðra stofu. „Allar breytingar sem við höfum gert reyndum við að hafa í anda hússins,“ segir Kata. „Ætlum að fara að gera upp gluggana smátt og smátt og hafa þá í upprunalegri mynd.“ „Það er eilífðarverkefni að eiga gamalt hús en ótrúleg gleði sem fylgir því,“ segir Kristín og lýsir draumnum um svalir út frá stofunni og tröppur þaðan niður í garð þar sem börnin geti leikið sér. Þær eiga nefnilega tvö börn, dótturina Díu sem verður fjögurra ára í júlí og soninn Aron, tveggja ára. Hún segir börnin vera sálufélaga. „Þau ná ótrúlega vel saman. Það er eins og þau hafi verið ætluð hvort öðru sem systkini.“ "Ef við leikum alltaf þá leiki sem eru sennilegir, þá að lokum deyr skákin, en ef maður gerir hluti eftir innsæinu viðhelst líf og fjör.“ Vísir/GVA Katrín hefur starfað sem lögmaður undanfarin ár en tók sér frí frá því starfi um sinn. „Ég byrjaði á að taka mér launalaust leyfi í eitt ár, frá þarsíðustu áramótum til að vera með dótturinni og líka að berjast fyrir stjórnarskrármálinu sem ég hef mikinn áhuga á. Er búin að kenna dálítið uppi í HR, halda fyrirlestra í ýmsum löndum um stjórnarskrármálið og gera ýmislegt skemmtilegt. En ég er frjáls með tímann minn og það á ótrúlega vel við mig. Nú eru börnin orðin tvö til að sinna. Það er yndislegt. Sakna samt stundum lögmennskunnar og frábærra samstarfsfélaga á Rétti. Það er gaman að berjast þar því ég hef verið svo heppin að fá að vinna í mörgum málum sem mér finnst ég virkilega vera að gera gagn í. Sem var ástæðan fyrir að ég fór í þetta fag.“ Á leið hvor í sína átt Katrín er formaður Stjórnarskrárfélagsins og er að búa sig undir ráðstefnu í Bandaríkjunum með Berkley-háskóla í byrjun júní. „Íslenska stjórnarskrármálið hefur vakið gríðarlega athygli fræðimanna úti um allan heim og ekki síður sú tregða sem er á framgangi þess hér. Prófessorar við flottustu háskólana í Bandaríkjunum, eins og Harvard, Stanford og Yale, hafa verið að kenna um þetta íslenska ferli í lagadeildum og víðar. Það eru yfir þrjátíu manns að fara frá Íslandi á þessa ráðstefnu, þar á meðal þingmenn, og ég held að hún muni hafa áhrif. Þetta er langhlaup en klárast eins og annað. Það eru svo ótrúlega margar breytingar fólgnar í stjórnarskrárdrögunum sem samfélagið þarfnast. Nú þegar lýðræðissamfélög standa víða höllum fæti og traust gagnvart kjörnum fulltrúum rýrnar úti um allt, er það dýrmætt á heimsvísu að eiga dæmi um framtak eins og íslenska stjórnarskrárferlið því það gefur öðrum innblástur, jafnvel þótt við höfum ekki enn náð að klára málið með því að lögfesta nýju stjórnarskrána. Ráðstefnan er í San Francisco 3. júní og verður með nokkurs konar þjóðfundarsniði, það mega allir taka þátt en þurfa að skrá sig.“ Kristín kveðst því miður ekki komast með vestur um haf enda sé hún að fara í átta daga ferð til Kína síðar í þessum mánuði. „Sýningu frá Borgarleikhúsinu er boðið á listahátíð í Macau, sem er ansi sérstök borg og oft kölluð Las Vegas Kína, enda er hún full af spilavítum og karókístöðum. Við erum rúmlega 20 manna hópur sem fer frá leikhúsinu og við sýnum Mávinn eftir Tsjekov, en þetta er þriðja hátíðin sem þeirri sýningu er boðið á, hinar voru í Póllandi og Finnlandi. Sýningin er löguð að Íslandi, gerist í sumarbústað í íslenskri sveit og vakti mikla athygli þegar hún var sýnd hérlendis. Það er mikill spenningur og tilhlökkun að sýna á svona framandi menningarsvæði og afar nærandi fyrir leikhópinn.“ Kata kveðst alveg hefði þegið að fara með til Kína, en þegar þær hafi farið að horfa á skipulagið hafi þeim fundist ómögulegt að vera svona lengi í burtu og tekið hagsmuni barnanna fram yfir eigin. Það er samt mjög slæmt fyrir mig að missa af þessu og þegar ég heyrði að það væri sérstakt karókíherbergi á hótelinu fann ég til virkilegrar öfundsýki. Þá bara sagði ég: Ég trúi þessu ekki, ég vil koma með! Kristín: „Ég get staðfest að ef ég ætla að gleðja Kötu þá fer ég með hana í karókí. Þar eru, eins og hún segir, fullorðnir að leika sér og ég held að henni finnist fátt skemmtilegra en fara í karókí eða út í brennó.“ Kata: „Eða spuna, ég er á fullu í spuna, það er ótrúlega skemmtilegt. Maður má ekki gleyma að leika sér. Það er nefnilega dálítil gildra þetta fullorðinskonsept. Við látum teyma okkur inn í eitthvert ástand sem er bara hundleiðinlegt. Hvað gerðum við til að verðskulda þetta? Enda situr fólk bara og hellir í sig, það er eina leiðin til að fá útrás.“ Súrefni í lífið Kristín: „Fyrir einu og hálfu ári vorum við báðar í ótrúlega krefjandi vinnu þótt hvorug okkar hefði stefnt á það. Sumir eru með fimm ára plan um að vera orðnir eitthvað sérstakt eða klífa metorðastigann að ákveðnu takmarki, en í eðli okkar viljum við hafa frekar mikið frelsi í lífinu og ég er oft bara frekar löt. Mér finnst það vera kostur. Það virðist stöðutákn að vera á fullu alls staðar en mér líður best þegar ég hef mikinn tíma til að lesa og hugsa. Þegar við tókum ákvörðun um að Kata hætti í fastri vinnu utan heimilis kom bara rosa mikið súrefni inn í líf okkar. Fyrst og fremst vorum við að gera þetta með hagsmuni barnanna okkar í huga og líka sambands okkar. Við eigum minni pening en miklu fleiri gæðastundir og miklu betra líf.“ Katrín: „Já, eyðsla er bara visst fall af tekjum. Við erum búnar að vera saman frá 2002 og það er alveg ljóst að við höfum aldrei átt feita sjóði, eyðum bara þeim peningum sem okkur áskotnast, í ýmsa gáfulega hluti svo sem. Nú eigum við yndislegt heimili og höfum nóg, því ættum við þá báðar að eyða þeim tíma sem við höfum núna í að vinna og vinna, meðan við erum báðar fullfrískar og með lítil börn? Það er engin góð ástæða sem poppar upp í hugann nema hvað við njótum þess báðar að vinna við það sem við höfum valið okkur og ég held að við höfum ýmislegt til málanna að leggja báðar – en þessi ákvörðun reyndist alger snilld.“ Kristín: „Ég held það sé veruleiki rosa margra foreldra að hittast í dyrunum og hafa vaktaskipti.“ Katrín: „Það geta auðvitað ekki allir leyft sér að gera þetta eins og við.“ Kristín: „Nei, okkar uppskrift gildir ekki nema svigrúm sé til að forgangsraða.“ Katrín: „Mér finnst rosa margt í lífinu vera eftir einhverri forskrift sem maður samþykkti aldrei. Eins og maður sé búinn að skrifa undir ósýnilegan samning og svo stefnir allt í einhverja átt sem maður var aldrei viss um af hverju var valin. Við Kristín reynum að spyrja spurninga um þessa vegferð og sérstaklega áfangastaðinn. Kristín var aldrei með þau langtímaáform að verða borgarleikhússtjóri en fyrst hún fékk þetta tækifæri þá var tilvalið fyrir mig að hægja á mér. Þegar hún svo ákveður að fara að gera eitthvað annað get ég tekið mössun í vinnumálunum.“ Kristín: „Kata er leynivopnið mitt og ég gæti aldrei gert þetta án hennar, í gegnum samtöl við hana fæ ég mínar bestu hugmyndir og hennar stuðningur er lykillinn að því að ég geti látið þetta allt saman ganga upp. Þegar ég hugsa fimm ár aftur í tímann skil ég ekki hvað ég var að gera á daginn. Þá var ég barnlaus en fastráðin í Borgarleikhúsinu og vann tvær uppfærslur á ári að meðaltali. Núna er hver einasta mínúta skipulögð. Amma hennar Kötu sagði að lífið kæmi í gusum og það er svolítið þannig. Dóttir okkar var bara nokkurra mánaða þegar mér var boðið að taka við starfi leikhússtjóra.“ Katrín og Kristín í nýja eldhúsinu í gamla húsinu. Vísir/GVA Katrín: „Ég vil meina að Kristín hafi verið í eðlunni svokölluðu á þessum rólega tíma. Eðlan getur legið grafkyrr á steini tímunum saman með opin augun og bara verið. Það get ég ekki. Ég sef aldrei út og það er í eðli mínu að vera alltaf á fullu, er með svo hratt tempó en Kristín rosa rólegt. Oft sækja andstæður hvor í aðra. Kristín er líka góður stjórnandi, réttsýn og úrræðagóð, af því að hún hefur tamið sér rólyndi. Þannig að hún er að uppskera þótt hún hafi ekki verið á fullu að rembast við að komast upp á einhvern topp.“ Djarft leikhús Kristín er einmitt þessa dagana á fullu að skipuleggja næsta leikár. „Við erum búin að stilla öllu árinu upp, raða í hlutverk og ráða listræna stjórnendur. Tíminn sem leikhúsið er algerlega í fríi er júlí, svo fer allt í gang aftur,“ lýsir hún og segir Borgarleikhúsið verða djarft og pólitískt ögrandi á næsta leikári sem hefst með frumsýningu á 1984, leikgerð eftir bók George Orwell. „Kannski er það þannig með klassísk verk að maður getur alltaf lesið þau inn í samtímann, en þegar maður les þetta í dag þá upplifir maður að þetta sé skrifað nákvæmlega um það sem er að gerast í Bandaríkjunum og víða í kringum okkur. Í verkinu er einstaklingur sem vinnur við að breyta fréttum hjá Sannleiksráðuneytinu, því það er bara einn sannleikur og allur heimurinn ritskoðaður út frá því en mennskan og ástin verða algerlega hornreka. Svo erum við að gera verk út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis, sem ber vinnuheitið Guð blessi Ísland. Bak við það er sami hópur og stóð að Njálu og verður mjög hressandi og afhjúpandi sýning, mikil músík og dans og verið að rannsaka okkar mannlega eðli. Svo erum við að fara í Rocky Horror, sem er beitt partí með þungri undiröldu og valinn maður í hverju rúmi. Við erum með níu frumsýningar á næsta ári, Ellý heldur áfram en Mamma Mia! rennur sitt skeið fyrir sumarfrí. Þegar við klárum leikárið verða tæplega 104 þúsund miðar seldir, það er mikið í rúmlega 300 þúsund manna samfélagi.“ Heppnar með foreldra Nú vil ég vita aðeins um uppruna þeirra Kristínar og Katrínar. Kristín: „Ég er uppalin á Seltjarnarnesi, mamma mín, Kristín Guðmundsdóttir, vann lengi sem ritari hjá Alþingi og síðan Hæstarétti. Pabbi, Eysteinn Jósefsson, var múrari, hann er látinn. Ég á tvö systkini sem eru tíu og þrettán árum eldri en ég. Ég er ættleidd innan fjölskyldunnar og þekki alveg líffræðilega foreldra mína líka. Átti mjög góða æsku. Bróðir minn Illugi hafði mikil áhrif á það að ég fór að starfa við listir. Ég var mikið í tónlist sem barn, ætlaði alltaf að verða tónlistarmaður og gaf út plötu þegar ég var 21 árs með eigin lögum. En ég var í leikfélagi í Kvennó og röð tilviljana ýtti mér inn á þessa leikhúsbraut. Ef maður skrúfar fyrir einn krana þá fer orkan út einhvers staðar annars staðar og eftir að ég fór að sinna leikhúsinu og skapa þar hef ég haft litla þörf fyrir annað. Ég lærði leikhúsfræði í Danmörku og svo fórum við Kata saman í framhaldsnám til London 2006.“ Kata: „Pabbi minn og mamma eru Oddur og Día, Oddur Benediktsson sem var prófessor í tölvunarfræði en er látinn og Hólmfríður R. Árnadóttir sem var í alls konar framkvæmdastjórastöðum en var menntaður loftskeytamaður. Af því að hún var kona komst hún aldrei á sjó sem var þó draumurinn hennar og minn líka að einhverju leyti. Ég hef aldrei fylgt honum en mig langar að prófa að vera til sjós. Mér var ekki einu sinni boðið á sjóinn þegar ég starfaði einn vetur á Norðfirði sem blaðamaður, eins og ég eignaðist nú frábæra vini þar. Foreldrarnir mínir áttu tvö börn hvort þegar þau tóku saman og eignuðust svo tvö þannig að við erum sex alls. Því líður mér best þegar fullt er af fólki á heimilinu og algerlega óvíst hversu margir verði í mat. Þannig var það hjá okkur, alls konar heimagangar. Ég ólst upp í Faxaskjólinu, afi og amma byggðu hús þar og þangað komu þeir sem koma vildu og fóru þeir sem fara vildu. Mamma var ein af stofnendum Kvennalistans og bæði hún og pabbi börðust eins og ljón fyrir alls konar hlutum, friði og jafnrétti, til dæmis. Ég hef reyndar forritast af því og hef tileinkað mér að reyna að hafa áhrif. Mamma er í Sóltúni, fékk heilablóðfall fyrir nokkrum árum, samt með sína orku enn sem ég sæki í. Hún er dálítið ólíkindatól og amma Kata var það líka. Ég er full áhuga á að vera sjálf ólíkindatól og bíð spennt eftir að verða óþekk amma. Held að það hafi verið til þess sem ég var skrifuð inn í þennan heim og vænti þess að börnin mín eignist mörg börn svo ég geti sinnt þeirri köllun minni. Ég ólst mikið upp hjá Kötu ömmu, hún kenndi mér póker og við höfðum Snickers í kvöldmatinn ef við vildum. Hennar lífssaga var mögnuð og efni í heila bók. Ég hef tekið að mér að viðhalda þeirri óþekkt og ófyrirsjáanleika sem hún tileinkaði sér því ef við leikum alltaf þá leiki sem eru sennilegir, þá að lokum deyr skákin en ef maður gerir hluti eftir innsæinu viðhelst líf og fjör. Amma Kata hét Katrín Ólafsdóttir Pjetursson.“ „Það er eilífðarverkefni að eiga gamalt hús,“ segir Kristín. Hér sést það á bak við þær Kötu. Kristín: „Hún var dálítil Astrid Lindgren. Ég hitti hana aldrei enda dó hún þegar Kata var ellefu ára en hún hefur samt áhrif á mitt líf, bara sögurnar af henni og hvernig allir tala um hana. Kata er til dæmis mjög hjátrúarfull, hún á mynd af ömmu sinni og alltaf þegar við höfum flutt á nýjan stað þá setur hún þessa mynd upp inni í svefnherbergi, áður en allt annað fer inn.“ Kata: „Amma sagði mömmu í draumi að þetta ætti að vera svona, við fylgjum því. Hún er tveggja, þriggja ára á þessari mynd, mjög sæt og þetta er eini hluturinn sem ég mundi bjarga í eldsvoða.“ Gönguhrólfar Þegar talið berst að tómstundum segir Kristín: „Við höfum alltaf ferðast mikið en aðeins minna síðustu ár, nú er meira um að ég fari vegna leikhússins og Kata með fyrirlestra.“ Kata: „Já, við erum rosa mikið fyrir göngur, það er mjög gott fyrir sálina að vera á fjöllum og helst með allt á bakinu en höfum ekki komist tvö síðustu árin.“ Kristín: „Ég gekk Jakobsstíginn allan árið 2011 þegar Kata var í Stjórnlagaráði og við gengum saman yfir hálendi Skotlands fyrir nokkrum árum. Göngur voru okkar helsta áhugamál, svo spilum við bridds en nú erum við með ung börn og þá breytist forgangsröðunin. Við hlökkum til að fara með þau í göngur og erum farin að kenna þeim aðeins á skíði.“ Kata: „Svo auðvitað erum við alltaf í leikhúsinu. Kristín reynir að sjá sem flestar sýningar og minn helsti mentor í lifanda lífi er hann Ragnar Aðalsteinsson lögmaður. Hann er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að verða lögfræðingur. Á jólahádegisverði í vinnunni sat hann við enda borðsins og við yngri spurðum: „Jæja, Ragnar, hvað gerir lögmann góðan?“ Hann fór strax að tala um listina, að sjá nógu mikið af henni, svo í fimmta sæti voru einhverjir lögmannshættir. Mér finnst það merki um andlegan þroska þegar maður fattar að það sem maður fæst við sjálfur er hvorki byrjun né endir á neinu heldur tengist allt og við erum öll hluti af sömu heildinni. Leikhúsið er mikilvægur miðill um samfélagið okkar og hvert við stefnum. Svo elskum við öll góðar sögur og séu þær vel sagðar fær þær enginn staðist. En sögur verða bara góðar af því að þær hafa samhljóm við eitthvað sem við þekkjum. Þær eru leit að því sameiginlega sem er svo fallegt.“ Kristín: „Leikhúsið er líka í dag einn af fáum stöðum þar sem við erum í rauntíma með öðrum manneskjum að upplifa það sama og þær. Ekki með kveikt á símanum og getum ekkert annað gert á meðan. Það hefur því enn meiri sérstöðu en áður. Ég held það skipti mjög miklu máli í því samfélagi sem við lifum í í dag. Leikhúsið er ákveðin kirkja samtímans. Það skortir oft virðingu fyrir hinum andlegu gildum og siðfræði. Mestu fordómar sem maður upplifir í dag eru gagnvart trú og trúarbrögðum. En um leið og trú er gerð svona útlæg þá finnst mér skorta samtal um kærleika og umburðarlyndi og hvers vegna við viljum frekar standa saman en sundruð.“ Kata: „Ekki verður það samtal auðveldlega til í pólitíkinni, þar er fólk sundrað út af því hvernig kerfið er byggt upp. Þó það sé kannski sammála í grunninn þá lætur það dveljast í þessum örfáu prósentum sem það er ósammála um. Mér finnst skorta umræðu um gildi og framtíðarsýn þar. Síðan má kirkjan ekki anda þá verða allir brjálaðir. Mér finnst mikilvægt að segja þetta því við Kristín erum hvorug sérstaklega trúaðar eða kristnar, okkur stóð ekki einu sinni til boða að gifta okkur lögformlega í kirkju á sínum tíma en það hefur sem betur fer breyst núna. En að fólk megi ekki fara til kirkju án þess að það þyki hallærislegt. Af hverju má það ekki leita andlegs fóðurs í hvaða formi sem er og hvar sem er?“ Kristín: Ég held að um leið og áhrif trúarinnar fara minnkandi í samfélaginu skapist tómarúm því þá vantar andlega næringu. Leikhúsið og listirnar eru á því svæði og því höfum við svo mikla þörf fyrir það. Ég held við getum ekki þrifist eða liðið vel sem manneskjum án þess að þörfinni fyrir þessa andlegu næringu sé fullnægt.“ Birtist í Fréttablaðinu Ástin og lífið Leikhús Lögmennska Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Þingholtin, járnhlið og tröppur. Kristín Eysteinsdóttir kemur til dyra, Katrín Oddsdóttir, kölluð Kata, hefur nýlokið við að hella á könnuna og býður til sætis við borðstofuborðið. Eru þær miðbæjarrottur? Kristín verður fyrir svörum – hugsandi til baka: „Ja, Kata ólst upp í Skjólunum og ég var mikið að leika mér þar, ég hef örugglega hitt hana í Einarsbúð og strítt henni. Svo fór ég í Kvennó og Kata í MR. Við bjuggum saman í Hlíðunum í fimm ár og svo á Lindargötunni þannig að radíusinn er ekkert rosalega stór. Það á fáránlega vel við okkur að vera nálægt miðbænum.“ Kristín: „Þessi hluti Þingholtanna er líka bara eins og dásamlegur smábær úti á landi. Hér eru litlir leikvellir og leynigarðar víða og bara falleg og góð stemning. Maður þekkir alla nágrannana, fær lánaða hluti og stutt á leikskólann. Allt rólegt. Svipað og að vera á Seyðisfirði nema með þeim kosti að geta farið niður í bæ á átta mínútum.“ Katrín: „Ég hélt það væri eitthvert snobb að búa í Þingholtunum en það eru alveg falleg gildi bak við það. Að vera nærri hringiðu menningar og sjá líf þegar maður kemur út en samt ekki í sollinum.“ Kristín og Katrín keyptu húsið nýlega af þriðju kynslóð frá þeim sem byggðu það. Þær eru búnar að breyta eldhúsi í baðherbergi, svefnherbergi í eldhús, taka niður veggi milli þess og stofu og stækka dyr inn í aðra stofu. „Allar breytingar sem við höfum gert reyndum við að hafa í anda hússins,“ segir Kata. „Ætlum að fara að gera upp gluggana smátt og smátt og hafa þá í upprunalegri mynd.“ „Það er eilífðarverkefni að eiga gamalt hús en ótrúleg gleði sem fylgir því,“ segir Kristín og lýsir draumnum um svalir út frá stofunni og tröppur þaðan niður í garð þar sem börnin geti leikið sér. Þær eiga nefnilega tvö börn, dótturina Díu sem verður fjögurra ára í júlí og soninn Aron, tveggja ára. Hún segir börnin vera sálufélaga. „Þau ná ótrúlega vel saman. Það er eins og þau hafi verið ætluð hvort öðru sem systkini.“ "Ef við leikum alltaf þá leiki sem eru sennilegir, þá að lokum deyr skákin, en ef maður gerir hluti eftir innsæinu viðhelst líf og fjör.“ Vísir/GVA Katrín hefur starfað sem lögmaður undanfarin ár en tók sér frí frá því starfi um sinn. „Ég byrjaði á að taka mér launalaust leyfi í eitt ár, frá þarsíðustu áramótum til að vera með dótturinni og líka að berjast fyrir stjórnarskrármálinu sem ég hef mikinn áhuga á. Er búin að kenna dálítið uppi í HR, halda fyrirlestra í ýmsum löndum um stjórnarskrármálið og gera ýmislegt skemmtilegt. En ég er frjáls með tímann minn og það á ótrúlega vel við mig. Nú eru börnin orðin tvö til að sinna. Það er yndislegt. Sakna samt stundum lögmennskunnar og frábærra samstarfsfélaga á Rétti. Það er gaman að berjast þar því ég hef verið svo heppin að fá að vinna í mörgum málum sem mér finnst ég virkilega vera að gera gagn í. Sem var ástæðan fyrir að ég fór í þetta fag.“ Á leið hvor í sína átt Katrín er formaður Stjórnarskrárfélagsins og er að búa sig undir ráðstefnu í Bandaríkjunum með Berkley-háskóla í byrjun júní. „Íslenska stjórnarskrármálið hefur vakið gríðarlega athygli fræðimanna úti um allan heim og ekki síður sú tregða sem er á framgangi þess hér. Prófessorar við flottustu háskólana í Bandaríkjunum, eins og Harvard, Stanford og Yale, hafa verið að kenna um þetta íslenska ferli í lagadeildum og víðar. Það eru yfir þrjátíu manns að fara frá Íslandi á þessa ráðstefnu, þar á meðal þingmenn, og ég held að hún muni hafa áhrif. Þetta er langhlaup en klárast eins og annað. Það eru svo ótrúlega margar breytingar fólgnar í stjórnarskrárdrögunum sem samfélagið þarfnast. Nú þegar lýðræðissamfélög standa víða höllum fæti og traust gagnvart kjörnum fulltrúum rýrnar úti um allt, er það dýrmætt á heimsvísu að eiga dæmi um framtak eins og íslenska stjórnarskrárferlið því það gefur öðrum innblástur, jafnvel þótt við höfum ekki enn náð að klára málið með því að lögfesta nýju stjórnarskrána. Ráðstefnan er í San Francisco 3. júní og verður með nokkurs konar þjóðfundarsniði, það mega allir taka þátt en þurfa að skrá sig.“ Kristín kveðst því miður ekki komast með vestur um haf enda sé hún að fara í átta daga ferð til Kína síðar í þessum mánuði. „Sýningu frá Borgarleikhúsinu er boðið á listahátíð í Macau, sem er ansi sérstök borg og oft kölluð Las Vegas Kína, enda er hún full af spilavítum og karókístöðum. Við erum rúmlega 20 manna hópur sem fer frá leikhúsinu og við sýnum Mávinn eftir Tsjekov, en þetta er þriðja hátíðin sem þeirri sýningu er boðið á, hinar voru í Póllandi og Finnlandi. Sýningin er löguð að Íslandi, gerist í sumarbústað í íslenskri sveit og vakti mikla athygli þegar hún var sýnd hérlendis. Það er mikill spenningur og tilhlökkun að sýna á svona framandi menningarsvæði og afar nærandi fyrir leikhópinn.“ Kata kveðst alveg hefði þegið að fara með til Kína, en þegar þær hafi farið að horfa á skipulagið hafi þeim fundist ómögulegt að vera svona lengi í burtu og tekið hagsmuni barnanna fram yfir eigin. Það er samt mjög slæmt fyrir mig að missa af þessu og þegar ég heyrði að það væri sérstakt karókíherbergi á hótelinu fann ég til virkilegrar öfundsýki. Þá bara sagði ég: Ég trúi þessu ekki, ég vil koma með! Kristín: „Ég get staðfest að ef ég ætla að gleðja Kötu þá fer ég með hana í karókí. Þar eru, eins og hún segir, fullorðnir að leika sér og ég held að henni finnist fátt skemmtilegra en fara í karókí eða út í brennó.“ Kata: „Eða spuna, ég er á fullu í spuna, það er ótrúlega skemmtilegt. Maður má ekki gleyma að leika sér. Það er nefnilega dálítil gildra þetta fullorðinskonsept. Við látum teyma okkur inn í eitthvert ástand sem er bara hundleiðinlegt. Hvað gerðum við til að verðskulda þetta? Enda situr fólk bara og hellir í sig, það er eina leiðin til að fá útrás.“ Súrefni í lífið Kristín: „Fyrir einu og hálfu ári vorum við báðar í ótrúlega krefjandi vinnu þótt hvorug okkar hefði stefnt á það. Sumir eru með fimm ára plan um að vera orðnir eitthvað sérstakt eða klífa metorðastigann að ákveðnu takmarki, en í eðli okkar viljum við hafa frekar mikið frelsi í lífinu og ég er oft bara frekar löt. Mér finnst það vera kostur. Það virðist stöðutákn að vera á fullu alls staðar en mér líður best þegar ég hef mikinn tíma til að lesa og hugsa. Þegar við tókum ákvörðun um að Kata hætti í fastri vinnu utan heimilis kom bara rosa mikið súrefni inn í líf okkar. Fyrst og fremst vorum við að gera þetta með hagsmuni barnanna okkar í huga og líka sambands okkar. Við eigum minni pening en miklu fleiri gæðastundir og miklu betra líf.“ Katrín: „Já, eyðsla er bara visst fall af tekjum. Við erum búnar að vera saman frá 2002 og það er alveg ljóst að við höfum aldrei átt feita sjóði, eyðum bara þeim peningum sem okkur áskotnast, í ýmsa gáfulega hluti svo sem. Nú eigum við yndislegt heimili og höfum nóg, því ættum við þá báðar að eyða þeim tíma sem við höfum núna í að vinna og vinna, meðan við erum báðar fullfrískar og með lítil börn? Það er engin góð ástæða sem poppar upp í hugann nema hvað við njótum þess báðar að vinna við það sem við höfum valið okkur og ég held að við höfum ýmislegt til málanna að leggja báðar – en þessi ákvörðun reyndist alger snilld.“ Kristín: „Ég held það sé veruleiki rosa margra foreldra að hittast í dyrunum og hafa vaktaskipti.“ Katrín: „Það geta auðvitað ekki allir leyft sér að gera þetta eins og við.“ Kristín: „Nei, okkar uppskrift gildir ekki nema svigrúm sé til að forgangsraða.“ Katrín: „Mér finnst rosa margt í lífinu vera eftir einhverri forskrift sem maður samþykkti aldrei. Eins og maður sé búinn að skrifa undir ósýnilegan samning og svo stefnir allt í einhverja átt sem maður var aldrei viss um af hverju var valin. Við Kristín reynum að spyrja spurninga um þessa vegferð og sérstaklega áfangastaðinn. Kristín var aldrei með þau langtímaáform að verða borgarleikhússtjóri en fyrst hún fékk þetta tækifæri þá var tilvalið fyrir mig að hægja á mér. Þegar hún svo ákveður að fara að gera eitthvað annað get ég tekið mössun í vinnumálunum.“ Kristín: „Kata er leynivopnið mitt og ég gæti aldrei gert þetta án hennar, í gegnum samtöl við hana fæ ég mínar bestu hugmyndir og hennar stuðningur er lykillinn að því að ég geti látið þetta allt saman ganga upp. Þegar ég hugsa fimm ár aftur í tímann skil ég ekki hvað ég var að gera á daginn. Þá var ég barnlaus en fastráðin í Borgarleikhúsinu og vann tvær uppfærslur á ári að meðaltali. Núna er hver einasta mínúta skipulögð. Amma hennar Kötu sagði að lífið kæmi í gusum og það er svolítið þannig. Dóttir okkar var bara nokkurra mánaða þegar mér var boðið að taka við starfi leikhússtjóra.“ Katrín og Kristín í nýja eldhúsinu í gamla húsinu. Vísir/GVA Katrín: „Ég vil meina að Kristín hafi verið í eðlunni svokölluðu á þessum rólega tíma. Eðlan getur legið grafkyrr á steini tímunum saman með opin augun og bara verið. Það get ég ekki. Ég sef aldrei út og það er í eðli mínu að vera alltaf á fullu, er með svo hratt tempó en Kristín rosa rólegt. Oft sækja andstæður hvor í aðra. Kristín er líka góður stjórnandi, réttsýn og úrræðagóð, af því að hún hefur tamið sér rólyndi. Þannig að hún er að uppskera þótt hún hafi ekki verið á fullu að rembast við að komast upp á einhvern topp.“ Djarft leikhús Kristín er einmitt þessa dagana á fullu að skipuleggja næsta leikár. „Við erum búin að stilla öllu árinu upp, raða í hlutverk og ráða listræna stjórnendur. Tíminn sem leikhúsið er algerlega í fríi er júlí, svo fer allt í gang aftur,“ lýsir hún og segir Borgarleikhúsið verða djarft og pólitískt ögrandi á næsta leikári sem hefst með frumsýningu á 1984, leikgerð eftir bók George Orwell. „Kannski er það þannig með klassísk verk að maður getur alltaf lesið þau inn í samtímann, en þegar maður les þetta í dag þá upplifir maður að þetta sé skrifað nákvæmlega um það sem er að gerast í Bandaríkjunum og víða í kringum okkur. Í verkinu er einstaklingur sem vinnur við að breyta fréttum hjá Sannleiksráðuneytinu, því það er bara einn sannleikur og allur heimurinn ritskoðaður út frá því en mennskan og ástin verða algerlega hornreka. Svo erum við að gera verk út frá Rannsóknarskýrslu Alþingis, sem ber vinnuheitið Guð blessi Ísland. Bak við það er sami hópur og stóð að Njálu og verður mjög hressandi og afhjúpandi sýning, mikil músík og dans og verið að rannsaka okkar mannlega eðli. Svo erum við að fara í Rocky Horror, sem er beitt partí með þungri undiröldu og valinn maður í hverju rúmi. Við erum með níu frumsýningar á næsta ári, Ellý heldur áfram en Mamma Mia! rennur sitt skeið fyrir sumarfrí. Þegar við klárum leikárið verða tæplega 104 þúsund miðar seldir, það er mikið í rúmlega 300 þúsund manna samfélagi.“ Heppnar með foreldra Nú vil ég vita aðeins um uppruna þeirra Kristínar og Katrínar. Kristín: „Ég er uppalin á Seltjarnarnesi, mamma mín, Kristín Guðmundsdóttir, vann lengi sem ritari hjá Alþingi og síðan Hæstarétti. Pabbi, Eysteinn Jósefsson, var múrari, hann er látinn. Ég á tvö systkini sem eru tíu og þrettán árum eldri en ég. Ég er ættleidd innan fjölskyldunnar og þekki alveg líffræðilega foreldra mína líka. Átti mjög góða æsku. Bróðir minn Illugi hafði mikil áhrif á það að ég fór að starfa við listir. Ég var mikið í tónlist sem barn, ætlaði alltaf að verða tónlistarmaður og gaf út plötu þegar ég var 21 árs með eigin lögum. En ég var í leikfélagi í Kvennó og röð tilviljana ýtti mér inn á þessa leikhúsbraut. Ef maður skrúfar fyrir einn krana þá fer orkan út einhvers staðar annars staðar og eftir að ég fór að sinna leikhúsinu og skapa þar hef ég haft litla þörf fyrir annað. Ég lærði leikhúsfræði í Danmörku og svo fórum við Kata saman í framhaldsnám til London 2006.“ Kata: „Pabbi minn og mamma eru Oddur og Día, Oddur Benediktsson sem var prófessor í tölvunarfræði en er látinn og Hólmfríður R. Árnadóttir sem var í alls konar framkvæmdastjórastöðum en var menntaður loftskeytamaður. Af því að hún var kona komst hún aldrei á sjó sem var þó draumurinn hennar og minn líka að einhverju leyti. Ég hef aldrei fylgt honum en mig langar að prófa að vera til sjós. Mér var ekki einu sinni boðið á sjóinn þegar ég starfaði einn vetur á Norðfirði sem blaðamaður, eins og ég eignaðist nú frábæra vini þar. Foreldrarnir mínir áttu tvö börn hvort þegar þau tóku saman og eignuðust svo tvö þannig að við erum sex alls. Því líður mér best þegar fullt er af fólki á heimilinu og algerlega óvíst hversu margir verði í mat. Þannig var það hjá okkur, alls konar heimagangar. Ég ólst upp í Faxaskjólinu, afi og amma byggðu hús þar og þangað komu þeir sem koma vildu og fóru þeir sem fara vildu. Mamma var ein af stofnendum Kvennalistans og bæði hún og pabbi börðust eins og ljón fyrir alls konar hlutum, friði og jafnrétti, til dæmis. Ég hef reyndar forritast af því og hef tileinkað mér að reyna að hafa áhrif. Mamma er í Sóltúni, fékk heilablóðfall fyrir nokkrum árum, samt með sína orku enn sem ég sæki í. Hún er dálítið ólíkindatól og amma Kata var það líka. Ég er full áhuga á að vera sjálf ólíkindatól og bíð spennt eftir að verða óþekk amma. Held að það hafi verið til þess sem ég var skrifuð inn í þennan heim og vænti þess að börnin mín eignist mörg börn svo ég geti sinnt þeirri köllun minni. Ég ólst mikið upp hjá Kötu ömmu, hún kenndi mér póker og við höfðum Snickers í kvöldmatinn ef við vildum. Hennar lífssaga var mögnuð og efni í heila bók. Ég hef tekið að mér að viðhalda þeirri óþekkt og ófyrirsjáanleika sem hún tileinkaði sér því ef við leikum alltaf þá leiki sem eru sennilegir, þá að lokum deyr skákin en ef maður gerir hluti eftir innsæinu viðhelst líf og fjör. Amma Kata hét Katrín Ólafsdóttir Pjetursson.“ „Það er eilífðarverkefni að eiga gamalt hús,“ segir Kristín. Hér sést það á bak við þær Kötu. Kristín: „Hún var dálítil Astrid Lindgren. Ég hitti hana aldrei enda dó hún þegar Kata var ellefu ára en hún hefur samt áhrif á mitt líf, bara sögurnar af henni og hvernig allir tala um hana. Kata er til dæmis mjög hjátrúarfull, hún á mynd af ömmu sinni og alltaf þegar við höfum flutt á nýjan stað þá setur hún þessa mynd upp inni í svefnherbergi, áður en allt annað fer inn.“ Kata: „Amma sagði mömmu í draumi að þetta ætti að vera svona, við fylgjum því. Hún er tveggja, þriggja ára á þessari mynd, mjög sæt og þetta er eini hluturinn sem ég mundi bjarga í eldsvoða.“ Gönguhrólfar Þegar talið berst að tómstundum segir Kristín: „Við höfum alltaf ferðast mikið en aðeins minna síðustu ár, nú er meira um að ég fari vegna leikhússins og Kata með fyrirlestra.“ Kata: „Já, við erum rosa mikið fyrir göngur, það er mjög gott fyrir sálina að vera á fjöllum og helst með allt á bakinu en höfum ekki komist tvö síðustu árin.“ Kristín: „Ég gekk Jakobsstíginn allan árið 2011 þegar Kata var í Stjórnlagaráði og við gengum saman yfir hálendi Skotlands fyrir nokkrum árum. Göngur voru okkar helsta áhugamál, svo spilum við bridds en nú erum við með ung börn og þá breytist forgangsröðunin. Við hlökkum til að fara með þau í göngur og erum farin að kenna þeim aðeins á skíði.“ Kata: „Svo auðvitað erum við alltaf í leikhúsinu. Kristín reynir að sjá sem flestar sýningar og minn helsti mentor í lifanda lífi er hann Ragnar Aðalsteinsson lögmaður. Hann er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að verða lögfræðingur. Á jólahádegisverði í vinnunni sat hann við enda borðsins og við yngri spurðum: „Jæja, Ragnar, hvað gerir lögmann góðan?“ Hann fór strax að tala um listina, að sjá nógu mikið af henni, svo í fimmta sæti voru einhverjir lögmannshættir. Mér finnst það merki um andlegan þroska þegar maður fattar að það sem maður fæst við sjálfur er hvorki byrjun né endir á neinu heldur tengist allt og við erum öll hluti af sömu heildinni. Leikhúsið er mikilvægur miðill um samfélagið okkar og hvert við stefnum. Svo elskum við öll góðar sögur og séu þær vel sagðar fær þær enginn staðist. En sögur verða bara góðar af því að þær hafa samhljóm við eitthvað sem við þekkjum. Þær eru leit að því sameiginlega sem er svo fallegt.“ Kristín: „Leikhúsið er líka í dag einn af fáum stöðum þar sem við erum í rauntíma með öðrum manneskjum að upplifa það sama og þær. Ekki með kveikt á símanum og getum ekkert annað gert á meðan. Það hefur því enn meiri sérstöðu en áður. Ég held það skipti mjög miklu máli í því samfélagi sem við lifum í í dag. Leikhúsið er ákveðin kirkja samtímans. Það skortir oft virðingu fyrir hinum andlegu gildum og siðfræði. Mestu fordómar sem maður upplifir í dag eru gagnvart trú og trúarbrögðum. En um leið og trú er gerð svona útlæg þá finnst mér skorta samtal um kærleika og umburðarlyndi og hvers vegna við viljum frekar standa saman en sundruð.“ Kata: „Ekki verður það samtal auðveldlega til í pólitíkinni, þar er fólk sundrað út af því hvernig kerfið er byggt upp. Þó það sé kannski sammála í grunninn þá lætur það dveljast í þessum örfáu prósentum sem það er ósammála um. Mér finnst skorta umræðu um gildi og framtíðarsýn þar. Síðan má kirkjan ekki anda þá verða allir brjálaðir. Mér finnst mikilvægt að segja þetta því við Kristín erum hvorug sérstaklega trúaðar eða kristnar, okkur stóð ekki einu sinni til boða að gifta okkur lögformlega í kirkju á sínum tíma en það hefur sem betur fer breyst núna. En að fólk megi ekki fara til kirkju án þess að það þyki hallærislegt. Af hverju má það ekki leita andlegs fóðurs í hvaða formi sem er og hvar sem er?“ Kristín: Ég held að um leið og áhrif trúarinnar fara minnkandi í samfélaginu skapist tómarúm því þá vantar andlega næringu. Leikhúsið og listirnar eru á því svæði og því höfum við svo mikla þörf fyrir það. Ég held við getum ekki þrifist eða liðið vel sem manneskjum án þess að þörfinni fyrir þessa andlegu næringu sé fullnægt.“
Birtist í Fréttablaðinu Ástin og lífið Leikhús Lögmennska Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira