Sænski sjarmörinn finnur ekki fyrir pressunni Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 12. maí 2017 09:15 Svíinn Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. NORDICPHOTOS/GETTY Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. „Ég er spenntur fyrir morgundeginum. Atriðið er gott og mér fannst ekkert mál að byrja í forkeppninni. Atriðið er þannig að það hentaði vel til að byrja,“ segir hjartaknúsarinn Robin Bengtsson frá Svíþjóð. Eins og venjulega er Svíum spáð góðu gengi og þótt flestir spái Ítölum sigri er meðbyrinn með laginu hans, I Can’t Go On, að aukast. Allavega hér í Kænugarði. Portúgalar eru einnig taldir líklegir til afreka. Svíar eru þyrstir í fréttir af Eurovision og flestir fjölmiðlar þaðan eru hér og hafa ekkert nema gott um sjarmatröllið að segja. „Svíar eru mjög ánægðir með hann. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann er nokkuð bjartsýnn. Hann talaði reyndar um ítalska lagið og það spá því flestir sigri þannig að ég held að ítalska lagið taki þetta,“ segir Ellinor Svensson, blaðakona frá Expressen í Svíþjóð. Sjálfur segist Robin vera pollrólegur yfir öllu fjölmiðlafárinu, bæði frá alþjóðlegum blaðamönnum og þeim sænsku.„Væntingarnar heima eru nokkuð miklar. Það eru margir sem horfa og vonast eftir góðum úrslitum. Ég finn að Svíþjóð fylgist vel með en ég finn ekki mikið fyrir pressunni. Ég er hér til að skemmta mér og vonandi öðrum og gera mitt besta í þessar þrjár mínútur sem ég hef á sviðinu.“Ellinor Svensson er blaðakona hjá Expressen í Svíþjóð.Robin varð þriðji í sænska Idol-inu fyrir níu árum. Síðan hefur ferill hans verið að hefja sig hægt og rólega á flug. Hann tók fyrst þátt í sænsku undankeppninni, Melodifestival, í fyrra með lagið Constellation Prize og varð fimmti. „Ég lít á þetta frekar sem mikinn heiður en eitthvað annað að vera hér. Þetta er ákveðinn draumur hjá mér að rætast og ég mun gera mitt allra besta. Ef Svíar sjá það þá vona ég að þeir verði stoltir af mér,“ segir hann en Melodifestival er trúlega ein flottasta undankeppni Evrópu. Þar leggja Svíar allt í sölurnar og forkeppni þeirra hófst í febrúar og lauk um mánuði síðar. Fjórar forkeppnir eru haldnar og svo keppa lög sem fá annan séns. Um 13 milljón atkvæði voru send inn sem er met. Lag Robins varð þriðja í símaatkvæðagreiðslunni en dómararnir sendu lagið áfram með miklum meirihluta atkvæða. Fékk hann 96 stig en lagið Hold On 20 stigum minna. Robin segir að öll Norðurlöndin hafi sent góð lög í keppnina í ár og er ánægður með Svölu og hennar lag þrátt fyrir að okkar kona hafi verið skilin eftir. „Allar Norðurlandaþjóðirnar sendu góð lög inn í ár að mínu mati. Þau eru nútímaleg lög, öll á sinn hátt. Lagið hennar Svölu, Paper, er líkt og mörg lög frá Íslandi með mikinn kraft og skemmtilegt og það var leiðinlegt að það skyldi ekki komast áfram.“ Eurovision Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. „Ég er spenntur fyrir morgundeginum. Atriðið er gott og mér fannst ekkert mál að byrja í forkeppninni. Atriðið er þannig að það hentaði vel til að byrja,“ segir hjartaknúsarinn Robin Bengtsson frá Svíþjóð. Eins og venjulega er Svíum spáð góðu gengi og þótt flestir spái Ítölum sigri er meðbyrinn með laginu hans, I Can’t Go On, að aukast. Allavega hér í Kænugarði. Portúgalar eru einnig taldir líklegir til afreka. Svíar eru þyrstir í fréttir af Eurovision og flestir fjölmiðlar þaðan eru hér og hafa ekkert nema gott um sjarmatröllið að segja. „Svíar eru mjög ánægðir með hann. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann er nokkuð bjartsýnn. Hann talaði reyndar um ítalska lagið og það spá því flestir sigri þannig að ég held að ítalska lagið taki þetta,“ segir Ellinor Svensson, blaðakona frá Expressen í Svíþjóð. Sjálfur segist Robin vera pollrólegur yfir öllu fjölmiðlafárinu, bæði frá alþjóðlegum blaðamönnum og þeim sænsku.„Væntingarnar heima eru nokkuð miklar. Það eru margir sem horfa og vonast eftir góðum úrslitum. Ég finn að Svíþjóð fylgist vel með en ég finn ekki mikið fyrir pressunni. Ég er hér til að skemmta mér og vonandi öðrum og gera mitt besta í þessar þrjár mínútur sem ég hef á sviðinu.“Ellinor Svensson er blaðakona hjá Expressen í Svíþjóð.Robin varð þriðji í sænska Idol-inu fyrir níu árum. Síðan hefur ferill hans verið að hefja sig hægt og rólega á flug. Hann tók fyrst þátt í sænsku undankeppninni, Melodifestival, í fyrra með lagið Constellation Prize og varð fimmti. „Ég lít á þetta frekar sem mikinn heiður en eitthvað annað að vera hér. Þetta er ákveðinn draumur hjá mér að rætast og ég mun gera mitt allra besta. Ef Svíar sjá það þá vona ég að þeir verði stoltir af mér,“ segir hann en Melodifestival er trúlega ein flottasta undankeppni Evrópu. Þar leggja Svíar allt í sölurnar og forkeppni þeirra hófst í febrúar og lauk um mánuði síðar. Fjórar forkeppnir eru haldnar og svo keppa lög sem fá annan séns. Um 13 milljón atkvæði voru send inn sem er met. Lag Robins varð þriðja í símaatkvæðagreiðslunni en dómararnir sendu lagið áfram með miklum meirihluta atkvæða. Fékk hann 96 stig en lagið Hold On 20 stigum minna. Robin segir að öll Norðurlöndin hafi sent góð lög í keppnina í ár og er ánægður með Svölu og hennar lag þrátt fyrir að okkar kona hafi verið skilin eftir. „Allar Norðurlandaþjóðirnar sendu góð lög inn í ár að mínu mati. Þau eru nútímaleg lög, öll á sinn hátt. Lagið hennar Svölu, Paper, er líkt og mörg lög frá Íslandi með mikinn kraft og skemmtilegt og það var leiðinlegt að það skyldi ekki komast áfram.“
Eurovision Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira