Slagur um síðustu fimm EM-sætin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 06:00 Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í íslenska liðið. Vísir/Getty Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi í gær 24 leikmenn í hóp sinn fyrir vináttuleikina gegn Írlandi og Brasilíu sem fara fram snemma í næsta mánuði. Stóru tíðindin eru þau að Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í hópinn en hún hefur misst af síðustu tveim leikjum vegna meiðsla. Hrafnhildur Hauksdóttir Val og Guðmunda Brynja Óladóttir Stjörnunni voru ekki valdar að þessu sinni en þær voru með í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl. Tveir leikmenn Stjörnunnar, miðvörðurinn Anna María Baldursdóttir og miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen, koma inn í hópinn sem og Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Breiðabliks. Allar hafa farið vel af stað í Pepsi-deildinni.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyTveir æfingaleikir Ísland mætir Írlandi ytra fimmtudaginn 8. júní og svo mætir stórlið Brasilíu í heimsókn á Laugardalsvöllinn þriðjudaginn 13. júní. Það verður síðasti vináttuleikur Íslands fyrir EM sem hefst í júlí. Lokahópurinn fyrir EM verður svo valinn þann 22. júní. Það er því mikið undir hjá stúlkunum að sanna sig. „Við munum ekki spila meira en þetta fyrir mót út af álaginu sem mun myndast fram að 3. júlí er EM-hópurinn kemur saman. Stelpurnar eru í raun að spila á fjögurra daga fresti frá og með deginum í dag fram að undirbúningi landsliðsins. Það er því mikið álag fyrir leikmenn sem eru ekki í atvinnumennsku,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og bætir við að hann þurfi á hámarksorku að halda frá liðinu þegar stóra ballið byrjar.Fagna endurkomu Dagnýjar Eins og áður segir er Dagný Brynjarsdóttir að snúa til baka en hún er algjör lykilmaður í íslenska liðinu. „Þetta hefur verið langur og erfiður vetur hjá henni. Við fögnum því gríðarlega að fá Dagnýju aftur inn í hópinn. Hún er klárlega lykilmaður í íslenska landsliðinu. Skorar mörk og tekur mikið til sín. Hún er líka ofboðslega mikilvæg í föstum leikatriðum. Við verðum samt að fara sparlega með hana því við vitum ekki alveg hversu langt hún er komin. Það er spurning með leikformið enda langt síðan hún spilaði leik. Líkamlegt atgervi er aftur á móti á mjög góðum stað en við höfum fengið tölur frá liðinu hennar úti og erum ánægðir með stöðuna á henni.“Vísir/GettyEkki lokað á þær meiddu Sandra María Jessen og Hólmfríður Magnúsdóttir eru báðar byrjaðar að spila á nýjan leik eftir meiðsli en eru engu að síður ekki í leikmannahópnum. „Það þýðir að þær eru á sama stað og ég átti von á fyrir smá tíma. Það er frábært að þær séu komnar inn á völlinn. Það gefur okkur von um að þær verði klárar fyrir EM. Þær eiga samt svolítið í land með líkamlegt atgervi og leikform. Það er enn smá tími og það er mikilvægara fyrir þær að æfa vel í landsleikjahléinu heldur en að koma í verkefni með okkur núna. Þær eru báðar inni í myndinni en við verðum að taka frekari ákvörðun með þær síðar,“ segir Freyr en Hólmfríður er með reynslumeiri leikmönnum Íslands.Ólík verkefni Í þessum leikjum gegn Írum og Brasilíu mun íslenska liðið fá að glíma við tvo mjög ólíka leikstíla. „Þetta eru frábær verkefni og ólík. Það verður þungavigtarleikur og slagsmál í leiknum gegn Írum. Það er gott því við þurfum á því að halda núna. Svo kemur þetta frábæra fótboltalið sem Brasilía er. Við hlökkum mikið til þess en verðum að halda einbeitingu á Íraleiknum fyrst og fá sem mest út úr honum. Svo verður gaman. Við vildum það. Fá alvöru þjóð á Laugardalsvöll með aðdráttarafl. Það myndi gefa okkur mikið að fá stuðning í þeim leik. 13. júní ætti að vera frábært kvöld í Laugardalnum,“ segir landsliðsþjálfarinn spenntur. Það verður mikil spenna þann 22. júní er EM-hópurinn verður valinn. Freyr er líklega búinn að taka frá þó nokkur sæti en hvað standa eftir mörg sæti sem slegist er um? „Ég get alveg sagt að við erum búnir að ákveða 18 leikmenn. Þá standa eftir fimm sæti sem tíu leikmenn eru að bítast um. Við getum ekki tekið ákvörðun um þau fyrr en eftir júní-verkefnin er við sjáum betur stöðuna á meiddu leikmönnunum.“Margrét Lára Viðarsdóttir er í hópnum.Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari valdi í gær 24 leikmenn í hóp sinn fyrir vináttuleikina gegn Írlandi og Brasilíu sem fara fram snemma í næsta mánuði. Stóru tíðindin eru þau að Dagný Brynjarsdóttir er komin aftur í hópinn en hún hefur misst af síðustu tveim leikjum vegna meiðsla. Hrafnhildur Hauksdóttir Val og Guðmunda Brynja Óladóttir Stjörnunni voru ekki valdar að þessu sinni en þær voru með í leikjunum á móti Slóvakíu og Hollandi í apríl. Tveir leikmenn Stjörnunnar, miðvörðurinn Anna María Baldursdóttir og miðjumaðurinn Lára Kristín Pedersen, koma inn í hópinn sem og Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Breiðabliks. Allar hafa farið vel af stað í Pepsi-deildinni.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyTveir æfingaleikir Ísland mætir Írlandi ytra fimmtudaginn 8. júní og svo mætir stórlið Brasilíu í heimsókn á Laugardalsvöllinn þriðjudaginn 13. júní. Það verður síðasti vináttuleikur Íslands fyrir EM sem hefst í júlí. Lokahópurinn fyrir EM verður svo valinn þann 22. júní. Það er því mikið undir hjá stúlkunum að sanna sig. „Við munum ekki spila meira en þetta fyrir mót út af álaginu sem mun myndast fram að 3. júlí er EM-hópurinn kemur saman. Stelpurnar eru í raun að spila á fjögurra daga fresti frá og með deginum í dag fram að undirbúningi landsliðsins. Það er því mikið álag fyrir leikmenn sem eru ekki í atvinnumennsku,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og bætir við að hann þurfi á hámarksorku að halda frá liðinu þegar stóra ballið byrjar.Fagna endurkomu Dagnýjar Eins og áður segir er Dagný Brynjarsdóttir að snúa til baka en hún er algjör lykilmaður í íslenska liðinu. „Þetta hefur verið langur og erfiður vetur hjá henni. Við fögnum því gríðarlega að fá Dagnýju aftur inn í hópinn. Hún er klárlega lykilmaður í íslenska landsliðinu. Skorar mörk og tekur mikið til sín. Hún er líka ofboðslega mikilvæg í föstum leikatriðum. Við verðum samt að fara sparlega með hana því við vitum ekki alveg hversu langt hún er komin. Það er spurning með leikformið enda langt síðan hún spilaði leik. Líkamlegt atgervi er aftur á móti á mjög góðum stað en við höfum fengið tölur frá liðinu hennar úti og erum ánægðir með stöðuna á henni.“Vísir/GettyEkki lokað á þær meiddu Sandra María Jessen og Hólmfríður Magnúsdóttir eru báðar byrjaðar að spila á nýjan leik eftir meiðsli en eru engu að síður ekki í leikmannahópnum. „Það þýðir að þær eru á sama stað og ég átti von á fyrir smá tíma. Það er frábært að þær séu komnar inn á völlinn. Það gefur okkur von um að þær verði klárar fyrir EM. Þær eiga samt svolítið í land með líkamlegt atgervi og leikform. Það er enn smá tími og það er mikilvægara fyrir þær að æfa vel í landsleikjahléinu heldur en að koma í verkefni með okkur núna. Þær eru báðar inni í myndinni en við verðum að taka frekari ákvörðun með þær síðar,“ segir Freyr en Hólmfríður er með reynslumeiri leikmönnum Íslands.Ólík verkefni Í þessum leikjum gegn Írum og Brasilíu mun íslenska liðið fá að glíma við tvo mjög ólíka leikstíla. „Þetta eru frábær verkefni og ólík. Það verður þungavigtarleikur og slagsmál í leiknum gegn Írum. Það er gott því við þurfum á því að halda núna. Svo kemur þetta frábæra fótboltalið sem Brasilía er. Við hlökkum mikið til þess en verðum að halda einbeitingu á Íraleiknum fyrst og fá sem mest út úr honum. Svo verður gaman. Við vildum það. Fá alvöru þjóð á Laugardalsvöll með aðdráttarafl. Það myndi gefa okkur mikið að fá stuðning í þeim leik. 13. júní ætti að vera frábært kvöld í Laugardalnum,“ segir landsliðsþjálfarinn spenntur. Það verður mikil spenna þann 22. júní er EM-hópurinn verður valinn. Freyr er líklega búinn að taka frá þó nokkur sæti en hvað standa eftir mörg sæti sem slegist er um? „Ég get alveg sagt að við erum búnir að ákveða 18 leikmenn. Þá standa eftir fimm sæti sem tíu leikmenn eru að bítast um. Við getum ekki tekið ákvörðun um þau fyrr en eftir júní-verkefnin er við sjáum betur stöðuna á meiddu leikmönnunum.“Margrét Lára Viðarsdóttir er í hópnum.Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð