Smálánafyrirtæki þurfa ekki leyfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2017 13:13 Smálánafyrirtæki auglýsa enn rafbókalán þrátt fyrir aðfinnslur Neytendastofu. Vísir/AP Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því erfiðara um vik að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Forstjóri Neytendastofu bendir á að í mörgum öðrum löndum sé starfsemin leyfisskyld og segir æskilegt að taka umræðuna upp hér á landi. Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um SMS-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Á síðasta ári tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár.Erfitt fyrir Neytendastofu að framfylgja úrskurðinum Þetta virðist ekki hafa stoppað smálánafyrirtækin og enn eru rafbókalán auglýst. Neytendastofa þarf nú að fylgja eftir úrskurðinum, óska eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum og athuga hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Ef það hefur ekki verið gert er eina úrræði Neytendastofu að beita sektum. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að ef starfsemi smálánafyrirtækja yrði gerð skráningar- og leyfisskyld væri hægt að hafa mun meira og betra aðhald með starfseminni. Í dag þurfa smálánafyrirtæki engin leyfi. „Nei, ekki til að setja á fót svona fyrirtæki og þau eru ekki skráningarskyld sem fjármálafyrirtæki eða leyfisskyld. Til þess að gera það þarf að breyta lögum,“ segir Tryggvi og bendir á að með því að gera starfsemina leyfisskylda gæti ekki hver sem er stofnað smálánafyrirtæki. „Nei þá yrðu væntanlega sett nánari skilyrði um hæfi og fleira hjá þeim sem fara með þessi fyrirtæki. Ef það yrðu svo ítrekuð brot væri hægt að svipta aðila leyfi og banna starfsemina.“ Tryggvi segir að upp hafi komið umræða um að gera starfsemina leyfisskylda. „Ég held á einhverju stigi hafi verið bent á það. Held það sé gert að einhverju leyti í öðrum löndum og væri æskilegt að taka þá umræðu.“ Tengdar fréttir Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Starfsemi smálánafyrirtækja er hvorki skráningar- né starfsleyfisskyld og því erfiðara um vik að hafa eftirlit og stjórn á starfseminni. Forstjóri Neytendastofu bendir á að í mörgum öðrum löndum sé starfsemin leyfisskyld og segir æskilegt að taka umræðuna upp hér á landi. Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um SMS-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Á heimasíðum smálánafyrirtækja er boðið upp á smálán með þeim skilyrðum að kaupa rafbók. Á síðasta ári tók Neytendastofa hins vegar ákvörðun um að slíkt væri ólöglegt þar sem rafbókakaupin þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - sem var dæmdur allt of hár.Erfitt fyrir Neytendastofu að framfylgja úrskurðinum Þetta virðist ekki hafa stoppað smálánafyrirtækin og enn eru rafbókalán auglýst. Neytendastofa þarf nú að fylgja eftir úrskurðinum, óska eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum og athuga hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Ef það hefur ekki verið gert er eina úrræði Neytendastofu að beita sektum. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að ef starfsemi smálánafyrirtækja yrði gerð skráningar- og leyfisskyld væri hægt að hafa mun meira og betra aðhald með starfseminni. Í dag þurfa smálánafyrirtæki engin leyfi. „Nei, ekki til að setja á fót svona fyrirtæki og þau eru ekki skráningarskyld sem fjármálafyrirtæki eða leyfisskyld. Til þess að gera það þarf að breyta lögum,“ segir Tryggvi og bendir á að með því að gera starfsemina leyfisskylda gæti ekki hver sem er stofnað smálánafyrirtæki. „Nei þá yrðu væntanlega sett nánari skilyrði um hæfi og fleira hjá þeim sem fara með þessi fyrirtæki. Ef það yrðu svo ítrekuð brot væri hægt að svipta aðila leyfi og banna starfsemina.“ Tryggvi segir að upp hafi komið umræða um að gera starfsemina leyfisskylda. „Ég held á einhverju stigi hafi verið bent á það. Held það sé gert að einhverju leyti í öðrum löndum og væri æskilegt að taka þá umræðu.“
Tengdar fréttir Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15
Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að kaupin væru falinn lántökukostnaður og því ólögleg. Verið er að skoða málið hjá Neytendastofu. 24. maí 2017 20:00