Úlfarsfelli breytt í Everest Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. maí 2017 12:47 Úlfarsfell er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Guðrúnu Harpa Bjarnadóttir Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Einnig verður hægt að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í tjaldi að nepölskum sið við fjallið sem er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Stríður straumur fólks hefur gengið upp og niður Úlfarsfellið í dag og má gera ráð fyrir slíkri umferð allt til klukkan ellefu í kvöld. Guðrún Harpa Bjarnadóttur stendur fyrir viðburðinum og var búin að fara eina ferð upp og niður fellið fyrir klukkan tíu í morgun. „Í dag er útivistardagur fjölskyldunnar sem við köllum Mitt eigið Everest. Við notum hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepalic Girls. Við stofnuðum Íslandsdeild fyrir samtökin í mars, þetta eru samtök sem styrkja fátækar, nepalskar stelpur til náms.“Þessi föngulegi hópur náði toppnum í dag.Guðrún Harpa BjarnadóttirUm níutíu fjölskyldur eru búnar að skrá sig til leiks eða um 300 manns. Enn er hægt að skrá sig til leiks með því einfaldlega að mæta á staðinn en Facebook-síðu viðburðarins má nálgast hér. „Við erum búin að setja upp tjöld í „base camp“, veitingatjald og skreyta fjallið með bænaflöggum. Svo er lítið hugleiðslutjald þar sem fara fram öndunaræfingar. Það er að byggjast upp ótrúleg orka í fjallinu,“ segir Guðrún Harpa og hvetur fólk til að draga fjölskylduna út. Guðrún segir átakið tækifæri fyrir fólk til að skora svolítið á sjálft sig og fara út fyrir þægindarammann. „Finna sitt eigið Everest - við eigum öll okkar Everest sem við þurfum að klífa. Fyrir marga getur ein ferð á Úlfarsfell verið heilmikið Everest en fyrir aðra kannski áskorun að fara fimm ferðir eða tíu ferðir. Við erum nokkur sem byrjuðum klukkan níu í morgun og ætlum að vera á ferðinni til ellefu í kvöld.“ Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Einnig verður hægt að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í tjaldi að nepölskum sið við fjallið sem er skreytt með bænaflöggum í anda grunnbúða Everest. Stríður straumur fólks hefur gengið upp og niður Úlfarsfellið í dag og má gera ráð fyrir slíkri umferð allt til klukkan ellefu í kvöld. Guðrún Harpa Bjarnadóttur stendur fyrir viðburðinum og var búin að fara eina ferð upp og niður fellið fyrir klukkan tíu í morgun. „Í dag er útivistardagur fjölskyldunnar sem við köllum Mitt eigið Everest. Við notum hreyfingu og útivist til að vekja athygli á og safna fé fyrir samtökin Empower Nepalic Girls. Við stofnuðum Íslandsdeild fyrir samtökin í mars, þetta eru samtök sem styrkja fátækar, nepalskar stelpur til náms.“Þessi föngulegi hópur náði toppnum í dag.Guðrún Harpa BjarnadóttirUm níutíu fjölskyldur eru búnar að skrá sig til leiks eða um 300 manns. Enn er hægt að skrá sig til leiks með því einfaldlega að mæta á staðinn en Facebook-síðu viðburðarins má nálgast hér. „Við erum búin að setja upp tjöld í „base camp“, veitingatjald og skreyta fjallið með bænaflöggum. Svo er lítið hugleiðslutjald þar sem fara fram öndunaræfingar. Það er að byggjast upp ótrúleg orka í fjallinu,“ segir Guðrún Harpa og hvetur fólk til að draga fjölskylduna út. Guðrún segir átakið tækifæri fyrir fólk til að skora svolítið á sjálft sig og fara út fyrir þægindarammann. „Finna sitt eigið Everest - við eigum öll okkar Everest sem við þurfum að klífa. Fyrir marga getur ein ferð á Úlfarsfell verið heilmikið Everest en fyrir aðra kannski áskorun að fara fimm ferðir eða tíu ferðir. Við erum nokkur sem byrjuðum klukkan níu í morgun og ætlum að vera á ferðinni til ellefu í kvöld.“
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira