Eftirsjá að trjálundi sem víkur fyrir nýjum blokkum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2017 15:45 Það eina sem eftir er af trjálundinum er röndin meðfram Miklubraut. Vísir/Stefán Íbúar í Smáíbúðahverfinu, sem og áhugamenn um garðyrkju og skógrækt, sjá nú mjög eftir trjálundi við Sogaveg 72-75 sem högginn var niður til þess að rýma fyrir fyrirhugðum blokkum sem reisa á á svæðinu. Trjálundurinn stóð við Vonarland, íbúðarhúsnæði Ingvars Helgasonar og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem áttu og ráku bílasöluna Ingvar Helgason. Keyptu þau hjón lóðina árið 1960 og hófu skógrækt. Þótti lundurinn mikil hverfisprýði. „Mér sárnaði að sjá þennan stóra og fallega skógarreit sem lögð hefur verið mikil alúð við að rækta í hálfa öld bara felldan með öllu,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og íbúi í hverfinu.Hér má sjá loftmynd af lundinum.Vakti hann athygli á því að lundurinn væri horfinn í Facebook-hópnum Ræktaðu garðinn - Garðyrkjuráðgjöf þar sem fram hafa farið heitar umræður um málið. Ljóst er að mikilllar eftirsjár gætir eftir lundinum. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir að rífa á tvö hús á lóðunum sem um ræðir og byggja tvö fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum á þremur hæðum. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í borgarráði 19. janúar, að undangenginni auglýsingu.„Lundurinn þjónaði mjög góðum tilgangi til þess að vera búsvæði fugla, að gleypa í sig svifrykið frá umferðinni og dempa allan hávaðann frá umferðinni. Það er það sem fyrst og fremst skaðinn,“ segir Aðalsteinn. Lundurinn lá á milli Sogavegar og Miklubrautar en skilin hefur verið eftir ein trjárönd, næst Miklubrautinni. Óttast Aðalsteinn að trjálundurinn hafi verið grisjaður of skarpt og að þau tré sem skilin voru eftir muni ekki verða langlíf.Í deiliskipulagstillögunni sem samþykkt var segir að „[R]eynt verður að varðveita núverandi gróður á lóð, sem framast er unnt, svo ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vern gögn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þetta enda sé ljóst að lundurinn sé meira og minna horfinn.Svona eiga fyrirhugaðar blokkir að líta út.Mynd/THG arkitektar„Þessu var öllu rutt niður. Ég veit ekki hvort að það hafi verið hugmyndin frá upphafi. Það er fóðrað þannig í deiliskipulagstilögunni að það eigi að passa vel upp á þetta en það er ekki gert,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn gagnrýnir að verið sé að fórna grænum svæðum í höfuðborginni í nafni þéttingar byggðar, jafn góðrar gjalda verð og hún sé.„Það eru svo fáir svona trjálundir inn í höfuðborginni. Það þarf að halda í þessa fáu sem eru eftir í stað þess að böðlast áfram og reisa á þessum lóðum blokkir í nafni þéttingu byggðar, þó ég hafi ekkert á móti þéttingu byggðar. Manni finnst eins og þetta sé alltaf niðurstaðan, að ráðast á grænu svæðin fyrst.“ Garðyrkja Skipulag Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Íbúar í Smáíbúðahverfinu, sem og áhugamenn um garðyrkju og skógrækt, sjá nú mjög eftir trjálundi við Sogaveg 72-75 sem högginn var niður til þess að rýma fyrir fyrirhugðum blokkum sem reisa á á svæðinu. Trjálundurinn stóð við Vonarland, íbúðarhúsnæði Ingvars Helgasonar og konu hans Sigríðar Guðmundsdóttur, sem áttu og ráku bílasöluna Ingvar Helgason. Keyptu þau hjón lóðina árið 1960 og hófu skógrækt. Þótti lundurinn mikil hverfisprýði. „Mér sárnaði að sjá þennan stóra og fallega skógarreit sem lögð hefur verið mikil alúð við að rækta í hálfa öld bara felldan með öllu,“ segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og íbúi í hverfinu.Hér má sjá loftmynd af lundinum.Vakti hann athygli á því að lundurinn væri horfinn í Facebook-hópnum Ræktaðu garðinn - Garðyrkjuráðgjöf þar sem fram hafa farið heitar umræður um málið. Ljóst er að mikilllar eftirsjár gætir eftir lundinum. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir að rífa á tvö hús á lóðunum sem um ræðir og byggja tvö fjölbýlishús með allt að 49 íbúðum á þremur hæðum. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í borgarráði 19. janúar, að undangenginni auglýsingu.„Lundurinn þjónaði mjög góðum tilgangi til þess að vera búsvæði fugla, að gleypa í sig svifrykið frá umferðinni og dempa allan hávaðann frá umferðinni. Það er það sem fyrst og fremst skaðinn,“ segir Aðalsteinn. Lundurinn lá á milli Sogavegar og Miklubrautar en skilin hefur verið eftir ein trjárönd, næst Miklubrautinni. Óttast Aðalsteinn að trjálundurinn hafi verið grisjaður of skarpt og að þau tré sem skilin voru eftir muni ekki verða langlíf.Í deiliskipulagstillögunni sem samþykkt var segir að „[R]eynt verður að varðveita núverandi gróður á lóð, sem framast er unnt, svo ásýnd breytist sem minnst og notagildi gróðursins sem vern gögn gegn svifryki og hávaða skerðist ekki.“ Aðalsteinn gefur lítið fyrir þetta enda sé ljóst að lundurinn sé meira og minna horfinn.Svona eiga fyrirhugaðar blokkir að líta út.Mynd/THG arkitektar„Þessu var öllu rutt niður. Ég veit ekki hvort að það hafi verið hugmyndin frá upphafi. Það er fóðrað þannig í deiliskipulagstilögunni að það eigi að passa vel upp á þetta en það er ekki gert,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn gagnrýnir að verið sé að fórna grænum svæðum í höfuðborginni í nafni þéttingar byggðar, jafn góðrar gjalda verð og hún sé.„Það eru svo fáir svona trjálundir inn í höfuðborginni. Það þarf að halda í þessa fáu sem eru eftir í stað þess að böðlast áfram og reisa á þessum lóðum blokkir í nafni þéttingu byggðar, þó ég hafi ekkert á móti þéttingu byggðar. Manni finnst eins og þetta sé alltaf niðurstaðan, að ráðast á grænu svæðin fyrst.“
Garðyrkja Skipulag Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira