Skattstjórinn er enn í grunnskóla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2017 20:00 Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum. Kaldur raunveruleikinn blasir snemma við krökkum í Salaskóla sem hafa komist að því að mishá laun fást fyrir misjöfn störf. Af laununum þarf að greiða skatta og hnippir lögreglan í óhlýðna. Í Bænum svokallaða hefur hver og einn sínu hlutverki að gegna. Bæjarstjórinn tekur á móti athugasemdum og passar að allir séu sáttir. Aron Jakobsson, bæjarstjóri, segir sitt hlutverk vera að sjá um bæinn, athuga hvort allt sé snyrtilegt og fínt, búa til hverfi og skoða pappíra. Hann segist vel geta hugsað sér að verða bæjarstjóri í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefnið er sett upp á Íslandi en hugmyndin kom upp eftir skólaheimsókn í Finnlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í fjórar vikur. „Þau eru búin að fara í gegnum hálfgert þema; námsefni núna í fjórar vikur sem undirbúning fyrir daginn. Fara yfir fjármálafræðslu, læra um mismunandi störf, reikna út hvað þau kosta, hvað séu skattar, hvað séu bankar, læra um mismunandi menntun fyrir mismunandi störf. Síðan sækja þau um starf og eru síðan mætt til að eyða deginum hér," segir Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari sem meðal annars skipulagði daginn. Sum störf voru vinsælli en önnur og réðist áhuginn að miklu leyti eftir aldri. Peningarnir og góð laun virtust þó ekki heilla mest heldur hafði skemmtanagildið meiri áhrif. Höfðu krakkarnir í sjötta bekk mestan áhuga á þjónustustörfum líkt og vinnu í bakaríi eða Nettó þar sem auðvelt aðgengi er að namminu. Flestir í bænum virðast löghlýðnir borgarar en starfsmaður Ríkisskattstjóra segir þó einhverja mega standa sig betur. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki greiði skatta segir Linda Björk skattstjóri að lögreglan muni eiga við þá orð. Krakkar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum. Kaldur raunveruleikinn blasir snemma við krökkum í Salaskóla sem hafa komist að því að mishá laun fást fyrir misjöfn störf. Af laununum þarf að greiða skatta og hnippir lögreglan í óhlýðna. Í Bænum svokallaða hefur hver og einn sínu hlutverki að gegna. Bæjarstjórinn tekur á móti athugasemdum og passar að allir séu sáttir. Aron Jakobsson, bæjarstjóri, segir sitt hlutverk vera að sjá um bæinn, athuga hvort allt sé snyrtilegt og fínt, búa til hverfi og skoða pappíra. Hann segist vel geta hugsað sér að verða bæjarstjóri í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefnið er sett upp á Íslandi en hugmyndin kom upp eftir skólaheimsókn í Finnlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í fjórar vikur. „Þau eru búin að fara í gegnum hálfgert þema; námsefni núna í fjórar vikur sem undirbúning fyrir daginn. Fara yfir fjármálafræðslu, læra um mismunandi störf, reikna út hvað þau kosta, hvað séu skattar, hvað séu bankar, læra um mismunandi menntun fyrir mismunandi störf. Síðan sækja þau um starf og eru síðan mætt til að eyða deginum hér," segir Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari sem meðal annars skipulagði daginn. Sum störf voru vinsælli en önnur og réðist áhuginn að miklu leyti eftir aldri. Peningarnir og góð laun virtust þó ekki heilla mest heldur hafði skemmtanagildið meiri áhrif. Höfðu krakkarnir í sjötta bekk mestan áhuga á þjónustustörfum líkt og vinnu í bakaríi eða Nettó þar sem auðvelt aðgengi er að namminu. Flestir í bænum virðast löghlýðnir borgarar en starfsmaður Ríkisskattstjóra segir þó einhverja mega standa sig betur. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki greiði skatta segir Linda Björk skattstjóri að lögreglan muni eiga við þá orð.
Krakkar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira