Frá menntun til framtíðarstarfa Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 30. maí 2017 07:00 Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar reynst erfitt að ná niður atvinnuleysi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Rannsóknir hafa sýnt að vanabundin störf (e. routine jobs) eru líklegri til að hverfa í efnahagslegri lægð þar sem fyrirtæki leita nýrra leiða til að draga úr kostnaði með aukinni vélvæðingu. Fjöldi fólks situr eftir án atvinnu í kjölfar slíkra tímabila því störfin sem nú skapast krefjast færni sem samræmist ekki fyrri þjálfun. Því er ljóst að til að viðhalda sterkum hagvexti á Íslandi þurfum við að vera á tánum í síbreytilegum heimi. Á síðasta Viðskiptaþingi ræddum við um auðlindageirann sem hefur borið uppi hagvöxt Íslands. Við veltum því upp hvort yfir okkur hvíldi auðlindabölvun, þar sem ekki væri knýjandi þörf að horfa til annarra atvinnugreina hérlendis. Alþjóðavæðing hefur aukið samkeppni á milli landa og flutt vinnuaflsfrek störf til lágkostnaðarlanda. Störf sem sitja eftir í þróuðum löndum reyna nú í auknum mæli á sértæka færni sem erfitt er að vélvæða að fullu, bæði á sviði tækni og mannlegra samskipta. Samkeppni hefur aukist á alþjóðavísu um einstaklinga með rétta færni til að sinna slíkum störfum enda eru þau oftar en ekki háframleiðnistörf. Fyrirtæki koma sér að jafnaði fyrir þar sem mannauðinn er að finna og því snýr umræðan um menntun og þjálfun beint að samkeppnishæfni landa. Ef við hugum ekki að einstaklingum með færni í störf framtíðarinnar mun slíkt hamla hagvexti hér á landi. Umtalsverð tækifæri liggja því í einni af grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu. Niðurstöður samkeppnishæfnikönnunar á vegum IMD háskólans er að vænta á morgun. Samhliða birtingu gagna um samkeppnisstöðu Íslands standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki fyrir opnum fundi um menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í gegnum árin hefur Ísland skorað misvel á alþjóðlega menntamælikvarða. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru hæst hér á alþjóðavísu samkvæmt úttekt IMD í fyrra, þó við stöndum enn aftarlega í PISA könnunum. Þá vorum við í 24. sæti hvað varðar aðgang að færu vinnuafli samkvæmt stjórnendakönnun IMD. Vinnustaðir þurfa einnig að líta í eigin barm, því samkvæmt IMD sat Ísland í 43. sæti í fyrra hvað varðar áherslu á starfsmannaþjálfun. Í hröðum og tæknivæddum heimi styttist líftími lausna og verkferla þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða. Því er bráðnauðsynlegt að við tryggjum starfsfólki áframhaldandi þjálfun eftir að formlegu námi lýkur. Framtíðin snýst um hugvit, þekkingu og þjónustu sem er alþjóðlega samkeppnisfær. Allt er þetta háð kraftmiklum mannauði. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa menntakerfið og samspil þess við atvinnulífið upp á nýtt til að tryggja hér áframhaldandi hagvöxt í tæknivæddum heimi. Við bjóðum ykkur að taka þátt í umræðunni á fundi Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsbanka í Hörpu kl. 08:30 á morgun. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er atvinnuþátttaka með því hæsta sem gerist á heimsvísu, atvinnuleysi í lágmarki og hagvöxtur góður. Hingað streyma erlendir ferðamenn enda má fyrst og fremst rekja vinnuaflsaukningu og útflutningsvöxt undanfarinna ára til ferðaþjónustu. Víðsvegar í hinum þróaða heimi hefur hins vegar reynst erfitt að ná niður atvinnuleysi í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Rannsóknir hafa sýnt að vanabundin störf (e. routine jobs) eru líklegri til að hverfa í efnahagslegri lægð þar sem fyrirtæki leita nýrra leiða til að draga úr kostnaði með aukinni vélvæðingu. Fjöldi fólks situr eftir án atvinnu í kjölfar slíkra tímabila því störfin sem nú skapast krefjast færni sem samræmist ekki fyrri þjálfun. Því er ljóst að til að viðhalda sterkum hagvexti á Íslandi þurfum við að vera á tánum í síbreytilegum heimi. Á síðasta Viðskiptaþingi ræddum við um auðlindageirann sem hefur borið uppi hagvöxt Íslands. Við veltum því upp hvort yfir okkur hvíldi auðlindabölvun, þar sem ekki væri knýjandi þörf að horfa til annarra atvinnugreina hérlendis. Alþjóðavæðing hefur aukið samkeppni á milli landa og flutt vinnuaflsfrek störf til lágkostnaðarlanda. Störf sem sitja eftir í þróuðum löndum reyna nú í auknum mæli á sértæka færni sem erfitt er að vélvæða að fullu, bæði á sviði tækni og mannlegra samskipta. Samkeppni hefur aukist á alþjóðavísu um einstaklinga með rétta færni til að sinna slíkum störfum enda eru þau oftar en ekki háframleiðnistörf. Fyrirtæki koma sér að jafnaði fyrir þar sem mannauðinn er að finna og því snýr umræðan um menntun og þjálfun beint að samkeppnishæfni landa. Ef við hugum ekki að einstaklingum með færni í störf framtíðarinnar mun slíkt hamla hagvexti hér á landi. Umtalsverð tækifæri liggja því í einni af grunnstoðum samfélagsins; menntakerfinu. Niðurstöður samkeppnishæfnikönnunar á vegum IMD háskólans er að vænta á morgun. Samhliða birtingu gagna um samkeppnisstöðu Íslands standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsbanki fyrir opnum fundi um menntun og samkeppnishæfni mannauðs. Í gegnum árin hefur Ísland skorað misvel á alþjóðlega menntamælikvarða. Útgjöld til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu voru hæst hér á alþjóðavísu samkvæmt úttekt IMD í fyrra, þó við stöndum enn aftarlega í PISA könnunum. Þá vorum við í 24. sæti hvað varðar aðgang að færu vinnuafli samkvæmt stjórnendakönnun IMD. Vinnustaðir þurfa einnig að líta í eigin barm, því samkvæmt IMD sat Ísland í 43. sæti í fyrra hvað varðar áherslu á starfsmannaþjálfun. Í hröðum og tæknivæddum heimi styttist líftími lausna og verkferla þar sem tækninni fleygir fram á ógnarhraða. Því er bráðnauðsynlegt að við tryggjum starfsfólki áframhaldandi þjálfun eftir að formlegu námi lýkur. Framtíðin snýst um hugvit, þekkingu og þjónustu sem er alþjóðlega samkeppnisfær. Allt er þetta háð kraftmiklum mannauði. Við þurfum að vera óhrædd við að hugsa menntakerfið og samspil þess við atvinnulífið upp á nýtt til að tryggja hér áframhaldandi hagvöxt í tæknivæddum heimi. Við bjóðum ykkur að taka þátt í umræðunni á fundi Viðskiptaráðs Íslands og Íslandsbanka í Hörpu kl. 08:30 á morgun. Höfundur er formaður Viðskiptaráðs.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun