Corbett skýrði myndbandið einfaldlega „Versta nótt ævi minnar“ og lýsa þeir félagarnir hvernig þeim leið í tjaldi yfir nótt hér á landi.
Vinirnir eru reyndar mjög ánægðir með heimsóknina í heild sinni en það var þessi eina nótt sem vakti sérstaka athygli blaðamanns. Þeir tjölduðu þar sem var mjög vindasamt og því lagðist tjaldið algjörlega ofan á þá um miðja nótt. Svefninn var því ekkert sérstakur.
„Gærkvöldið var hræðilegt og var þetta versta nótt ævi minnar,“ segir Corbett og félagar hans taka undir.
„Við vorum að leita að góðum stað til að tjalda og fundum hann loksins, eða það var það sem við héldum. Við tjölduðum á milli tveggja sandhóla og héldum að við værum þá í miklu skjóli. Niðurstaðan var sú að við vorum í rauninni í miðjum fellibyl.“
Hér að neðan má hlusta á frásögn drengjanna og einnig sjá hvaða staði þeir heimsóttu hér á landi.