Gianluigi Buffon tapaði sínum þriðja úrslitaleik í Meistaradeild Evrópu þegar Juventus beið lægri hlut fyrir Real Madrid, 1-4, á Þúsaldarvellinum í Cardiff í fyrradag.
Buffon hefur átt langan og farsælan feril en á samt enn eftir að vinna Meistaradeildina, sterkustu félagsliðakeppni heims.
Buffon er ekki eini frábæri leikmaðurinn sem hefur aldrei eða náði aldrei að vinna bikarinn með stóru eyrun.
Sky Sports tók í gær saman byrjunarlið þeirra frábæru leikmanna sem hafa aldrei unnið Meistaradeildina.
Þar eru snillingar á borð við hinn brasilíska Ronaldo, Zlatan Ibrahimovic, Francesco Totti, Patrick Viera og Dennis Bergkamp.
Bestu leikmenn sem hafa aldrei unnið Meistaradeildina að mati Sky Sports:
Markvörður:
Gianluigi Buffon
Vörn:
Lillian Thuram
Lothas Mätthaus
Fabio Cannavaro
Miðja:
Francesco Totti
Patrick Viera
Cesc Fábregas
Michael Ballack
Dennis Bergkamp
Sókn:
Ronaldo
Zlatan Ibrahimovic
Úrvalslið þeirra sem hafa aldrei unnið Meistaradeildina

Tengdar fréttir

Ronaldo skoraði tvö þegar Real Madrid varð Evrópumeistari annað árið í röð
Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis þegar Real Madrid vann 1-4 sigur á Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Þúsaldarvellinum í Cardiff í kvöld.

Buffon: Þeir sýndu styrk sinn í seinni hálfleik
Gianluigi Buffon gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að Juventus tapaði 1-4 fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld.