May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2017 10:04 Theresa May las yfirlýsingu í Downing stræti í morgun. Vísir/afp Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leggur til að hryðjuverkalöggjöf landsins verði endurskoðuð í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í London í gærkvöldi. Vill hún sjá lengri fangelsisdóma fyrir sumar tegundir brota. May greindi frá þessu á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun. May fór þar yfir nýjustu fréttir af árásinni, sagði að auk hinna þriggja árásarmanna væru sjö látnir og 48 á sjúkrahúsi. Margir væru lífshættulega særðir. Forsætisráðherrann sagði árásarmennina hafa klæðst fölsuðum sprengjuvestum í þeim eina tilgangi að skapa ótta og ringulreið. May sagði lögregluyfirvöld hafa komið í veg fyrir fimm trúverðugar hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. Sagði hún samfélagið standa frammi fyrir nýrri tegund árása þar sem árásarmenn væru að herma eftir hver öðrum. Forsætisráðherrann sagði ljóst að ekki væri hægt að halda áfram án þess að bregðast við. Hún sakaði stóru netfyrirtækin um að skapa „örugg svæði “ fyrir öfgamenn á netinu og hvatti til að alþjóðasamfélagið myndi þrýsta á fyrirtækin að grípa til aðgerða. May sagði umburðarlyndi í garð öfgastefnu væri of mikið í Bretlandi og að grípa þyrfti til mikilla aðgerða til að snúa þessu við. Þetta myndi krefjast samræðna sem gætu reynst erfiðar og óþægilegar. Loks sagði hún að þingkosningarnar myndu fara fram á fimmtudag og að kosningabaráttu yrði fram haldið á morgun.UK general election to go ahead on Thursday, PM May confirms, as she appeals for public to live lives as normal https://t.co/ol9pshKebo pic.twitter.com/0IPIXJx2rU— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 4, 2017 Hryðjuverk í London Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, leggur til að hryðjuverkalöggjöf landsins verði endurskoðuð í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í London í gærkvöldi. Vill hún sjá lengri fangelsisdóma fyrir sumar tegundir brota. May greindi frá þessu á blaðamannafundi í Downing stræti í morgun. May fór þar yfir nýjustu fréttir af árásinni, sagði að auk hinna þriggja árásarmanna væru sjö látnir og 48 á sjúkrahúsi. Margir væru lífshættulega særðir. Forsætisráðherrann sagði árásarmennina hafa klæðst fölsuðum sprengjuvestum í þeim eina tilgangi að skapa ótta og ringulreið. May sagði lögregluyfirvöld hafa komið í veg fyrir fimm trúverðugar hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. Sagði hún samfélagið standa frammi fyrir nýrri tegund árása þar sem árásarmenn væru að herma eftir hver öðrum. Forsætisráðherrann sagði ljóst að ekki væri hægt að halda áfram án þess að bregðast við. Hún sakaði stóru netfyrirtækin um að skapa „örugg svæði “ fyrir öfgamenn á netinu og hvatti til að alþjóðasamfélagið myndi þrýsta á fyrirtækin að grípa til aðgerða. May sagði umburðarlyndi í garð öfgastefnu væri of mikið í Bretlandi og að grípa þyrfti til mikilla aðgerða til að snúa þessu við. Þetta myndi krefjast samræðna sem gætu reynst erfiðar og óþægilegar. Loks sagði hún að þingkosningarnar myndu fara fram á fimmtudag og að kosningabaráttu yrði fram haldið á morgun.UK general election to go ahead on Thursday, PM May confirms, as she appeals for public to live lives as normal https://t.co/ol9pshKebo pic.twitter.com/0IPIXJx2rU— BBC Breaking News (@BBCBreaking) June 4, 2017
Hryðjuverk í London Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Sjá meira