Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstu dögum draga Bandaríkin út úr samkomulagi 195 ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum, svokölluðu Parísarsamkomulagi. Þetta fullyrða allnokkrir bandarískir fjölmiðlar og vitna í ónafngreinda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trumps. Samkomulagið var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess. Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Því er ljóst að riftun samkomulagsins myndi hafa veruleg áhrif. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025. Óttast er að væntanleg aðgerð Trumps gæti orðið til þess að fleiri ríki fari að fordæmi Bandaríkjanna eða sinni skuldbindingu sinni verr. Hins vegar hafa leiðtogar Kína, Indlands og Evrópusambandsins sagst munu virða samkomulagið jafnvel ef Trump dregur Bandaríkin út úr því. „Félagar okkar í Afríku, Asíu og Kína vænta þess nú að Evrópa leiði þetta átak og við erum tilbúin til þess,“ sagði Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við Reuters í gær. „Samkomulagið fellur ekki saman ef ríki dregur sig út úr því,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við BBC. Hann sagði þó að mikilvægt væri að Bandaríkin væru áfram hluti af umræðunni þar sem loftslagsbreytingar væru vandi allra. „En ef eitt ríki dregur sig úr þá er það meiri ástæða fyrir öll hin til að sameinast og ganga úr skugga um að markmið Parísarsamkomulagsins verði uppfyllt,“ sagði Guterres enn fremur. Óljóst er með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps gæti dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þessu heldur Paul Rincon, greinandi hjá BBC, fram. Samkvæmt ákvæðum samkomulagsins tekur fjögur ár að draga sig út úr því en með því að draga sig úr rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar gætu Bandaríkin losnað á einu ári. Trump hefur verið einarður andstæðingur samkomulagsins allt frá því í kosningabaráttunni. Hefur hann til að mynda sagt að loftslagsbreytingar væru gabb. Þá hét hann því í kosningabaráttunni að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Það væri slæmt fyrir bandarískt viðskiptalíf og ylli því að erlendir embættismenn gætu haft of mikil áhrif á bandarískt samfélag. „Ég mun tilkynna um ákvörðun mína er varðar Parísarsamkomulagið á næstu dögum. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ,“ tísti forsetinn í gær. I will be announcing my decision on Paris Accord, Thursday at 3:00 P.M. The White House Rose Garden. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2017 Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á næstu dögum draga Bandaríkin út úr samkomulagi 195 ríkja um aðgerðir í loftslagsmálum, svokölluðu Parísarsamkomulagi. Þetta fullyrða allnokkrir bandarískir fjölmiðlar og vitna í ónafngreinda heimildarmenn innan ríkisstjórnar Trumps. Samkomulagið var undirritað árið 2015 og var það í fyrsta sinn sem svo stór hluti heimsbyggðarinnar sameinaðist í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Alls samþykktu 195 af 197 ríkjum Sameinuðu þjóðanna samkomulagið. Sýrland og Níkaragva stóðu ein utan þess. Bandaríkin eru það ríki heims sem blæs út næstmestu magni gróðurhúsalofttegunda. Eru þau því einungis eftirbátur Kínverja. Því er ljóst að riftun samkomulagsins myndi hafa veruleg áhrif. Samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025. Óttast er að væntanleg aðgerð Trumps gæti orðið til þess að fleiri ríki fari að fordæmi Bandaríkjanna eða sinni skuldbindingu sinni verr. Hins vegar hafa leiðtogar Kína, Indlands og Evrópusambandsins sagst munu virða samkomulagið jafnvel ef Trump dregur Bandaríkin út úr því. „Félagar okkar í Afríku, Asíu og Kína vænta þess nú að Evrópa leiði þetta átak og við erum tilbúin til þess,“ sagði Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við Reuters í gær. „Samkomulagið fellur ekki saman ef ríki dregur sig út úr því,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við BBC. Hann sagði þó að mikilvægt væri að Bandaríkin væru áfram hluti af umræðunni þar sem loftslagsbreytingar væru vandi allra. „En ef eitt ríki dregur sig úr þá er það meiri ástæða fyrir öll hin til að sameinast og ganga úr skugga um að markmið Parísarsamkomulagsins verði uppfyllt,“ sagði Guterres enn fremur. Óljóst er með hvaða hætti ríkisstjórn Trumps gæti dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu. Þessu heldur Paul Rincon, greinandi hjá BBC, fram. Samkvæmt ákvæðum samkomulagsins tekur fjögur ár að draga sig út úr því en með því að draga sig úr rammasamningi SÞ um loftslagsbreytingar gætu Bandaríkin losnað á einu ári. Trump hefur verið einarður andstæðingur samkomulagsins allt frá því í kosningabaráttunni. Hefur hann til að mynda sagt að loftslagsbreytingar væru gabb. Þá hét hann því í kosningabaráttunni að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu. Það væri slæmt fyrir bandarískt viðskiptalíf og ylli því að erlendir embættismenn gætu haft of mikil áhrif á bandarískt samfélag. „Ég mun tilkynna um ákvörðun mína er varðar Parísarsamkomulagið á næstu dögum. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ,“ tísti forsetinn í gær. I will be announcing my decision on Paris Accord, Thursday at 3:00 P.M. The White House Rose Garden. MAKE AMERICA GREAT AGAIN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 1, 2017
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira