Raðirnar í Costco náðu enda á milli Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2017 11:50 Þó nú sé tæpur mánuður liðinn frá því að búðin opnaði troðfylla viðskiptavinir rýmið sem áður. Stappfullt var í Costco í gær, sunnudaginn 18. júní. Fjölmargir þurftu frá að hverfa enda var staðan orðin sú, uppúr hádegi á sunnudeginum, að raðirnar náðu frá afgreiðslukössum og út í hinn enda hins risavaxna vörulagersins. Með öðrum orðum, búðin var orðin ein samfelld röð. Þurftu fjölmargir frá að hverfa.Costco-æðið síst í rénun Costco-æðið svokallaða, en viðskiptavinir hafa lagt leið sína þangað í stórum stíl, virðist síst rénun þó nú sé tæpur mánuður frá því að búðin opnaði, sem var 23. maí. Blaðamaður Vísis fór í Costco í gær og eftir alllanga bið eftir bílastæði, hófst eltingarleikur við innkaupakörfu og var þá betra en ekki að vera frár á fæti. Þegar inn var komið rann svo upp fyrir blaðamanni að ef hann ætlaði að ná því að versla og fá það afgreitt, þá myndi það kosta meiri þolinmæði en hann hefur yfir að ráða.Vísir greindi frá því um helgina að vöruúrval í búðinni væri orðið að mjög skornum skammti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð á fimmtudaginn voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar.Fylltu á um helgina Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir í samtali við Vísi þeir hafi verið í önnum við að fylla á undanfarna daga. Eins og alla daga, reyndar, segir Vigelskas. „Það er stórkostlegt að vera hluti þessa ævintýris. Ég tala reglulega við viðskiptavini og þeir eru glaðir. Vöruúrvalið er að komast í það lag sem við viljum hafa það. Og vonandi getum við annað eftirspurn.“ Hann segir að reglulega berist varningur til landsins og menn hafi látið hendur standa frammúr ermum um helgina við að fylla á í hillurnar. Hann er að vonum kátur með viðtökurnar, segir að þær hafi farið fram úr björtustu vonum en þau hjá Costco hafi reyndar vitað að búðin myndi falla í kramið.Costco sannarlega fallið í kramið Og sannarlega hefur búðin gert það. Líkast til eru ýmsir samverkandi þættir sem stuðla að því. Samkvæmt upplýsingum um kortaveltu nemur sala Costco um 32 prósent af heildarveltu á dagvörumarkaði. En til samanburðar var markaðshlutdeild Bónuss á sama tíma 28 prósent. Bónus rekur 32 verslanir um allt land, 20 á höfuðborgarsvæðinu en Costco er með þessa einu búð og því liggur í hlutarins eðli að þar er þröng á þingi. Samkvæmt nýlegri könnun MMR hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco, talsvert fleiri konur eða 47 prósent móti 40 prósentum karla. Costco Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Stappfullt var í Costco í gær, sunnudaginn 18. júní. Fjölmargir þurftu frá að hverfa enda var staðan orðin sú, uppúr hádegi á sunnudeginum, að raðirnar náðu frá afgreiðslukössum og út í hinn enda hins risavaxna vörulagersins. Með öðrum orðum, búðin var orðin ein samfelld röð. Þurftu fjölmargir frá að hverfa.Costco-æðið síst í rénun Costco-æðið svokallaða, en viðskiptavinir hafa lagt leið sína þangað í stórum stíl, virðist síst rénun þó nú sé tæpur mánuður frá því að búðin opnaði, sem var 23. maí. Blaðamaður Vísis fór í Costco í gær og eftir alllanga bið eftir bílastæði, hófst eltingarleikur við innkaupakörfu og var þá betra en ekki að vera frár á fæti. Þegar inn var komið rann svo upp fyrir blaðamanni að ef hann ætlaði að ná því að versla og fá það afgreitt, þá myndi það kosta meiri þolinmæði en hann hefur yfir að ráða.Vísir greindi frá því um helgina að vöruúrval í búðinni væri orðið að mjög skornum skammti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð á fimmtudaginn voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar.Fylltu á um helgina Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir í samtali við Vísi þeir hafi verið í önnum við að fylla á undanfarna daga. Eins og alla daga, reyndar, segir Vigelskas. „Það er stórkostlegt að vera hluti þessa ævintýris. Ég tala reglulega við viðskiptavini og þeir eru glaðir. Vöruúrvalið er að komast í það lag sem við viljum hafa það. Og vonandi getum við annað eftirspurn.“ Hann segir að reglulega berist varningur til landsins og menn hafi látið hendur standa frammúr ermum um helgina við að fylla á í hillurnar. Hann er að vonum kátur með viðtökurnar, segir að þær hafi farið fram úr björtustu vonum en þau hjá Costco hafi reyndar vitað að búðin myndi falla í kramið.Costco sannarlega fallið í kramið Og sannarlega hefur búðin gert það. Líkast til eru ýmsir samverkandi þættir sem stuðla að því. Samkvæmt upplýsingum um kortaveltu nemur sala Costco um 32 prósent af heildarveltu á dagvörumarkaði. En til samanburðar var markaðshlutdeild Bónuss á sama tíma 28 prósent. Bónus rekur 32 verslanir um allt land, 20 á höfuðborgarsvæðinu en Costco er með þessa einu búð og því liggur í hlutarins eðli að þar er þröng á þingi. Samkvæmt nýlegri könnun MMR hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco, talsvert fleiri konur eða 47 prósent móti 40 prósentum karla.
Costco Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira