Gera allt til að tryggja öryggi landsmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júní 2017 12:39 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Að sögn Bjarna er það ein af frumskyldum stjórnvalda að tryggja þjóðaröryggi. „Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarni sem segir heiminn standa frammi fyrir ógnum vegna hryðjuverka.„Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. Hér á landi er hættustig metið í meðallagi sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innnanlands eða í heimsmálunum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð. Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi.“Fullyrðir að lögreglan njóti trausts landsmanna Þá segir forsætisráðherra að stjórnvöld muni gera allt sem þau geti til þess að tryggja öryggi landsmanna. Þau muni meta aðstæður hverju sinni. Hann segir lögregluna njóta mikils trausts á Íslandi: „Þessum verkefnum hefur lögreglan sinnt af ábyrgð og festu meðal annars í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið.“ Lögreglan að störfum á hátíðarhöldum þann 17. júní.Vísir/Andri MarinóAuk þjóðaröryggismála setti forsætisráðherra ýmis mál á dagskrá í ræðu inni á Austuvelli. Bjarni fjallaði um alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum, stöðu íslenskunnar og mælikvarða fyrir velsældir þjóða svo eitthvað sé nefnt. Bjarni segir Íslendinga vera í tíu efstu sætunum þegar lífsgæði þjóða eru annars vegar. „Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru um í mannkynssögunni.“ Bjarni segir það skjóta skökku við að meginboðskapurinn í stjórnmálum í heiminum sé sá að heimurinn fari versnandi því lífið sé sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns. Hann telur vissulega að nóg sé af verkefnum samfara framförum og að þjóðir vilji ná enn lengra.„Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök, við getum ekki setið aðgerðalaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneið og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega ekki slaka á. Við gerum kröfur um að gera betur. Við sjáum svo víða að hægt er að gera betur. Dæmin eru fyrir framan okkur sem sanna það.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á 17. júní.Visir/Andri MarinóFramlag Íslands til betri heims sé að vera fyrirmynd í að draga úr misskiptingu Forsætisráðherrann sagði að framlag okkar til að bæta heiminn sé að vera fyrirmynd. „Við finnum það öll hve miklu það skiptir að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fái að njóta krafta sinna. Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld. Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims. Að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið í heiminum.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Að sögn Bjarna er það ein af frumskyldum stjórnvalda að tryggja þjóðaröryggi. „Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarni sem segir heiminn standa frammi fyrir ógnum vegna hryðjuverka.„Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. Hér á landi er hættustig metið í meðallagi sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innnanlands eða í heimsmálunum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð. Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi.“Fullyrðir að lögreglan njóti trausts landsmanna Þá segir forsætisráðherra að stjórnvöld muni gera allt sem þau geti til þess að tryggja öryggi landsmanna. Þau muni meta aðstæður hverju sinni. Hann segir lögregluna njóta mikils trausts á Íslandi: „Þessum verkefnum hefur lögreglan sinnt af ábyrgð og festu meðal annars í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið.“ Lögreglan að störfum á hátíðarhöldum þann 17. júní.Vísir/Andri MarinóAuk þjóðaröryggismála setti forsætisráðherra ýmis mál á dagskrá í ræðu inni á Austuvelli. Bjarni fjallaði um alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum, stöðu íslenskunnar og mælikvarða fyrir velsældir þjóða svo eitthvað sé nefnt. Bjarni segir Íslendinga vera í tíu efstu sætunum þegar lífsgæði þjóða eru annars vegar. „Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru um í mannkynssögunni.“ Bjarni segir það skjóta skökku við að meginboðskapurinn í stjórnmálum í heiminum sé sá að heimurinn fari versnandi því lífið sé sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns. Hann telur vissulega að nóg sé af verkefnum samfara framförum og að þjóðir vilji ná enn lengra.„Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök, við getum ekki setið aðgerðalaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneið og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega ekki slaka á. Við gerum kröfur um að gera betur. Við sjáum svo víða að hægt er að gera betur. Dæmin eru fyrir framan okkur sem sanna það.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á 17. júní.Visir/Andri MarinóFramlag Íslands til betri heims sé að vera fyrirmynd í að draga úr misskiptingu Forsætisráðherrann sagði að framlag okkar til að bæta heiminn sé að vera fyrirmynd. „Við finnum það öll hve miklu það skiptir að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fái að njóta krafta sinna. Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld. Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims. Að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið í heiminum.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira