„Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 15:15 Conor McGregor er engum líkur en á hann séns? vísir/getty Einn stærsti íþróttaviðburður seinni tíma fer fram 26. ágúst í Las Vegas þegar einn besti hnefaleikakappi sögunnar, Floyd Mayweather Jr., mætir skærustu MMA-stjörnu heims, Conor McGregor, í hnefaleikahringnum. Mayweather er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi allra tíma en hann hefur unnið alla 49 bardaga sína sem atvinnumaður. Conor er fimur boxari en stundar auðvitað blandaðar bardagalistir að atvinnu en ekki hnefaleika. Max Kellerman, annar tvíeykisins í First Take á ESPN, er mikill hnefaleikasérfræðingur en hann hefur fylgst með íþróttinni í ríflega tvo áratugi og starfað við sjónvarpsútsendingar í kringum hnefaleika í mörg ár. Hann fékk spurninguna: Á Conor McGregor möguleika í Floyd Mayweather og það stóð ekki á svari. „Nei, engan séns. Enginn bardagamaður, sem hefur æft hnefaleika frá því hann var krakki, hefur átt möguleika gegn Mayweather. Kannski einn til tveir voru mögulega nálægt því en það voru menn sem höfðu æft íþróttina frá unga aldri,“ sagði hann og hélt áfram: „Það skiptir engu þótt að Conor McGregor sér náttúrlega hæfileikaríkasti boxari sögunnar og sé með meiri náttúrlegri hæfileika en Sugar Ray Robinson og Roy Jones sem báðir höfðu meiri hæfileika en Mayweather.“ „Þrátt fyrir það á Conor ekki möguleika í Floyd Mayweather. Þetta er algjör móðgun við hnefaleika. Alveg eins ætti Mayweather ekki séns í Conor McGregor í MMA. Það er bara ekki hægt að búa til sexhyrning og deila í tvennt.“ „Þetta er eins og að spyrja sig hvor myndi vinna: Michael Phelps eða LeBron James? Þá myndu menn spyrja hvort keppt væri í sundlaug eða körfuboltavelli. Það er kannski ósanngjarn samanburður en tökum þá annað dæmi.“ „Ef við látum sundkappa keppa við sundknattleikskappa myndi sundmaðurinn vinna í sundi í hvert einasta skipti og sundknattleiksmaðurinn myndi vinna í sundknattleik í hvert einasta skipti þrátt fyrir að báðir stundi vatnaíþróttir. Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar,“ sagði Max Kellerman. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. MMA Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður seinni tíma fer fram 26. ágúst í Las Vegas þegar einn besti hnefaleikakappi sögunnar, Floyd Mayweather Jr., mætir skærustu MMA-stjörnu heims, Conor McGregor, í hnefaleikahringnum. Mayweather er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi allra tíma en hann hefur unnið alla 49 bardaga sína sem atvinnumaður. Conor er fimur boxari en stundar auðvitað blandaðar bardagalistir að atvinnu en ekki hnefaleika. Max Kellerman, annar tvíeykisins í First Take á ESPN, er mikill hnefaleikasérfræðingur en hann hefur fylgst með íþróttinni í ríflega tvo áratugi og starfað við sjónvarpsútsendingar í kringum hnefaleika í mörg ár. Hann fékk spurninguna: Á Conor McGregor möguleika í Floyd Mayweather og það stóð ekki á svari. „Nei, engan séns. Enginn bardagamaður, sem hefur æft hnefaleika frá því hann var krakki, hefur átt möguleika gegn Mayweather. Kannski einn til tveir voru mögulega nálægt því en það voru menn sem höfðu æft íþróttina frá unga aldri,“ sagði hann og hélt áfram: „Það skiptir engu þótt að Conor McGregor sér náttúrlega hæfileikaríkasti boxari sögunnar og sé með meiri náttúrlegri hæfileika en Sugar Ray Robinson og Roy Jones sem báðir höfðu meiri hæfileika en Mayweather.“ „Þrátt fyrir það á Conor ekki möguleika í Floyd Mayweather. Þetta er algjör móðgun við hnefaleika. Alveg eins ætti Mayweather ekki séns í Conor McGregor í MMA. Það er bara ekki hægt að búa til sexhyrning og deila í tvennt.“ „Þetta er eins og að spyrja sig hvor myndi vinna: Michael Phelps eða LeBron James? Þá myndu menn spyrja hvort keppt væri í sundlaug eða körfuboltavelli. Það er kannski ósanngjarn samanburður en tökum þá annað dæmi.“ „Ef við látum sundkappa keppa við sundknattleikskappa myndi sundmaðurinn vinna í sundi í hvert einasta skipti og sundknattleiksmaðurinn myndi vinna í sundknattleik í hvert einasta skipti þrátt fyrir að báðir stundi vatnaíþróttir. Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar,“ sagði Max Kellerman. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
MMA Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Í beinni: Tottenham - Roma | Stórleikur í Lundúnum Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira