Reif sig upp úr þunglyndi og rugli Benedikt Bóas skrifar 16. júní 2017 08:00 Andri er kominn á beinu brautina eftir að hafa gengið um dimma dali þunglyndis og dópneyslu. Mynd/Hulda Vigdísardóttir Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, eða AFK, hefur gefið út sex laga EP-plötu þar sem hann semur um tímabilið þegar þunglyndi og eiturlyf tóku yfir. Nú er hann kominn á beinu brautina. „Ég var þunglyndur og hef alltaf verið að berjast við þann djöful en er búinn að rífa mig upp úr því. Ég dílaði við það þannig að reykja gras en núna sem ég lög, mála eða teikna og er í kringum fólk,“ segir Andri Fannar. Fyrir skömmu kom út sex laga EP-plata þar sem Andri semur allt efnið sjálfur. Platan ber heitið Wasting my time og eru allir textar á ensku en Andri bjó í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. „Ég flutti til Flórída árið 2007 en sneri aftur til Íslands fjórum árum síðar. Ég hef samt verið að flakka á milli síðan þá og gerði plötuna með Chandler Pearson vini mínum sem stýrði upptökum. Hann kom með dótið sitt og við tókum upp á stuttum tíma.“ Slegið var í útgáfutónleika á þriðjudaginn en það var í þriðja sinn sem Andri hefur stigið á svið. Næst verður hægt að sjá hann á Secret Solstice hátíðinni og á þjóðhátíðardaginn. Andri spilar á gítar á plötunni en tónlistarferill hans hófst með gítar við hönd. „Ég byrjaði að spila á gítarinn í tíunda bekk. Byrjaði eitthvað að glamra því ég vildi kynnast stelpu. Svo hætti hún með mér og þá varð ég allur brotinn og fór að syngja og skrifa texta. Reyna að koma öllu þessu út.“ Andri er vel skreyttur húðflúrum en hann alls með ellefu myndir víða um líkamann. Sum hefur hann hannað sjálfur en fyrir utan tónlistarferil er hann einnig liðtækur listamaður og teiknar og málar. Hann er meira að segja búinn að prófa að flúra nokkra vini og kunningja. Þeir sem til þekkja segja að hann sé liðtækur með húðflúrnálina.„Ég hef alltaf verið að mála og teikna frá því ég var lítill. Hef verið að vinna með olíu og teikningu. Ég er með nokkur húðflúr sem ég hef hannað sjálfur og hef húðflúrað nokkra vini og kunningja.“ Andri sökk djúpt niður í fen fíkniefnaneyslu en hefur rifið sig upp úr slíku rugli. „Ég var mjög mikið að reykja gras og taka pillur. Ég reif mig upp úr því og nota aðeins áfengi í dag. Platan er hálfgerð lífssaga, þegar ég var í ruglinu, um ástina, dóp og að sóa lífinu,“ segir hann glaður í bragði og ljóst að beina brautin í lífinu fer honum vel. Secret Solstice Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Andri Fannar Kristjánsson, eða AFK, hefur gefið út sex laga EP-plötu þar sem hann semur um tímabilið þegar þunglyndi og eiturlyf tóku yfir. Nú er hann kominn á beinu brautina. „Ég var þunglyndur og hef alltaf verið að berjast við þann djöful en er búinn að rífa mig upp úr því. Ég dílaði við það þannig að reykja gras en núna sem ég lög, mála eða teikna og er í kringum fólk,“ segir Andri Fannar. Fyrir skömmu kom út sex laga EP-plata þar sem Andri semur allt efnið sjálfur. Platan ber heitið Wasting my time og eru allir textar á ensku en Andri bjó í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. „Ég flutti til Flórída árið 2007 en sneri aftur til Íslands fjórum árum síðar. Ég hef samt verið að flakka á milli síðan þá og gerði plötuna með Chandler Pearson vini mínum sem stýrði upptökum. Hann kom með dótið sitt og við tókum upp á stuttum tíma.“ Slegið var í útgáfutónleika á þriðjudaginn en það var í þriðja sinn sem Andri hefur stigið á svið. Næst verður hægt að sjá hann á Secret Solstice hátíðinni og á þjóðhátíðardaginn. Andri spilar á gítar á plötunni en tónlistarferill hans hófst með gítar við hönd. „Ég byrjaði að spila á gítarinn í tíunda bekk. Byrjaði eitthvað að glamra því ég vildi kynnast stelpu. Svo hætti hún með mér og þá varð ég allur brotinn og fór að syngja og skrifa texta. Reyna að koma öllu þessu út.“ Andri er vel skreyttur húðflúrum en hann alls með ellefu myndir víða um líkamann. Sum hefur hann hannað sjálfur en fyrir utan tónlistarferil er hann einnig liðtækur listamaður og teiknar og málar. Hann er meira að segja búinn að prófa að flúra nokkra vini og kunningja. Þeir sem til þekkja segja að hann sé liðtækur með húðflúrnálina.„Ég hef alltaf verið að mála og teikna frá því ég var lítill. Hef verið að vinna með olíu og teikningu. Ég er með nokkur húðflúr sem ég hef hannað sjálfur og hef húðflúrað nokkra vini og kunningja.“ Andri sökk djúpt niður í fen fíkniefnaneyslu en hefur rifið sig upp úr slíku rugli. „Ég var mjög mikið að reykja gras og taka pillur. Ég reif mig upp úr því og nota aðeins áfengi í dag. Platan er hálfgerð lífssaga, þegar ég var í ruglinu, um ástina, dóp og að sóa lífinu,“ segir hann glaður í bragði og ljóst að beina brautin í lífinu fer honum vel.
Secret Solstice Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Skömminni skilað Gagnrýni Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp